Skessuhorn


Skessuhorn - 20.12.2005, Qupperneq 34

Skessuhorn - 20.12.2005, Qupperneq 34
34 ÞRIÐJUDAGUR 20. DESEMBER 2005 S & Kveðja úr Olafsvík Þegar ferðast er um Snæfellsnes- ið nú á aðventunni, vekja athygli fallegar ljósaskreytingar sem aukist hafa ár ffá ári. Þetta leiðir hugann að þeirri miklu breytingu sem orð- ið hefur á þjóðfélagsgerðinni frá æskuárum mínum fyrir 1950. Það var áður en raflýsingin hélt innreið sína og það sem minnti helst á jól- in í fátæklegu vöruúrvali verslana, voru epli og appelsínur. Þá voru ekki komin rafmagnsljós og því notast við olíulampa, lugtir og kerti til að lýsa upp skammdegis- myrkrið. Myrkrið gat verið yfir- þyrmandi og því gott að vita að ljósið tæki við af myrkrinu um jól- in. Og á aðventunni voru ljós og lýsing mikilvæg vísbending um það að jólin væru að koma. A aðventunni var algengt í heimasveit minni að fara út í hraun og leita uppi fallegt lyng, setja það á trégrind með greinum sem kerti voru síðan fest á. Utbúa skraut, gjarnan úr mislitum pappír, og festa það á jólatréð. Nú kaupa flestir lifandi jólatré ýmist í versl- unum, hjá félögum sem selja þau í góðgerðarskyni eða fá leyfi til að fara út í skógræktina og velja þar jólatré til að setja upp í stofunni. Jólahelgin var að mestu ótrufluð af utanaðkomandi áreiti og gleðin var einlæg yfir þeim gjöfum sem þá voru gefnar. Og síðan hófst jóla- helgin með tilheyrandi kirkjuferð á aðfangadag, eða með því að hlusta á jólamessuna í útvarpinu. En nú er öldin önnur í bókstaf- legum skilningi. Jólaskreytingar prýða heimili, götur og torg og á aðventunni eru haldnar aðventu- hátíðir og boðið upp á allskonar uppákomur, jólahlaðborð, söng- og tónlistaratriði, auk hinnar hefð- bundnu jólaverslunar sem á hverju ári verður umfangsmeiri og dýrari. Og eldri borgarar á Snæfellsnesi létu ekki sitt eftir liggja á aðvent- unni að þessu sinni. Dagana 29. nóv. til 4. des. fjölmenntu þeir á sparidaga í Orkinni. Þar var dag- skrá frá morgni til miðnættis, byrj- að með morgunleikfimi, einnig spiluð félagsvist, bingó og veitt til- sögn í billjard og boccia. Mikið var sungið, borðaður góður matur og dansað á hverju kvöldi. Félagsstarf eldri borgara fer vax- andi, bæði í einstökum félögum og sameiginlega og láta félögin sífellt meira til sín heyra, nú síðast söfn- uðu þau undirskriftum um áskorun til Alþingis, um aukin réttindi og bætt kjör og voru undirskriftarlist- ar afhentir forseta Alþingis 9. des- ember s.l. Og þegar jólin nálgast, þá finn- um við fyrir helgi þeirra og boð- skap jólaguðspjallsins um barnið sem fæddist í jötunni. Við finnum að jólin eru hátíð hjartans, friðar og kærleika. Megið þið góðir lesendur njóta gleðilegrar jólahátíðar og farsældar á nýju ári. Stefdn Jóhann Sigurðsson, Snæfellshæ. ý'nfo/f/ty f'i/cfuinar Hamborgarhryggur m/sykurhjúp og rauðvmssósu Þær eru ófáar uppskriftirnar af hamborgarhryggjum sem til eru og margir eiga sér sínar uppá- haldsuppskriftir sem órjúfanleg hefð er komin fyrir. Hér er ein til- laga fyrir þá sem enn eru að leita sér að “sinni” uppskrift. Með fylg- ir líka rauðvínssósa sem er að sjálf- sögðu ómissandi með hryggnum. 1 1/2 kg hamborgarhryggur Sykurhjúpurinn á hrygginn: 200 gr tómatsósa, 75 gr súrt sinnep (Dijon), 1 dós sýrður rjómi, 2 dl rauðvín, 1 dl kók (hrært vel saman), 150 gr sykur, klípa af smjöri. Rauðvínssósa: kjötkraftur (hænsna), pipar, picanta (má sleppa), hindherjasulta (ca. 2 msk), rauðvín (smakkað til), rjómi (smakkað til). Smjörbolla: 100 gr smjör mjúkt, 100 gr hveiti hrært saman. Hamborgarhryggurinn er soð- inn í potti í 1 klst. Vatnið látið fljóta vel yfir hrygginn, í soðið þarf að setja saxaðan lauk, gulræt- ur og 8 korn af heilum pipar. Sykurhjúpur: Sykur og smjör brúnað, öllu hinu skellt útí þegar sykurinn er farinn að ffeyða. Hryggurinn settur í ofnskúffu og penslaður að ofan með sykur- blöndunni, 2-3 sinnum. Hafið eingöngu yfirhita á ofhinum, þá brúnast hjúpurinn fallega. Rauðvínssósa: Soðið af hryggnum sett í pott. Bragðbætt með kjötkraftinum, pipar og t.d. picanta. Sósan bökuð upp með smjör- bollu. Smjörbollan er sett smámsaman út í soðið þar til að hún er orðin nógu þykk. Bætið við hindberjasultu, rauðvíni, rjóma og bragðbætið með afganginum af hjúpnum. Marengsjólatré Þetta er gómsætur og einstak- lega fallegur eftirréttur. Gott er að bæta í uppskriftina ferskum á- vöxtum eftir smekk og kókosboll- ur eru góðar með (þá teknar í tvennt og stungið á milli hæða í kökunni). 6 eggjahvítur 300 gr sykur 2 tsk edik 7 1/2 dl rjómi 200 gr dökkir siikkulaðispæmr 450 gr fersk jarðaber Þeytið eggjahvíturnar, sykurinn og edikið vel saman og setjið í sprautupoka og sprautið á bökun- arpappír þannig að úr verði litlir toppar. Bakið í 11/2 klst við 135°C. Stífþeytið rjómann og blandið súkkulaðispónunum saman við. Einnig er gott að blanda jarðar- berjum eða öðrum ávöxtum saman við rjómann. Raðið marengstoppunum á tertudisk (helst á fæti) þannig að þeir þeki diskinn. Setjið rjóma of- aná toppana en þó ekki alveg út við ystu rönd. Setjið færri toppa á næstu hæð og rjóma þar ofaná og síðan koll af kolli þannig að kakan mjókki eftir því sem ofar dregur og endi í einum toppi. Stdngið að lokum jarðarberjum á milli marengstoppanna. Verði ykkur að góðu! Heimalagað rauðkál Heimalagað rauðkál er ómissandi meðlæti á jólum. Einnig er það tilvalin jólagjöf handa vinum, setjið í krukkur og skreytið með borða og greni. 1 stk. rauðkálshöfuð, um 1 kg 50-75 g smjör 1 tsk. salt 3 stk. negulnaglar 4 stk. piparkom 1/2 tsk. pipar 1 msk. rauðvínsedik 2 msk. rifsberjahlaup 1 dl hindberjasaft 1 stk. epli 1/21 vatn Skerið rauðkálið og epli smátt. Bræðið smjörið í stórum potti og látið rauðkál og epli krauma í því í nokkrar mínútur. Bætið kryddi, ediki, rifsberjahlaupi, vatni og saft saman við. Setjið negulnagla og piparkorn í grisju, þannig að auð- velt sé að fjarlægja að suðu lok- inni. Látið þetta krauma undir loki í um 45 mínútur, eða þar til kálið er orðið mjúkt. Hrærið í öðru hverju. Bætið örlitlu vatni út í ef þarf.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Skessuhorn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.