Ófeigur - 01.05.1946, Blaðsíða 16

Ófeigur - 01.05.1946, Blaðsíða 16
16 Ó F E I G U R XV. Ég hefi ekki gagnrýnt þessa undarlegu „vinstri stjórnar gróðrarstöð“ í Flóanum, af því að ég hefi í lengstu lög vonað, að koma mundi í ljós einhver möguleiki til að gera vit úr vitleysunni. En allar vonir hafa brugðizt. Síbería er óhrekjandi vitnisburður um að Hermann Jónasson og Steingrímur Steinþórsson þurfa að fá „neistann" annars staðar að, ef þeir eiga að geta hrundið af stað lífvænlegu m landnámi. Hermann mun aldrei finna „neistann“, en Steingrímur getur orðið að meira gæfumanni en hann hefir verið undangengin ár, ef hann leitar eftir samstarfi við þá menn, sem meir líkjast Sigurði búnaðarmálastjóra heldur en Ólafi í Gróðrarstöðinni. En sá atburður, sem leiddi til þess, að Steingrímur bún- aðarmálastjóri hlaut að verða fyrir nokkurri gagnrýni, var þátttaka hans í frumhlaupi Búnaðarfélags íslands haustið 1944. Ólafur Thors og Herittann Jónasson lokkuðu stjórn félagsins til að kalla saman aukaþing í sláttarlokin. Ólafur og Hermann voru þá albúnir að mynda stjórn saman, en þótti erfitt að ná sköttum til að bæta bændum dýrtíðina, eftir sexmannasáttmálanum. Þeir lögðu hver að sínum flokksmönnum að gefa eftir nálega 10% af lögmætum tekjum sveitabænda. Búnaðarþingmönnum og Steingrími búnaðarmálastjóra var talin trú um, að ef bændur gæfu eftir tíunda hluta árstekna sinna, þá myndi hin nýja stjórn knýja fram hækkun frá hálfu annarra stétta, sem minnkaði alla dýTtíð í landinu. Steingrímur búnaðarmálastjóri var í svo góðri trú, að hann lánaði Ólafi Thors skrifstofu sína í hinu fátæklega Búnaðarfélagshúsi, meðan hann var að beygja mótstöðu búnaðarþingmanna úr Sjálfstæðisflokknum. Hins vegar skaut Páll Zophoníasson skjólshúsi yfir Hermann og Ey- stein, meðan þeir voru að sannfæra Framsóknarmenn á búnaðarþingi um ágæti eftirgjafanna. Nú vita allir hversti fór. Ekkert varð úr framleiðenda- stjórninni. Hermann og Ólafur liöfðu lei-kið sér með Bún- aðarfélag íslands. Yfirsjón stjórnar og framkvæmdarstjóra Búnaðarfélags íslands var fyrst og fremst sú, að gera það

x

Ófeigur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ófeigur
https://timarit.is/publication/1352

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.