Ófeigur - 01.05.1946, Page 15

Ófeigur - 01.05.1946, Page 15
Ó F E I G U R 15 XIV. Steingrímur Steinþórsson réttlætti för sína norður í land með þeirri fullyrðingu, að ég sé andstæðingur Bún- aðarfélags íslands og að hann eigi hendur sínar að verja. Mjög yfirsést búnaðarmálastjóra í þessu efni. Ég studdi Tryggva Þórhallsson og Sigurð búnaðarmálastjóra, þegar þeir hófu og fengu framgengt hinni miklu fjárkröfu vegna Búnaðarfélags Islands. Þegar Steingrímur Steinþórsson varð búnaðarmálastjóri byggði ég á Alþingi þá brú, sem • hann gekk yfir inn í hús Búnaðarfélags íslands. Ekkert hefði mér verið meira gleðiefni heldur en það að Stein- grímur hefði notað sína góðu greind og hlýju vinsældir til að halda áfram starfi Sigurðar búnaðarmálastjóra með fjöri og þrótti. En þar urðu nokkur vonbrigði. Stein- grímur eyðir of miklum tíma í pólitík og of litlum í raun- hæft búnaðarstarf, og í pólitíkinni varð hann hversdags- legur og lítið frumlegur gistivinur kommúnista. Búnaðar- félagið varð skrifstofubákn. Ráðunautar þess bjuggu í Reykjavík og fengust meira við pólitík en búnað. Þing- eyskum bændum þótti smátt skammtað smjörið í vetur, er þeir fengu ráðunautana á lítinn fund part úr degi í sumum hreppum, eftir 5 ára algera burtveru. Steingrímur búnaðarmálastjóri ber með Ásgeir L. Jónssyni og Her- manni Jónassyni ábyrgð á Síberíu. Þar liggja um 100 ha. af flötu landi, skipt sundur í 75 m. breíðar sneiðar með djúpum skurðum, sem oft eru hættulegir fyrir börn og kvikfé. Land þetta er vel ræst fram og plægt í strengi. Mörg hundruð þúsund krónum hefir verið varið í þetta verk. Þetta átti að vera fyrsta „sambyggðin" á íslandi. Steingrímur búnaðarmálastjóri og Eysteinn Jónsson tala oft um þessar nýju sambyggðir, og Laxness er þar á næstu öldu. En Síbería er eina tilraunin, sem gerð hefir verið. Siíbería er allsendis eina þéttbýlisparadís Búnaðarfélags íslands. En landnemarnir eru ekki komnir þangað enn. Það veit meira að segja enginn maður, enn þann dag í dag, til hvers á að nota þessa misheppnuðu ræktunarfram- kvæmd.

x

Ófeigur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ófeigur
https://timarit.is/publication/1352

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.