Morgunblaðið - 16.05.2019, Síða 22

Morgunblaðið - 16.05.2019, Síða 22
22 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. MAÍ 2019 atvinnuþróunar borgarinnar við fyr- irspurn borgarráðsfulltrúa Sjálfstæð- isflokks um byggingaráform á Keldnasvæðinu í tengslum við kjara- samninga. Þar kemur fram að í aðalskipulagi Reykjavíkur 2010-2030 sé svæðinu skipt í tvo hluta. Annars vegar mið- svæði og hins vegar íbúðabyggð. Fyrst og fremst er gert ráð fyrir verslunum og skrifstofum á miðsvæð- inu. Áætluð uppbygging atvinnu- húsnæðis er 50 þúsund fermetrar. Uppbygging atvinnuhúsnæðis verður að skipulagstímabili loknu, 2030. Á efri hluta svæðisins er gert ráð fyrir íbúðarbyggð, allt að 400 íbúðum. Ekki er óhugsandi að skipulaginu verði breytt og íbúðum fjölgað á kostnað atvinnuhúsnæðis. Í Keldnaholti sé fyrst og fremst gert ráð fyrir verslunum og skrif- stofum á miðsvæðinu. Ekki er gert ráð fyrir íbúðarhúsnæði, hótelum eða matvöruverslunum. Áætluð aukning atvinnuhúsnæðis 100 þúsund fer- metrar. Stærsti hluti aukningar at- vinnuhúsnæðis er að skipulags- tímabili loknu, þ.e. eftir 2030. „Viðræður hafa verið við ríkið um svæðið í mörg ár, en þær viðræður hafi alltaf strandað á tvennu. Í fyrsta lagi hafi ríkið viljað fá hámarksverð fyrir landið líkt og lög kveði á um og því hafi ekki gengið upp að hafa þar félagslega blöndun með ódýrara hús- næði. Þá hafi samgöngur þurft að ganga upp sem þær geri ekki miðað við stöðuna í dag. Ljóst er að mark- vissar samgöngur með tilkomu borg- arlínu munu gera þennan kost fýsi- legri,“ segir í svarinu. Ríkissjóður Íslands hefur gert tvo samninga við sveitarfélög með ábata- skiptasamkomulagi. Fyrri samning- urinn var gerður við Reykjavíkur- borg í mars 2013 um sölu á landi við Skerjafjörð og sá seinni í apríl 2017 við Garðabæ um sölu á jörðinni Vífils- stöðum. Samningur um Keldur og Keldnaholt gæti orðið þriðji í röð slíkra samninga. Í maí 2017 lagði Sigurður Ingi Jó- hannsson, formaður Framsóknar- flokksins, þá spurningu fyrir Bene- dikt Jóhannesson, þáverandi fjár- málaráðherra, hvort Reykjavíkur- borg stæði til boða að kaupa land Keldna og Keldnaholts á sömu kjör- um og Garðabær keypti land Vífils- staða. „Viðræður hafa verið við Reykja- víkurborg með hléum um langt skeið vegna áhuga borgarinnar á landi rík- isins við Keldur og Keldnaholt,“ sagði í svari fjármálaráðherra. Ríkið fékk ábata af sölu Afstaða ríkisins hafi ávallt verið sú að það sé reiðubúið að ganga til samninga við borgina um sölu á um- ræddum landsvæðum enda henti þau að mati ríkisins mjög vel til uppbygg- ingar jafnt íbúðarbyggðar sem at- vinnusvæða. Ríkið hafi ítrekað lagt til að gerður yrði svokallaður ábata- skiptasamningur um landsvæði ríkis- ins á svæðinu þar sem ábata af sölu á byggingarrétti yrði skipt milli ríkis og sveitarfélags,“ sagði m.a. í svari ráðherrans. Samningurinn um Vífilsstaða- landið var undirritaður af Benedikt Jóhannessyni fjármálaráðherra og Gunnari Einarssyni, bæjarstjóra Garðabæjar, í apríl 2017. Umsamið grunnkaupverð var 558,6 milljónir króna. Til viðbótar við rétt til grunn- kaupverðs átti seljandi (ríkið) rétt á greiðslum vegna hlutdeildar í ábata af sölu alls byggingaréttar á til- greindum svæðum. Hlutdeild ríkisins í skiptingu ábatans var 60% af sölu- verði byggingaréttar en hlutdeild Garðabæjar var 40%. Byggingarland á góðum stað  Viðræður eru hafnar um kaup Reykjavíkur á landi Keldna og Keldnaholts  Ríkið er tilbúið að selja landið með því skilyrði að fá ábata af uppbyggingunni  Verði íbúðabyggð og atvinnuhúsnæði Yfirlitsmynd Rauðu línurnar afmarka landið. Land Keldna er merkt A2, A3, B1 og B2. Land Keldnaholts merkt A1. Keldnalandið liggur á milli Vesturlandsvegar, neðst á myndinni, og Húsa- og Foldahverfis í Grafarvogshverfi. Alls 117 hektarar » Landsvæði ríkisins við Keld- ur er um 86 hektarar og Keldnaholt er um 31 hektari að stærð. » Alls eru þetta því 117 hekt- arar byggingarlands. » Ríkið er reiðubúið til við- ræðna við Reykjavíkurborg um að selja allt þetta land. » Borgin telur hins vegar að umferðarmannvirki í nágrenn- inu anni ekki aukinni umferð. Því geti uppbygging ekki hafist fyrr en búið er að leggja borg- arlínu. FRÉTTASKÝRING Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Land Keldna og Keldnaholts hefur verið í umræðunni í áratugi sem mögulegt byggingarland í Reykjavík. Það kemur ekki á óvart enda landið vel í sveit sett. Á Keldnalandi er mögulegt að reisa íbúðabyggð í halla á móti suðri. Fram kom í frétt í Morgunblaðinu fyrr í þessum mánuði að viðræður væru hafnar milli ríkisins og Reykja- víkurborgar um kaup borgarinnar á landinu. Þær eru á frumstigi. Um er að ræða mikið byggingarland, sunn- an við Folda- og Húsahverfi í Grafar- vogi. Mögulegt er talið að allt að fimm þúsund manna byggð verði í Keldna- landi. Landsvæði ríkisins við Keldur og í Keldnaholti er alls 117 hektarar. Rík- ið er reiðubúið til viðræðna um að selja allt þetta land, samkvæmt upp- lýsingum frá fjármálaráðuneytinu. Að sögn ráðuneytisins liggur ekki fyrir nýlegt verðmat á Keldnalandi og Keldnaholti enda sé verðmæti landsins mjög háð skipulagi og mögu- legri nýtingu þess. Tengist lífskjarasamningi Í yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar vegna lífskjarasamninganna á dög- unum var kafli um ráðstöfun ríkislóða fyrir íbúðir, þar á meðal fyrir leigu- markað. Átakshópur ríkisstjórnarinnar um húsnæðismál, sem skilaði skýrslu í janúar sl., taldi að Keldur og eftir at- vikum Keldnaholt gætu nýst sem byggingarland þar sem m.a. ákveðinn hluti íbúða yrði hagkvæmar leigu- íbúðir fyrir tekjulága og einnig al- mennar íbúðir og veittur yrði af- sláttur af lóðarverði. Aðrar lóðir yrðu seldar á markaðsvirði. Lagði hópurinn til að ríki og Reykjavíkurborg kæmust að sam- komulagi um að hefja skipulagningu Keldnalands sem fyrst. Á fundi borgarráðs 9. maí sl. var lögð fram umsögn skrifstofu eigna og Rafstilling ehf Dugguvogi 23, 104 Reykjavík, sími 581 4991, rafstilling@rafstilling.is Opið mán.-fim. 8-12 og 13-18, fös. 8-14 Hröð og góð þjónusta um allt land Áratug a reynsla Startar bíllinn ekki? Við hjá Rafstillingu leysum málið m. Lítil og létt loftpressa. Kemur með fjórum stútum sem passa á dekk, bolta, vindsængur og fleira. REDLITHIUM-ION™ rafhlaða. Sveigjanlegt rafhlöðukerfi sem virkar með öllum Milwaukee® M12™ rafhlöðu Verð 16.900 kr. (án rafhlöðu) M12 Inflator Alvöru loftpressa fráMilwaukee vfs.is VERKFÆRASALAN • SÍÐUMÚLA 9, REYKJAVÍK • DALSHRAUNI 13, HAFNARFIRÐI • DALSBRAUT 1, AKUREYRI • S: 560 8888

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.