Morgunblaðið - 16.05.2019, Blaðsíða 39
Ríkisstjórnin er
sigri hrósandi yfir því
að fullrúar EFTA-
ríkjanna og ESB
gera ekki athuga-
semdir við þau áform
stjórnarinnar að sam-
þykkja þriðja orku-
pakkann inn í EES-
samninginn og láta
samt hjá líða að upp-
fylla allar skuldbind-
ingar sem pakkanum fylgja.
Meirihluti utanríkisnefndar virðist
trúa því að yfirlýsingar viðkom-
andi stjórnvalda hafi leyst allan
vanda og nú sé ekkert eftir nema
fallast á að innleiða þriðja orku-
pakkann í EES-samninginn. En
það er bara ekki svo einfalt.
Það má vel vera að yfirlýsingar
EFTA og ESB merki að stjórn-
völd í þessum ríkjum geti síður
stefnt Íslandi fyrir innleiðingar-
brot. En það virðist hafa stein-
gleymst að slíkar yfirlýsingar
skerða ekki rétt hagsmunaaðila á
EES-svæðinu sem byggja sinn
rétt á sjálfum EES-samningnum.
Láti þeir reyna á sinn rétt mun
EFTA-dómstóllinn dæma eftir
innihaldi EES-
samningsins. Þar
koma einhliða fyr-
irvarar og pólitískar
yfirlýsingar ekki við
sögu enda væri þá
orðið lítið hald í EES-
samningnum.
Þriðja orkupakk-
inn leggur miklar
skyldur á ríkið
Ríkinu verður með-
al annars skylt að
„ryðja úr vegi hindr-
unum fyrir millilandatengingum“.
Svíkist stjórnvöld um í þeim efn-
um veldur það tjóni fyrir þá sem
vilja selja orku um sæstreng og
einnig þá sem vilja reka slíkan
sæstreng. Orkustofnun verður
óháð innlendum stjórnvöldum og
skal hún meðal annars „afnema
takmarkanir í viðskiptum með raf-
magn milli aðildarríkjanna“. Einn-
ig skal Orkustofnun „ákvarða eða
samþykkja, í samræmi við gagn-
sæjar viðmiðanir, gjaldskrár fyrir
flutning og dreifingu eða að-
ferðafræði þeirra“. Flutnings-
kerfið er í eigu þjóðarinnar sem
hefur fórnað undir það jarðnæði
og eflaust meira en hundrað millj-
örðum. Er óhætt að framselja vald
Mun forseti Íslands skrifa upp á
óútfylltan víxil á þjóðina?
Eftir Frosta
Sigurjónsson
Frosti Sigurjónsson
» Forseti Íslands þarf
sem kunnugt er að
staðfesta alla milliríkja-
samninga og líka breyt-
ingar á þeim.
Höfundur er rekstrarhagfræðingur
og fv. þingmaður.
yfir því til stofnunar sem lýtur
ekki innlendri stjórn? Einnig skal
veita einkaorkuverum aðgang að
flutningskerfinu á sama verði og
býðst virkjunum í okkar eigu.
Kalli það eftir aukinni burðargetu
flutningsnetsins skal fjárfest í
þeirri aukningu á kostnað allra
sem nota netið. Hvað gæti það
kostað okkur? Svo mætti lengi
telja því orkupakkanum fylgja
mjög víðtækar skyldur sem varða
mikla hagsmuni og veita einkaað-
ilum í raforkugeiranum mikil rétt-
indi.
Milljarðakröfur gætu stofnast
á hendur ríkinu
Þeir sem vilja virkja hér á landi
eiga mikla hagsmuni af því að
hingað komi sæstrengur því þá
hækkar raforkuverð til muna. Sæ-
strengsfyrirtæki hafa lengi haft
áhuga á að tengja Ísland við orku-
markað ESB. Ice-link hefur verið
á lista ESB yfir mikilvæga innviði
sem geta fengið styrki af hálfu
sambandsins. Að Ice-link-
verkefninu standa Landsnet og
National Grid, alþjóðlegt fyrirtæki
sem rekur marga sæstrengi. Nat-
ional Grid stendur vart að 800
milljarða verkefni bara til gamans.
Mögulegt tjón slíks aðila af því að
Ísland innleiði ekki þriðja orku-
pakkann að fullu gæti hæglega
numið milljörðum eða jafnvel tug-
um milljarða. Ekki er að sjá að
áhættuþættir af þessum toga hafi
verið kannaðir af hálfu stjórvalda
eða Alþingis. Utanríkisráðuneytið
hefur reyndar látið kanna ýmsa
aðra þætti málsins. Carl Bauden-
bacher, fyrrverandi dómari við
EFTA-dómstólinn, var fenginn til
að fjalla um þá leið að óska und-
anþágu frá sameiginlegu EES-
nefndinni. Hans niðurstaða var að
sú leið væri fær eins og menn
vissu raunar fyrir. Gagnlegra
hefði samt verið að fá álit Carls á
því hvort einhliða fyrirvarar af
hálfu Íslands væru líklegir til að
halda fyrir EFTA-dómstólnum.
Lausnin blasir við
Til að útiloka tjón þurfa þing-
menn að vísa orkupakkanum aftur
til utanríkismálanefndar. Breyta
þarf þingsályktuninni á þann veg
að ríkisstjórninni verði aðeins
heimilt að samþykkja þriðja orku-
pakkann inn í EES-samningin eft-
ir að sameiginlega EES-nefndin
hefur fundað og veitt Íslandi
skýra undanþágu frá innleiðingu
pakkans í landsrétt. Slík undan-
þága ætti að vera auðsótt ef
marka má yfirlýsingar EFTA og
ESB um að pakkinn hafi afar tak-
markaða þýðingu hér á landi.
Sameiginlega EES-nefndin fundar
reglulega og gæti því leyst málið á
skömmum tíma.
Að svo búnu gætu utanríkis-
ráðherrann og forseti Íslands
staðfest með undirskriftum sínum
að þriðji orkupakkinn sé orðinn
hluti af EES-samningnum. For-
setinn þarf sem kunnugt er að
staðfesta alla milliríkjasamninga
og breytingar á þeim. Verði ekk-
ert gert til að draga úr þeirri
áhættu sem hér gæti skapast,
hlýtur forsetinn að skoða málið
mjög rækilega áður en hann skrif-
ar undir. Að öðrum kosti væri
hann að samþykkja óútfylltan víxil
á þjóðina, þar sem fjárhæðirnar
gætu hlaupið á tugum milljarða.
39
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. MAÍ 2019
Nú eru fyrir at-
vinnuveganefnd Al-
þingis þrjú mál í
tengslum við sam-
þykki Íslands á þriðja
orkupakkanum. Það
fyrsta er mál um
breytingar á lögum
um Orkustofnun (OS);
annað er mál um
breytingu á þings-
ályktun um stefnu
stjórnvalda um uppbyggingu flutn-
ingskerfis raforku; og þriðja er mál
um breytingu á raforkulögum um
tilvísun í þá stefnu stjórnvalda.
Fyrsta málið, um breytingar á
lögum um OS, lýtur að auknu sjálf-
stæði raforkueftirlits OS. Einnig
hækkun sektarheimilda, sem munu
geta numið 10% af veltu fyrir-
tækja, og hækkun raforkueftirlits-
gjalds vegna aukinna skyldna raf-
orkueftirlits OS. Sjálfstæði
raforkueftirlits og annarra eftir-
litsstofnana hefur ekki verið ábóta-
vant í íslensku stjórnkerfi og er
hér um að ræða óeðlileg afskipti af
hálfu ESB, sem vega að sjálfstæði
íslenskrar stjórnsýslu.
Hin tvö málin snúast um að við
innleiðingu þriðja orkupakkans eru
stjórnvöld að reyna með íslenskri
löggjöf að tryggja að ekki verði
lagður sæstrengur til ESB nema
með samþykki Alþing-
is. Þetta er gert með
breytingu á raforku-
lögum, þar sem segir:
„Um tengingu raf-
orkukerfis landsins
við raforkukerfi ann-
ars lands í gegnum
sæstreng fer sam-
kvæmt stefnu stjórn-
valda um uppbygg-
ingu flutningskerfis
raforku.“ Málið er að
innan EES gilda
EES-lög, ekki íslensk
lög.
Stefna stjórnvalda um uppbygg-
ingu flutningskerfis raforku er
ákveðin með þingsályktun og því
þarf að breyta henni með nýjum
tölulið um að sæstrengur verði
ekki lagður nema með samþykki
Alþingis.
Ekki nægir því að setja lagafyr-
irvara við innleiðingu á sjálfum
þriðja orkupakkanum í íslenskan
rétt; það er þriggja ESB-gerða um
raforku og einni um Samstarfs-
stofnunina. Einnig á í íslenskum
lögum að kveða á um að sæstreng-
ur til ESB verði ekki lagður nema
með samþykki Alþingis. Hér eru
notuð bæði belti og axlabönd og
farið í lögfræðiloftfimleika. Stóra
málið er að til lengri tíma litið er
engin öryggisdýna þegar kemur að
því að Íslendingar spyrja sig hvort
þeir stjórni orkumálum sínum
sjálfir eða ekki. Ljóst er að fyrir-
hugaðar breytingar, á raforku-
lögum og þingsályktun um stefnu
stjórnvalda um uppbyggingu flutn-
ingskerfis raforku, falla utan gild-
issviðs raforkulaga. Ástæðan er að
gildissvið raforkulaga tekur „til
vinnslu, flutnings, dreifingar og
viðskipta með raforku á íslensku
forráðasvæði“. Millilandatengingar
falla utan gildissviðsins. Alþingi
getur ekki samþykkt breytingar
bæði á raforkulögum og á þings-
ályktun sem byggist á raforku-
lögum sem falla utan gildissviðs
þeirra laga.
Ísland er án orkustefnu, en
ákvörðun um grundvallarmál sem
sæstrengur til Evrópu er á ekki
heima í stefnu stjórnvalda um upp-
byggingu flutningskerfis raforku.
Sú stefna er samkvæmt raforku-
lögum einungis til fjögurra ára í
senn og felur ekki í sér grundvall-
arstefnumótun í orkumálum.
Þetta hafa stjórnvöld viður-
kennt. Haustið 2011 lagði ráðherra
fyrir Alþingi skýrslu, „Heildstæð
orkustefna fyrir Ísland“, með kafla
um sæstreng til flutnings raforku á
milli markaða.
Ferðamála-, iðnaðar- og nýsköp-
unarráðherra skipaði vorið 2018
starfshóp til að vinna orkustefnu
fyrir Ísland. Leggja á tillögur
hópsins fyrir Alþingi í byrjun árs
2020. Í erindisbréfi ráðherra, dags.
23. apríl 2018, kemur fram að í
orkustefnu þurfi áherslur stjórn-
valda að ná til ákveðinna þátta, þar
á meðal: Hugmynda um útflutning
raforku í gegnum sæstreng. Orku-
stefnan á að vera til 20-30 ára og
mun sæta reglulegri endurskoðun
(á 4-5 ára fresti). Af hverju sami
ráðherra vill að kveða skuli á um
ákvörðun um sæstreng í stefnu
stjórnvalda um uppbyggingu flutn-
ingskerfis raforku sem er til fjög-
urra ára, þegar hann hefur skipað
starfshóp til að fjalla um sama mál
í orkustefnu til 20-30 ára er óskilj-
anlegt.
Orkustefna ESB er forgangsmál
framkvæmdastjórnar ESB og er
hún gríðarlega umfangsmikil. Að-
almarkmið orkustefnu ESB er einn
samtengdur innri raforkumark-
aður, en markmiðum orkustefnu
ESB er komið í framkvæmd í
áföngum með orkupökkum, nú með
þriðja orkupakkanum. Evrópu-
þingið telur að með þriðja orku-
pakkanum sé lagður hornsteinn að
innri orkumarkaði ESB. Pakkinn
er að stórum hluta tæknileg mark-
aðslöggjöf en felur í sér grundvall-
arbreytingu með Samstarfsstofn-
uninni. Með innleiðingu orkustefnu
ESB með orkupökkunum án
ákvörðunar þjóðarinnar mun Ís-
land missa stjórn á orkumálum sín-
um til ESB.
Alþingi ætlar samtímis að sam-
þykkja þriðja orkupakkann og
skuldbinda Ísland að þjóðarétti til
að innleiða í landsrétt áfanga í
orkustefnu ESB og að setja máls-
grein inn í „stefnu stjórnvalda um
uppbyggingu flutningskerfis raf-
orku“ sem gengur gegn orkustefnu
ESB. Ekki er bæði samtímis hægt
að innleiða áfanga í orkustefnu
ESB og ákveða stefnu sem gengur
gegn henni.
Alþingi ætlar að lögtaka orku-
stefnu ESB án þess að Ísland hafi
mótað sína eigin orkustefnu. Ekki
nóg með það, stefnulaust Ísland
varðandi ákvörðun um sæstreng og
samtengingu við innri raforku-
markað ESB ætlar að taka upp í
landsrétt reglur ESB um raforku-
viðskipti yfir landamæri.
Þriðji orkupakkinn tekur við af
Landsréttarmálinu í sögu Alþingis,
enda er þar ónýtt ráðningarferli.
Skal engan undra að þjóðin treysti
ekki Alþingi Íslendinga.
Eftir Eyjólf
Ármannsson » Alþingi ætlar að
lögtaka orkustefnu
ESB án þess að Ísland
hafi eigin orkustefnu.
Með fyrirvörum skv.
raforkulögum sem falla
utan gildissviðs þeirra.
Eyjólfur Ármannsson
Höfundur er lögfræðingur LL.M.
eyjolfur@yahoo.com
Stefnulaust Ísland lögtekur orkustefnu ESB
Í starfi mínu sem
lögmaður hef ég kom-
ist að raun um að í
landinu hafa starfandi
embættismenn í
stjórnarráðinu og ýms-
um öðrum stofnunum
ríkisins miklu meiri
völd en stjórnskipun
okkar gerir ráð fyrir.
Með sanni má segja að
þessi hópur sé eins
konar ríki í ríkinu.
Fjölmörg dæmi eru um að þeir
hreinlega stjórni í bága við vilja og
fyrirmæli yfirmanna
sinna, sem eru auðvitað
ráðherrarnir sjálfir.
Margir ráðherrar virð-
ast hreinlega óttast
þetta heimaríka fólk og
láta því undan því, þeg-
ar taka þarf ákvarðanir
eða hrinda þegar tekn-
um ákvörðunum í
framkvæmd.
Jafnframt hafa
margir á orði að stjórn-
un á embættismönnum
sé einatt lítil sem eng-
in. Ef þeir sinni ekki
störfum sínum séu þeir ekki reknir,
eins og almennt tíðkast í rekstri fyr-
irtækja, heldur komið þægilega fyr-
ir og einhver annar ráðinn til að
sinna hinum nauðsynlegu verk-
efnum. Í lögum hefur réttarstöðu
embættismanna verið komið fyrir
með þeim hætti að nær ógerlegt er
að losna við þá þó að þeir vinni ekki
vinnuna sína.
Það er löngu tímabært að stjórn-
málamenn í landinu taki höndum
saman um að hrinda ólögmætu of-
urvaldi embættismanna. Okkar lýð-
ræðislega stjórnskipun gerir ráð
fyrir að pólitískir ráðherrar stjórni í
ráðuneytum. Þeir sækja umboð sitt
til þjóðarinnar og bera ábyrgð gagn-
vart henni á meðferð valds síns. Það
hlýtur að vera sameiginlegt áhuga-
mál þeirra, hvar í flokkum sem þeir
standa, að koma fram umbótum á
þessu þýðingarmikla sviði. Þær
myndu leiða til skýrari ábyrgðar og
verulegrar lækkunar á kostnaði við
að halda úti embættismannakerfi,
sem að hluta sinnir ekki störfum
sínum á forsvaranlegan hátt og þarf
ekki að bera ábyrgð á verkum sín-
um. Almenningur myndi hrópa
húrra fyrir stjórnmálamönnum sem
sýndu áræði og samstöðu sín í milli
um að bæta úr þessu ástandi.
Ég leyfi mér því að skora á for-
ystumenn í stjórnmálum að taka nú
höndum saman um umbætur með
lagasetningu á þessu málasviði. Þær
myndu snerta hagsmuni þeirra
allra. Þeir gætu því sett til hliðar
hanaslaginn milli flokkanna, þegar
þeir tækju höndum saman um að
sinna þessu verðuga verkefni.
Eftir Jón Steinar
Gunnlaugsson » Það er löngu tíma-
bært að stjórnmála-
menn í landinu taki
höndum saman um að
hrinda ólögmætu of-
urvaldi embættis-
manna.
Jón Steinar
Gunnlaugsson
Höfundur er lögmaður.
Ríki í ríkinu