Ófeigur - 01.05.1946, Page 21
ÓFEIGUR
21
þegjandi og athafnalaus á búnaðarþingum, þó að þrjár
fjárpestir hafi sótt að bændum og boðað landauðn. Hann
hefir sofið á værum dýnum í nýbyggðamálinu, og hann
hefir aldrei hreyft mótmælum opinberlega gegn því að
hafa ráðunautana fyrir skrifstofumenn og pólitíkusa í
Reykjavík í stað þess að láta þá sýna hæfni sína í verki í
baráttu við fjárpestir og erfitt veðurlag. Ólafur var einn
af höfuðpaurunum á búnaðarþingi haustið 1944. Hann
tók þátt í fundum Ólafs Thors í búnaðarfélagshúsinu,
þegar verið var að undirbúa núverandi ríkisstjórn. Ólafur
fór umboðslaust og með fullri óheimild ofan í vasa ey-
firzkra og þingeyskra bænda, og kastaði á valdabraut Áka
og Brynjólfs tíunda hluta lögmæltra tekna bænda á því
ári.
Óafur Jónsson telur mig mjög brotlegan fyrir að hafa
átt þátt í, að bændur í hinum ýmsu búnaðarsamböndum
fá nú sitt eigið fé til ræktunarmála. Ég vann að máli
bænda með rökstuddri umhyggju fyrir þeirra hag. Hann
var leiksoppur í hendi manna, sem takast á um persónu-
leg yfirráð í landinu.
XIX.
Ef einhver áróðursmaður hefði komið til Sigurðar bún-
aðarmálastjóra um það leyti, sem hann var að rækta skóg
og túngrös á íslandi og ráðlagt honum að semja bók í
mörgum bindum um eyðimerkur, mundi Sigurður hafa
talið slíka uppástungu móðgun við sig. Hann mundi hafa
svarað því, að áhugi sinn væri allur á skógrækt og jarð-
rækt og að lyfta bændastétt íslands til meiri þroska. Sig-
urður myndi hafa svarað því, að hann gerði dagana langa
og næturnar stuttar til að auka ræktun landsins. Honum
hefði þótt það bera vott um frábæra léttúð og áhugaleysi
við lífsstarf sitt, ef hann hefði eytt orku sinni árum saman
við að gera yfirlitsverk um Sahara eða norðurpólinn. Ef
Sigurður hefði farið þá leið, mundi gróðrarstöðin á Akur-
eyri og Ræktunarfélag Norðurlands aldrei hafa orðið til.
Sigurður á Draflastöðum hefði þá verið nafnlaust hjól í
launakerfi landsins.