Morgunblaðið - 16.05.2019, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 16.05.2019, Blaðsíða 34
34 FRÉTTIRErlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. MAÍ 2019 Ágúst Ásgeirsson agas@mbl.is Mótorinn er úr vegavinnuvél, væng- irnir úr striga, hjólin fengin að láni úr tvíhjóla léttivagni. Hér er átt við flugvél sem poppkornssali í Pakistan smíðaði sér og hefur framtak hans náð augum og eyrum flughers lands- ins. Saga Muhammad Fayyaz hefur fangað hug og hjörtu fjölda sam- borgara hans, í landi þar sem millj- ónir manna hafa takmarkaðan að- gang að menntun en reyna samt að freista gæfunnar og nýta tækifæri sem bjóðast til betra lífs. „Ég var bókstaflega í loftinu, ég fann ekkert fyrir öðru,“ sagði Fa- yyaz um fyrsta flugið í flugvélinni sem hann smíðaði upp úr teikningum sem hann fann á veraldarvefnum og bútum úr sjónvarpsmyndum. Sælustraumar hafa áður farið um Pakistana sem eiga því að venjast að upp spretti undrabörn og gáfnaljós úr ýmsum kimum landsins og öðlist stundarfrægð. Til að mynda verk- fræðingur sem sagðist árið 2012 hafa fundið upp bíl sem ganga myndi fyrir vatni í stað olíu og bensíns. Vísinda- menn hröktu kenningu hans um síð- ir. Fayyaz stendur á því fastar en fót- unum að hann hafi flogið og sér flug- herinn ekki ástæðu til annars en veita vélinni athygli. Fulltrúar hers- ins hafa heimsótt Fayyaz margsinnis og gefið út vottorð þar sem framtak hans er lofað, að sögn poppkornssal- ans. Stöðugur straumur fólks hefur legið að heimili hans til að skoða sköpunarverkið sem Fayyaz varð- veitir í forgarði þriggja herbergja heimilis síns í þorpinu Tabur í miðju Punjab-héraði. Dreymir um þotu Hinn 32 ára gamli kaupsýslumað- ur segist hafa átt þann draum í æsku að ganga í flugherinn. Faðir hans hafi hins vegar dáið er piltur var í grunnskóla og það varð til þess að hann hætti námi því hann þurfti að vinna fyrir heimilinu; ala önn fyrir móður sinni og fimm yngri systk- inum. Flugáhugi hans dvínaði ekki með aldrinum og hann ákvað dag nokk- urn að taka þá áhættu að láta draum- inn um að fljúga rætast. Lagði hann allt í sölurnar til að skapa og smíða sína eigin flugvél. Á daginn seldi hann poppkorn og vann sem öryggis- vörður á kvöldin og sparaði hverja einustu rúpíu sem unnt var. Hann varð að byrja á því að afla sér upplýs- inga um flugför. Byrjaði hann á að skoða þætti sjónvarpsstöðvar Nat- ional Geographic um flugslys og rannsókn þeirra og öðlaðist þar skilning á kný, loftþrýstingi, og snúningsátaki skrúfu. Til að fylla upp í eyðurnar notaðist hann við ódýran aðgang að internetinu í ná- lægri borg. Kvaðst Fayyaz hafa splæst saman teikningar af flug- vélum til að skapa sína eigin flugvél. Til að fjármagna smíðina seldi hann hluta af landareign fjölskyld- unnar og tók til viðbótar 50.000 rúpíu smálán sem hann er enn að borga niður, en lánsupphæðin svaraði til rúmra 42.000 króna. Sjóði sína brúk- aði hann til kaupa á efni til flugvél- arsmíðinnar. Hann keypti striga- sekki í heildsölu og fékk síðan góðhjartaðan verkstæðismann til að smíða fyrir sig skrúfuna á flugvélina. Þeir kynntust er sá fyrrnefndi var að skrapa saman smíðaefni hjá fólki. Þeir prófuðu sig áfram uns æski- legur árangur náðist. Sumt af búnaði flugvélarinnar þurfti því að skipta um, hönnun að breyta og víra- og leiðslulagnir endurskoða og hagræða öðruvísi en upphaflega var ætlunin. Fjölskyldu Fayyaz hefur ekkert litist á blikuna og óttaðist hugfjötra fyrirvinnunnar. „Ég lagði alltaf að honum að hætta. Sagði honum að helga sig fremur fjölskyldunni og vinnunni, hann væri orðinn vitstola út af engu. En hann hlustaði ekki og tók ekkert mark á mér,“ rifjar móðir hans, Mumtaz Bibi, upp. Og Fayyaz hélt sínu striki og hafði á endanum smíðað flugvél – litla og brothætta og málaði hana í skærbláum lit. Læstur inni með gangsterum Í febrúar síðastliðnum, eftir meira en tveggja ára aðhlátur, kvaðst Fa- yyaz tilbúinn að flugprófa farartækið heimasmíðaða. Heldur hann því fram að vinir hans hafi lokað fyrir sig veg- arspotta sem hann brúkaði sem flug- braut til fyrsta flugsins. Er flugvélin hafi náð 120 km/klst hraða hafi hún losaði sig úr hlekkjum þyngdarafls- ins og lyft sér upp af flugbrautinni, sagði Ameer Hussain, sjónarvottur sem ók mótorhjóli samhliða flygild- inu í flugtaksbruninu, við AFP- fréttastofuna. „Hún var 60-75 senti- metra yfir jörðinni og flaug tvo til þrjá kílómetra áður en hún lenti,“ sagði Hussain, en fréttastofunni hef- ur ekki tekist að sannreyna vitnis- burð hans. Flugið hafði heppnast það vel að Fayyaz vildi gera aðra tilraun frammi fyrir þorpsbúum í Tabur sem margir hverjir skopuðust að við- fangsefni hans. Hann valdi 23. mars, þjóðhátíðar- dag Pakistans, til að frumsýna flug- vélina. Að sögn lögreglu söfnuðust hundruð manns að húsi hans og margir þeirra héldu á þjóðfána. En áður en Fayyaz gat svo mikið sem gangsett hreyfilinn stormaði lög- reglan á vettvang, handtók flugvélarsmiðinn og gerði sköp- unarverk hans upptækt. „Mér leið eins og ég hefði drýgt einhvern mesta glæp í sögunni, og fannst ég vera versta manneskjan í Pakistan. Mér var stungið í steininn og læstur inni með glæpamönnum,“ sagði hann. Dómstóll leysti hann úr haldi og dæmdi til sektar, 3.000 rúpí- ur, eða sem svarar 2.300 krónum. Í heimsókn AFP-fréttastofunnar á lögreglustöðina fékk hún þau svör að Fayyaz hefði verið handtekinn þar sem flugvél hans varðaði við öryggi landsins; af henni stafaði ógn. „Hon- um var afhent flugvél aftur til vitnis um velvilja lögreglunnar. Verði hann sér úti um flugréttindi er honum frjálst að fljúga henni,“ sagði Zafar Iqbal lögregluforingi. Hin illu örlög Fayyaz leiddu til skjótrar og mikillar frægðar á sam- félagsmiðlum. Netverjar sumir sögðu hann „hetju“ og hvetjandi fyr- irmynd. Fulltrúar flughersins hafa heimsótt hann tvisvar og skoðað flugvélina í krók og kring. Yfirmaður flugherstöðvar í nágrenninu gaf út vottorð þar sem Fayyaz er hrósað fyrir „ástríðu og handlagni“ við smíði þess sem hann kallar „örsmáa grundvallarflugvél“. Poppkornssali smíðaði sér flugvél AFP Áhugi Muhammad Fayyaz útskýrir flugvélarsmíðina fyrir gestum og gangandi við heimili sitt í Tabor í Pakistan.  Pakistani fullyrðir að flugvél sín hafi flogið þótt ekki hafi tekist að sannreyna það  Handtekinn þegar hann ætlaði að sýna flugvélina opinberlega  Hlaut skjóta frægð á samfélagsmiðlum Draumur Fayyaz má ekki fljúga vélinni því hann er réttindalaus. Demparar og gormar Fjöðrunarbúnaður Opið mánudaga til fimmtudaga kl. 7.45-17.00, föstudaga kl. 7.45-16.00 Flatahrauni 7 | 220 Hafnarfirði | Sími 565 1090 | www.bjb.is SAMEINUÐ GÆÐI Smart lands blað Fylgir Morgunblaðinu föstudaginn 31. maí Í Smartlandsblaðinu verður fjallað um tískustrauma í fatnaði, förðun, snyrtingu, sólar- kremum, sólgleraugum, sumarskóm og sundfatnaði PÖNTUN AUGLÝSINGA: Til kl. 16 mánudaginn 27. maí NÁNARI UPPLÝSINGAR GEFUR: Katrín Theódórsdóttir Sími: 569 1105 kata@mbl.is –– Meira fyrir lesendur SÉRBLAÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.