Morgunblaðið - 16.05.2019, Qupperneq 1
F I M M T U D A G U R 1 6. M A Í 2 0 1 9
Stofnað 1913 114. tölublað 107. árgangur
KYNNA ÓPERU-
FORMIÐ NÝJUM
ÁHORFENDUM FJÖLBREYTT ÚTILISTAVERK
OPNAR SÝNINGU Í
ALÞÝÐUHÚSINU
Á SIGLUFIRÐI
SÝNINGIN ÚTHVERFI 64 EYGLÓ HARÐARDÓTTIR 66STEINUNN BIRNA 62
Síðumúla 30 - Reykjavík | Sími 533 3500
Hofsbót 4 - Akureyri | Sími 462 3504
Komdu og gerðu frábær kaup.
Sérsníðum dýnur í öllum stærðum
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
Flutningskerfi raforku takmarkar
möguleika á uppbyggingu vindorku-
vera víða um land. Á vesturhluta
landsins eru áform um uppbyggingu
þriggja vindmyllugarða með allt að
410 MW afli auk vatnsaflsvirkjana á
Vestfjörðum, samtals um 500 MW.
Landsnet hefur hins vegar ekki svig-
rúm til að tengja nema 85 MW sem
svarar til fyrsta áfanga eins vind-
orkuvers.
Landsneti ber samkvæmt raf-
orkulögum að tengja við flutnings-
kerfið alla þá sem eftir því sækjast.
Líklegt er að fyrirtækið þurfi að
beita undantekningarákvæði lag-
anna og synja flestum þeim sem óska
eftir tengingu á vesturhluta landsins
um aðgang, að minnsta kosti tíma-
bundið. Landsnet er að meta þá kosti
sem eru líklegastir til að mæta auk-
inni þörf fyrir flutning á þessu svæði
en ljóst er að slíkar aðgerðir munu
taka tíma og kalla á fjárfestingu.
Hagkvæmur orkukostur
Töluverð gerjun er í hugmyndum
um nýtingu vindorkunnar. Stofn-
kostnaður vindorkuvera hefur lækk-
að um helming á áratug og hag-
kvæmara er orðið eða að verða að
virkja vindorkuna en vatnsföllin eða
jarðvarmann. Þróunin heldur áfram
og er talið að samkeppnisforskot
vindorkunnar muni aukast.
Landsvirkjun hefur lengi unnið að
rannsóknum á vindorkunni og hefur
kynnt hugmyndir að vindorkugörð-
um við Búrfell og Blöndulón. Fleiri
orkufyrirtæki eru að reyna fyrir sér
á þessu sviði og nokkur sjálfstæð
vindorkufélög eru að kanna mögu-
leikana eða hafa tryggt sér aðstöðu,
sum með beinum stuðningi stórra er-
lendra fyrirtækja, meðal annars
framleiðenda vindmylla.
MMikil gerjun í beislun … »26-28
Ráða ekki við vindorkuver
Vegna lélegs flutningskerfis raforku gæti Landsnet þurft að synja virkjunum á
vesturhluta landsins um tengingu við kerfið Mörg fyrirtæki vilja beisla vindinn
Nægur markaður?
» Til þess að hægt sé að selja
alla þá orku sem framleidd
verður í áformuðum vindorku-
verum þarf nýja starfsemi.
» Zephyr stefnir að því að
selja orkuna til erlendra tækni-
fyrirtækja sem vilja gjarnan
nýta græna orku. Móðurfélagið
í Noregi hefur byggt vindorku-
garða sem selja alla framleiðsl-
una til Google og álvers.
Ný könnun Zenter fyrir Strætó
bs. bendir til að einn af hverjum
tuttugu íbúum á höfuðborgarsvæð-
inu taki strætó daglega. Hefur hlut-
fallið lítið breyst síðustu ár.
Guðmundur Heiðar Helgason,
upplýsingafulltrúi Strætó, segir
kannanir á ferðavenjum benda til
þess að hlutfall fólks sem notar
Strætó daglega hafi náð hámarki.
Þá miðað við núverandi aðstæður.
Hlutfallið virðist enda stöðugt. »24
Morgunblaðið/Valli
Í borginni Gengið inn í vagninn.
Hlutfall Strætó
hefur lítið breyst
Vatnsmýrin skartaði sínu fegursta í vorveðrinu sem höfuð-
borgarsvæðið bauð upp á, þegar ljósmyndari Morgunblaðsins
flaug yfir svæðið.
Sést glöggt sú mikla uppbygging sem átt hefur sér stað í
nágrenni Reykjavíkurflugvallar á síðustu árum, þar sem ný-
byggingar á Valssvæðinu liggja að vellinum á vinstri hönd og
Vísindagarðar Háskóla Íslands blasa við á hægri hönd. Mitt á
milli liggur svo flugvöllurinn sjálfur, að minnsta kosti enn um
sinn.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Vorblíða í Vatnsmýri frá Valssvæði til Vísindagarða