Ófeigur - 01.05.1946, Blaðsíða 26

Ófeigur - 01.05.1946, Blaðsíða 26
26 ÓFEIGUR Ólafur Jónsson er búinn að segja í grein sinni, að það þurfi að fá Alþingi til að lögskipa skatt á bændur til að ná félagsgjöldum í baráttusjóð bænda, og Ólafur fullyrðir, að þetta sé nauðsynlegt, af því að bændur muni annars hvorki geta né vilja greiða félagsgjöldin. En á þennan hátt lýsir Ólafur Jónsson yfir, að hann álíti íslenzká bændur meiri músarholumenn en allt annað fólk á íslandi og allt annað fólk, sem myndar stéttarsamtök í frjálsum löndum. Hér reisir Ólafur bændum landsins níðstöng, sem lengi mun í minni höfð. XXIII. . Nú er tími til kominn að rekja hina stuttu sögu stéttar- samtakanna á íslandi. Þegar Ólafur Jónsson sat fullur aðdáunar á flokksfundum Mbl.manna í Búnaðarfélags- húsinu haustið 1944, var af honum og hans stéttarbræðr- um lagður grundvöllur stéttarsamtakanna. Sunnlenzku bændurnir sáu, að búnaðarþing og meiri hluti Alþingis hafði stéttina að leiksoppi og ginningarfífli. Sunnlenzku bændurnir misstu trúna á fulltrúum búnaðarþings og forráðamönnum stjórnarflokkanna um örugs;a forgöngu í verðlagsmálum bænda. Öll gömlu stjórnmálablöðin og útvarpið voru harðlokuð fyrir röksemdum og ályktunum sunnlenzkra bænda. Ófeigur var eina málgagnið, sem studdi viðleitni Sunnlendinga í þessu efni. Næsta vor sendu leiðtogar Búnaðarsambands Suðurlands áskorun til allra bænda um að mynda stéttarsamband til að tryggja verðlagsmálin. Greinar mínar í Ófeigi höfðu borið árang- ur. Selfosshreyfingin barst út um allt land. Bændastéttin fann, að hér var orð í tíma talað, og í sumar og haust sem leið var bændastéttin reiðubúin að gera stór átök í málun- um. En þá komu til greina sérstakar hindranir. Bændur á Suðurlandi gerðu tvær skipulagslegar yfirsjónir, og Bún- aðarfélag íslands ásetti sér að eyðileggja hreyfinguna og tókst það í bili, meðfram af því að sunnlenzku bændurnir höfðu ekki búizt við vélræðum frá hálfu Ólafs Jónssonar og stéttarbræðra hans. Sunnlenzku bændurnir höfðu ekki nema eina leið í

x

Ófeigur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ófeigur
https://timarit.is/publication/1352

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.