Morgunblaðið - 16.05.2019, Blaðsíða 53

Morgunblaðið - 16.05.2019, Blaðsíða 53
Allt heilgrillað með hýðinu á. Grillið vel á öllum hliðum. Þegar þetta er tilbúið takið þá hýðið af grænmetinu, (kjarnhreinsið papr- ikuna) og skerið allt fínt. Setjið í skál og dreypið ólífuolíu saman við, saltið og piprið. Miðausturlanda-Kebab: 500 gr nautahakk 1 stk. laukur fínt skorinn 2-3 tsk. Ras el Hanut Kryddhússins 1 tsk. Mynta, þurrkuð, frá Kryddhúsinu lúkufylli af fíntskorinni steinselju salt og pipar aðeins af ólífuolíu Allt blandað saman í skál og látið hvíla inni í kæli í a.m.k. 30 mín áður en sporöskjulaga bollur eru mótaðar utan um grillspjót. Grillað á heitu grilli. Grillaðar Záatar lefsur: 5 dl hveiti 2.5 dl AB mjólk 1 msk. sýróp ½ tsk. hjartarsalt aðeins salt Allt sett í skál og blandað vel sam- an. Mótið 6-8 stk., 1 cm þykkar lummur úr deiginu. Grillið á heitu grilli í u.þ.b. 4 mín á hvorri hlið. 2 msk. Záatar kryddblanda Krydd- hússins blandað saman við u.þ.b. 2-4 msk. af ólífuolíu og penslað á lefs- urnar þegar þær eru tilbúnar. Kryddað ofnbakað blómkál: 1 stór (eða 2 litlir) blómkálshaus settur á hvolfi í pott með sjóðandi heitu vatni og soðið í a.m.k. 8 mín (fer eftir stærð blómkálsins). Takið úr vatninu eftir suðu og látið standa þannig að vatnið leki vel af því. Á meðan blandið saman: 2-3 tsk. Hawaii kryddblöndu Krydd- hússins 1 msk. hunang salt u.þ.b. 4 msk. ólífuolíu. Allt blandað vel saman og penslað yfir blómkálið. Sett í 180 gráðu heit- an ofn í 30 mín eða þar til gyllt og stökkt. Hummus með Tahini og Harissu: 1 dós Hummus u.þ.b. 2 msk. af Tahini (sesam smjör) sítrónusafi og salt ólífuolía Hrærið Tahinið út með vatni. Byrjið á að setja aðeins af vatni og hrærið það saman við og smá bætið við vatni þar til þið hafið náð þeirri þykkt eða áferð sem þið kjósið. Þetta tekur smá tíma. Kreistið safa úr sítrónu út í og blandið vel saman við. Saltið aðeins og smakkið til, og bætið við sítrónusafa og eða salti ef þarf. Harissu mauk: 1 msk. Marokkósk Harissa krydd- blanda Kryddhússins hrært saman við u.þ.b. 3-4 msk. ólífu- olíu. Setjið Hummus á disk og gerið holu í hann með bakinu á skeið. Hell- ið Tahini sósunni í holuna, Harissu maukinu og dreypið ólífuolíu yfir allt saman. Sætar kartöflur: Skerið sætar kartöflur í báta og pakkið þeim, hverjum og einum inn í álpappír. Setjið á heitt grill og grillið þar til mjúkar og tilbúnar. Takið úr álpappírnum og dreypið ólífuolíu yf- ir ásamt salti og pipar. Skalotlaukur með Sumac: Afhýðið skalotlauk og skerið hann þversum, í sneiðar. Setjið í skál og stráið vel af Sumac kryddi frá Kryddhúsinu yfir og dreypið aðeins af ólífuolíu yfir. Heimatilbúið myntu-límonaði (Lemon Nana) Safi úr 3-4 sítrónum sykurvatn, magn fer eftir hve sætt þið viljið hafa límonaðið lúkufylli af ferskum myntulaufum ísmolar og sítrónubátar ef vill Sykurvatn: sjóðið niður 1 glas af sykri á móti 1 glasi af vatni. Sykur- vatn geymist vel í lokuðu íláti inni í ísskáp. Kreistið safann úr sítrónunum. Setjið í vatnskönnu ásamt ferskri myntunni og sykurvatninu. Fyllið könnuna af ísköldu vatni og setjið ísmola og sítrónubáta út í ef vill. Grænt salat með appelsínu og myntu dressingu: Safi úr ½ appelsínu 2 msk. hunang 1 tsk. Mynta, þurrkuð, frá Kryddhúsinu a.m.k. ½ dl ólífuolía salt eftir smekk Allt hrært vel saman og látið standa í a.m.k. 20 mín til að bragðið taki sig. Hellið yfir grænt salat að eigin vali, rétt áður en borið fram. Spennandi Hjónin Ólöf Einarsdóttir og Omry Avraham, eigendur Krydd- hússins, slógu upp veislu um helgina og leyfðu okkur að deila uppskriftunum. Litgleði Hummus með tahini og harissu ætti engan að svíkja. Svalandi Hver fær staðist heimatilbúið myntu-límonaði. Girnilegt Hér gefur að líta einstaklega spenn- andi bragðsamsetningu sem ætti engan að svíkja - þá ekki síst sanna áhugamenn um matargerð. MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. MAÍ 2019
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.