Ófeigur - 01.05.1946, Síða 31

Ófeigur - 01.05.1946, Síða 31
ÓFEIGUR 31 lands, sem lítt kunna til vinnubragða í deilum við bæjar- menn, eins og glögglega kom fram 1944. Kom þar loks, að frá hálfu stjórnarflokkanna var gert eins konar sátta- tilboð um sjóðinn. Að láta hvert búnaðarsamband fá sí-na peninga til jarðræktar- og búanðarframkvæmda á sínu umráðasvæði. Ef ekki var gengið að þessu tilboði, var for- ráð sj-óðsins ennþá raunverulega í höndum ríkisstjórnar- innar. Um leið og þetta gerðist, hreinsaði Brynjólfur Bjarnason úr öllum skólanefndum á landinu hvern ein- asta mann borgaraflokkanna og setti kommúnista í stað- inn. Urðu Sjálfstæðismenn og Alþýðuflokksmenn að búa við sama réttleysi og Framsóknarmenn í þessum efnum. Með smávægilegri verkaskiptingu í ríkisstjórninni getur valdið yfir þessum sjóð verið komið í hendur Brynjólfs eða Áka. Samkvæmt starfsháttum þeirra, hefðu þeir varið þessum peningum eingöngu í þarfir sinna flokksmanna. En þótt ekki sé gert ráð fyrir slíkri stjórn á sjóðnum að staðaldri, þá er hitt sýnilegt, eins og Gunnar Þórðarson sá _frá upphafi, að bæjarflokkarnir myndu í staðinn fyrir lög- festingu Alþingis ætíð heimta einhvers konar yfirstjórn og eftirlit með sjóðnum, ef honum yrði ekki varið til beinna jarðræktarframkvæmda. Ég hafði engan þátt átt í tíu króna frumvarpinu, eða nokkrum kosningakappleik um búnaðarmálasjóðinn, en yfirleitt haft sömu skoðun og Gunnar Þórðarson á mál- inu. Nú kom málið til úrslita í efri deild. Þá var um tven-nt að velja: Að fella tillögu neðri deildar og ráðstafa sjóðnum aftur undir yfirráð ríkisstjórnarinnar, eins og lögin höfðu verið. — Bændastéttin var þá framvegis fjötruð og ómyndug um meðferð fjár, sem hafði verið frá henni safnað. Eða samþykkja frumvarp neðri deildar og korna sjóðnum þannig undir yfirstjórn bændanna, sinna réttu eigenda. Ég tók þann kost, að hjálpa til að sh'ta fjöt- urinn af bændum landsins. Nú er bændastéttin frjáls ferða með sinn veltuskatt, og aldrei hefir bændum komið betur að fá handbært fé til umráða en í þetta sinn. í missögnum um þetta mál er fullyrt, að ef ég hefði fellt frumvarp neðri deildar um búnaðarmálasjóð, myndu bændur haft haft full umráð yfir fé sínu. Þetta eru vísvit-

x

Ófeigur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ófeigur
https://timarit.is/publication/1352

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.