Ófeigur - 01.05.1946, Blaðsíða 22

Ófeigur - 01.05.1946, Blaðsíða 22
22 ÓFEIGUR Ólafur Jónsson áfellir mig fyrir að hafa greitt atkvæði með heimastjórn héraðanna, að því er snertir búnaðar- málasjóð. En hann er fáorður um samherja sína, Sjálfstæð- ismennina. Nálega allir samherjar Ólafs Jónssonar voru með breytingunni. Ólafur hefir unnið með þessum mönn- um öll sín fullorðinsár, trúað á þá og hrósað þeim og lagt illt til Dags og KEA þeirra vegna, hvenær sem færi bauðst til að fullnægja trú sinni. í stað þess að snúa gremjunni að samherjum sínum, sem hann á nokkurn aðgang að, á- sakar hann mig, sem er og hefi verið andstæðingur hans, fyrir það, sem hann ætti að ræða um við sína forráðamenn. Þessi framkoma Ólafs sýnir, að hann er óheill í málinu. Hann heldur sig geta sótt áróðursmál á hendur mér, ef hann fær tækifæri til að skýra rangt frá, en að mér sé varn- að að leggja fram hin réttu sönnunargögn. Ólafur Jónsson mun hafa verið fenginn í eins konar eyðimerkurþjónustu fyrir óhappamenn búnaðarmálanna. Þess vegna hagar hann ádeilu sinni á þann veg, að hann slær vopnin úr höndunum á sér í fyrsta leik. XX. Ólafur Jónsson segir, að búnaðarmálasjóður hafi verið stofnaður til að endurnýja Búnaðarfélagshúsið, til að borga félagsgjöld í stéttarsamtökum bænda og til að veita búnaðarsamtökum héraðanna fjárstuðning. Hann lætur liggja að því, að brátt hefði nægilegt fé orðið handbært til að byggja yfir Búnaðarfélagið, og virðist mega skilja hann svo, að þá myndi sá hluti sjóðsins hafa fallið til hér- aðssambandanna. Eftir þessu má gera ráð fyrir, að Ólafur hafi talið hæfilegt, að tveir þriðju hlutar sjóðsins gangi til ræktunarmála í búnaðarsamböndunum. Afstaða Ólafs er því bundin við einn þriðjunginn, sem hann segir að hafi verið nauðsynlegur til að greiða félagsgjöld bænda í stéttarsamtök þeirra. Ólafur telur löggildingu þessarar skattheimtu með-aðstoð Alþingis nauðsynlega af tvenn- um ástæðum. í fyrsta lagi myndu allmargir btfendur draga sig í hlé og ekki ganga í félagsskapinn, ef hann væri ekki lögbundinn, og í öðru lagi mun hann hafa talið erfitt fyrir

x

Ófeigur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ófeigur
https://timarit.is/publication/1352

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.