Morgunblaðið - 16.05.2019, Page 4

Morgunblaðið - 16.05.2019, Page 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. MAÍ 2019 Hefur þú prófað nýju kjúklingasteikurnar? NÝTT OG SPENNANDI FRÁ HOLT A Höskuldur Daði Magnússon hdm@mbl.is „Það er mikil bið í brennsluaðgerðir á hjarta og ákveðið áhyggjuefni hvað sá biðtími er langur,“ segir Hlíf Steingrímsdóttir, framkvæmda- stjóri lyflækningasviðs Landspítala Íslands. Í nýbirtum tölum Landspítala kemur fram talsverð fjölgun þeirra sem eru á biðlista eftir aðgerð á hjartaþræðingarstofu spítalans. Hinn 10. apríl síðastliðinn höfðu 365 manns beðið eftir aðgerð lengur en þrjá mánuði og hafði þeim fjölgað um 5% miðað við sama tíma í fyrra. Hlutfall sjúklinga sem beðið hefur eftir aðgerð á hjartaþræðingarstofu lengur en í þrjá mánuði hefur aukist úr 65% í 77% milli ára. Að sögn Hlíf- ar eru gerðar ýmiss konar aðgerðir á hjartaþræðingarstofu; hjarta- þræðingar, hjartabrennsluaðgerðir og aðgerðir á hjartalokum svo eitt- hvað sé nefnt. Lengstu biðlistarnir eru í brennsluaðgerðir. Fjárframlög sem duga skammt Fram kom í Morgunblaðinu í lið- inni viku að Davíð O. Arnar, yfir- læknir hjartalækninga, telur ástandið ekki viðunandi. „Við erum nú að vinna niður nokkurra ára upp- safnaðan vanda,“ sagði Davíð. „Við getum tekið á þessu vandamáli en verðum að fá áfram fjármagn til að geta aukið fjölda aðgerða. Ef það tekst er ég jákvæður á að eftir 18-24 mánuði verði biðlistar komnir í jafn- vægi og biðtími orðinn eðlilegur. Til þess þurfum við að gera 150-200 gáttatifsbrennslur á ári,“ sagði Dav- íð sem telur að 3-6 mánuðir geti tal- ist eðlilegur biðtími. Um sex þúsund Íslendingar hafa greinst með gátta- tif. Greint var frá því á vef heilbrigð- isráðuneytisins í byrjun apríl að verja ætti 840 milljónum króna í for- gangsaðgerðir í ár. Þar kom fram að framkvæma ætti brennsluaðgerðir vegna gáttatifs fyrir svipaða upp- hæð og varið var til þræðinga og kransæðavíkkana í samskonar átaki í fyrra. Heilbrigðisráðuneytið hefur ekki svarað fyrirspurn Morgun- blaðsins um það hversu hárri upp- hæð verði varið í brennsluaðgerðir vegna gáttatifs í umræddu átaki. Hlíf segir í samtali við Morgun- blaðið að óskað hafi verið eftir að bæta við í átaki allt að 100 aðgerðum árið 2019 til að vinna bug á biðlistum en fengist hafi viðbótarfjármagn til að gera sjö aðgerðir umfram það sem gert var á síðasta ári sem dugi skammt til að vinna á þessum vanda. Aðgerð hentar þeim yngri Flestir sem fá gáttatif eru komnir yfir miðjan aldur en þó er vel þekkt að yngra fólk fái takttruflunina. Brennsluaðgerð hentar oft mjög vel gegn gáttatifi hjá þeim sem yngri eru. Aðrir áhættuþættir gáttatifs eru sjúkdómar eins og háþrýst- ingur, hjartabilun, sykursýki, offita og kæfisvefn. Vildu gera 100 aðgerðir en fengu aðeins 7  Langur biðtími eftir brennsluað- gerðum vegna gáttatifs  Áhyggjuefni Morgunblaðið/Ásdís Skurðaðgerð Bið eftir brennsluað- gerðum vegna gáttatifs lengist. Langir biðlistar » Um 200 manns eru nú á bið- lista eftir brennslu vegna gátta- tifs og álíka stór hópur bíður eftir brennslu vegna annarra hjartsláttartruflana. Biðtíminn er nú allt að tveimur árum. » Um sex þúsund Íslendingar hafa greinst með gáttatif. » Óskað var eftir fjármagni til að gera 100 viðbótaraðgerðir í ár en fé fékkst til að gera sjö. Dagurinn eftir mikla gleði er oft ekki alveg jafn skemmtilegur og sjálfur gleðidagurinn. Línan úr væntanlegu sigurlagi Eurovision í ár „þynnkan er endalaus“ átti vel við hjá sumum Íslendinganna í Tel Aviv í gær. Væntanlegu sigurlagi segi ég upphátt á meðan ég skrifa því „Hatrið mun sigra“ hefur flogið upp listann hjá veðbönkum eftir frammistöðuna á þriðjudags- kvöldið. Þegar þetta er skrifað er laginu spáð fimmta sæti og ég sé ekkert því til fyrirstöðu að við end- um ofar en það í úrslitunum. 1999, 2009 og 2019? Lendum við í öðru sæti á tíu ára fresti eða stígum við skrefið til fulls á laugardag? Eftir ósvikinn fögnuð á sund- laugarbakkanum við hótelið í Tel Aviv aðfaranótt miðvikudags gátu flestir krakkanna í Hatara hvílt lú- in bein í gær þar sem margir lágu á sundlaugarbakkanum, þar sem þeir höfðu fagnað einhverjum klukkustundum áður. Gærdagurinn var þó ekki bara nýttur í það að liggja í leti. Ísra- elskur Íslandsvinur bauð til veislu í gamla bænum í Tel Aviv í gær- kvöldi, þangað sem Íslendingum á svæðinu var boðið. Ég ræddi við Ísraelann Orra Dror, sem lýsti yfir hrifningu sinni á Íslandi. Hann og eiginkona hans giftu sig á Íslandi, hann er að læra íslensku og talar nokkur orð og þau hjónin stefna á að flytja á Frónið. Í dag tekur alvaran aftur við þegar undirbúningur Hatara fyrir úrslitin hefst. Einnig kemur í kvöld í ljós hvaða tíu lög úr seinni undan- riðlinum, sem sérfræðingar telja mun sterkari en þann fyrri, komast í úrslitin. Þar eru nokkur framlög sem þykja líkleg til árangurs og heyrst hefur að Svíar og Hollend- ingar séu farnir að undirbúa það að halda keppni að ári. Dramb er falli næst segi ég nú bara og vona að keppnin fari ekki fram í Malmö eða Rotterdam vorið 2020. Skemmtilegra væri ef hún yrði á Ísafirði. Morgunblaðið/Eggert Eurovision Orri Drór og Yael Bar Cohen héldu partí í gærkvöldi þar sem Íslendingum var boðið. Lognið á undan storminum  Undirbúningur fyrir úrslitakeppnina í Tel Aviv Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Krón- unnar, segir að verslanir Krónunnar séu byrjaðar að undirbúa sig fyrir aukna sölu um helgina í ljósi þess að Ísland keppir til úrslita í Eurovision á laug- ardaginn. „Við búumst við því að það verði keypt meira af grillkjöti og meira af snakki,“ segir Gréta. „Við erum algjörlega byrjuð að undirbúa þetta. Þetta er bæði gott fyrir verslanir og líka fyrir þjóð- arsálina.“ Sigrún Ósk Sigurðardóttir, yfirmaður sölu- og þjónustusviðs ÁTVR, segir að Vínbúðirnar geri ekki ráðstafanir fyrir helgina. „Það verður kannski meira að gera en ég held að við ráðum alveg við það,“ segir Sigrún. AUKIN SALA UM HELGINA Grill Það verður eflaust veisla hjá mörgum um helgina. Grillkjöt og snakk aukið MORGUNBLAÐIÐ Í TEL AVIV Jóhann Ólafsson blaðamaður Eggert Jóhannesson ljósmyndari Opnuninni fagnað með Elvis Morgunblaðið/Árni Sæberg Glatt var á hjalla þegar Hrafnista við Laugarás vígði formlega stærstu dagþjálfunardeild lands- ins fyrir einstaklinga með heila- bilun að viðstöddum Degi B. Egg- ertssyni borgarstjóra og Svandísi Svavarsdóttur heilbrigðisráð- herra. Deildin nefnist Viðey, en þar er hægt að veita 30 manns dagþjálfun vegna heilabilunar. Pétur Magnússon, forstjóri Hrafnistu, segir að heilabilun hafi stundum verið líkt við faraldur sem gangi yfir hinn vestræna heim. „Og biðlistar eftir úrræðum fyrir einstaklinga með heilabilun hafa því miður verið að lengjast á undanförnum misserum,“ segir Pétur, en hátt á annað hundrað manns sem greinst hafa með sjúkdóminn eru nú á biðlista eftir dagdvalarrými á höfuðborg- arsvæðinu. „Þetta er því mjög kærkomin viðbót við þá faglegu þjónustu sem einstaklingar með heilabilun þurfa á að halda hér á úsdóttir hafa undanfarinn áratug heimsótt um 2.500 staði fyrir aldraða og sungið fyrir þá undir merkjum verkefnisins Elligleði. landi.“ Boðið var upp á tónlistar- atriði, þar sem tenórsöngvarinn Stefán Helgi Stefánsson brá sér í líki rokkgoðsins Elvis Presley, en Stefán og Margrét Sesselja Magn-

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.