Morgunblaðið - 16.05.2019, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 16.05.2019, Blaðsíða 1
F I M M T U D A G U R 1 6. M A Í 2 0 1 9 Stofnað 1913  114. tölublað  107. árgangur  KYNNA ÓPERU- FORMIÐ NÝJUM ÁHORFENDUM FJÖLBREYTT ÚTILISTAVERK OPNAR SÝNINGU Í ALÞÝÐUHÚSINU Á SIGLUFIRÐI SÝNINGIN ÚTHVERFI 64 EYGLÓ HARÐARDÓTTIR 66STEINUNN BIRNA 62 Síðumúla 30 - Reykjavík | Sími 533 3500 Hofsbót 4 - Akureyri | Sími 462 3504 Komdu og gerðu frábær kaup. Sérsníðum dýnur í öllum stærðum Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Flutningskerfi raforku takmarkar möguleika á uppbyggingu vindorku- vera víða um land. Á vesturhluta landsins eru áform um uppbyggingu þriggja vindmyllugarða með allt að 410 MW afli auk vatnsaflsvirkjana á Vestfjörðum, samtals um 500 MW. Landsnet hefur hins vegar ekki svig- rúm til að tengja nema 85 MW sem svarar til fyrsta áfanga eins vind- orkuvers. Landsneti ber samkvæmt raf- orkulögum að tengja við flutnings- kerfið alla þá sem eftir því sækjast. Líklegt er að fyrirtækið þurfi að beita undantekningarákvæði lag- anna og synja flestum þeim sem óska eftir tengingu á vesturhluta landsins um aðgang, að minnsta kosti tíma- bundið. Landsnet er að meta þá kosti sem eru líklegastir til að mæta auk- inni þörf fyrir flutning á þessu svæði en ljóst er að slíkar aðgerðir munu taka tíma og kalla á fjárfestingu. Hagkvæmur orkukostur Töluverð gerjun er í hugmyndum um nýtingu vindorkunnar. Stofn- kostnaður vindorkuvera hefur lækk- að um helming á áratug og hag- kvæmara er orðið eða að verða að virkja vindorkuna en vatnsföllin eða jarðvarmann. Þróunin heldur áfram og er talið að samkeppnisforskot vindorkunnar muni aukast. Landsvirkjun hefur lengi unnið að rannsóknum á vindorkunni og hefur kynnt hugmyndir að vindorkugörð- um við Búrfell og Blöndulón. Fleiri orkufyrirtæki eru að reyna fyrir sér á þessu sviði og nokkur sjálfstæð vindorkufélög eru að kanna mögu- leikana eða hafa tryggt sér aðstöðu, sum með beinum stuðningi stórra er- lendra fyrirtækja, meðal annars framleiðenda vindmylla. MMikil gerjun í beislun … »26-28 Ráða ekki við vindorkuver  Vegna lélegs flutningskerfis raforku gæti Landsnet þurft að synja virkjunum á vesturhluta landsins um tengingu við kerfið  Mörg fyrirtæki vilja beisla vindinn Nægur markaður? » Til þess að hægt sé að selja alla þá orku sem framleidd verður í áformuðum vindorku- verum þarf nýja starfsemi. » Zephyr stefnir að því að selja orkuna til erlendra tækni- fyrirtækja sem vilja gjarnan nýta græna orku. Móðurfélagið í Noregi hefur byggt vindorku- garða sem selja alla framleiðsl- una til Google og álvers.  Ný könnun Zenter fyrir Strætó bs. bendir til að einn af hverjum tuttugu íbúum á höfuðborgarsvæð- inu taki strætó daglega. Hefur hlut- fallið lítið breyst síðustu ár. Guðmundur Heiðar Helgason, upplýsingafulltrúi Strætó, segir kannanir á ferðavenjum benda til þess að hlutfall fólks sem notar Strætó daglega hafi náð hámarki. Þá miðað við núverandi aðstæður. Hlutfallið virðist enda stöðugt. »24 Morgunblaðið/Valli Í borginni Gengið inn í vagninn. Hlutfall Strætó hefur lítið breyst Vatnsmýrin skartaði sínu fegursta í vorveðrinu sem höfuð- borgarsvæðið bauð upp á, þegar ljósmyndari Morgunblaðsins flaug yfir svæðið. Sést glöggt sú mikla uppbygging sem átt hefur sér stað í nágrenni Reykjavíkurflugvallar á síðustu árum, þar sem ný- byggingar á Valssvæðinu liggja að vellinum á vinstri hönd og Vísindagarðar Háskóla Íslands blasa við á hægri hönd. Mitt á milli liggur svo flugvöllurinn sjálfur, að minnsta kosti enn um sinn. Morgunblaðið/Árni Sæberg Vorblíða í Vatnsmýri frá Valssvæði til Vísindagarða
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.