Ófeigur - 01.05.1946, Page 24

Ófeigur - 01.05.1946, Page 24
24 ÓFEIGUR þau þurfa meiri peninga. Ólafur Jónsson hefir í grein sinni talið sig sérstakan málsvara þingeyskra bænda í þessu efni. Það fer þess vegna vel á að lýsa aðstöðu þeirra. Ræktunaráhugi er mikill í sýslunni. Búnaðarsamband héraðsins hefir nýlega haldið aðalfund og skipt sýslunni í ræktunarsvæði. Eru í pöntun fyrir þingeyska bændur margar og stórar vélar, en sambandið vantar rekstrarfé til að standa straum af þessum framkvæmdum, og sama er sagan um öll héraðssambönd landsins. Samband Sunn- lendinga, sem nær yfir þrjár sýslur, hefir haft í tekjur um 7000 kr., en telur sig nú geta fengið allt að 100 jrús. kr. úr búnaðarmálasjóði, og byggir vonir sínar í ræktunarmál- um á því fé, eins og nú er komið. Samband Suður-Þingey- inga hélt aðalfund sinn um það leyti, sem Ólafur Jónsson taldi sig vera að vinna í þágu bænda með blaðaskrifum. Samband Þingeyinga sá hvergi auða vök fram undan um fjárframlög til að standa straum af ræktunarframkvæmd- um sínum. Það sneri sér í þessum vandræðum til þeirra þriggja kaupfélaga, sem starfa í sýslunni, og bað þau um fyrirgreiðslu í þessum fjárvandræðum. Kaupfélögin á Ak- ureyri og Svalbarðseyri hafa neitað bessari málaleitun, og lítill vafi er á, að K. Þ. hefir orðið að gera það sama. Ef þessi félög hefðu reynt að verða við ósk sambandsins, hefðu þau orðið að leggja veltuskatt á viðskiptamenn sína. Má kalla þá menn furðu glámskyggna um félagsmál, sem telja það móðgun við bændur landsins, að gefa þeim færi á að nota það fé, sem tekið er af þeim með viðskiptaskatti upp í þær þarfir, sem eru svo aðkallandi, að góðum og gildum bændum datt í hug að leggja á sig veltuskatt í kaupfélögunum til að geta staðið straum af útgjöldum við hin nýju ræktunarmál. Það er mjög heppilegt, að þing- eyskir bændur fái næði til að endurmeta rök Ólafs Jóns- sonar, um leið og vélavinna er að byrja í héraðinu og um leið og þeim berst vitneskja um, að þeir fá áreiðanlega engan fjárstuðning í þessu efni frá kaupfélögunum og að fé þeirra úr búnaðarmálasjóði er enn sem komið er eina raunverulega aðstoðin, sem þeir fá til að setja nýsköpun ræktunarmálanna á öruggan grundvöll. En þeir bændur, sem enn kunna að vera óánægðir með

x

Ófeigur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ófeigur
https://timarit.is/publication/1352

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.