Morgunblaðið - 16.05.2019, Side 62

Morgunblaðið - 16.05.2019, Side 62
62 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. MAÍ 2019 VIÐTAL Silja Björk Huldudóttir silja@mbl.is „Það er óhætt að segja að þetta séu ákveðin persónuleg tímamót,“ segir Steinunn Birna Ragnarsdóttir sem nýverið var endurráðin óperustjóri Íslensku óperunnar til næstu fjög- urra ára. „Það er afar góð tilfinning að vera treyst fyrir öðru tímabili hjá þessari stofnun sem er eitt af flagg- skipum listsköpunar og menningar á Íslandi. Erlendis er talað um tvær gerðir listrænna stjórnenda sem á ensku nefnast „campers“ og „farm- ers“ sem þýða mætti sem ferðamenn og bændur. Ferðamaðurinn tjaldar til einnar nætur og getur gert mjög flotta hluti, en eftirlætur öðrum að taka til eftir sig. Bóndinn, sem ég vil frekar líkjast, gefur sér tíma til að skoða aðstæður, taka jarðvegssýni, endurskipuleggja eftir þörfum, sá vandlega og hafa síðan þolinmæði til að bíða eftir uppskerunni. Eftir und- irbúningsvinnu síðustu ára líður mér núna eins og að Íslenska óperan sé að byrja að blómstra eins og hún hefur burði til. Það er gríðarlega dýrmætt að fá að fylgja eftir eigin breytingum og nýta meðbyrinn sem kemur eftir þetta breytingaskeið síðustu ára. Á slíkum tímamótum er einnig mikilvægt að rýna í það hvernig kraftar manns nýtast best og þá finnst mér rétti tímapunkturinn að endurnýja stefnumótunina í góðri samvinnu við hagaðila. Stefnumótun er mikilvæg ekki aðeins til að vita að hverju skuli stefnt heldur ekki síður hvað eigi ekki að gera,“ segir Stein- unn Birna og bendir á að flestum þeirra markmiða sem sett voru í stefnumótun Íslensku óperunnar 2016 hafi þegar verið náð. „Ég setti mér þrjú persónuleg markmið þegar ég tók við sem óperu- stjóri árið 2015. Í fyrsta lagi vildi ég styrkja enn frekar listrænan metnað og gefa engan afslátt af fagmennsku því gæði og innihald listviðburðanna eru mestu verðmæti hverrar lista- stofnunar. Í öðru lagi innleiða stöð- ugan rekstur án taps,“ segir Steinunn Birna og nefnir að annað starfsárið í röð verði rekstrarafkoma Íslensku óperunnar jákvæð. Þurfti nýtt box fyrir óperuna Hverju þakkar þú það? „Það er margt sem spilar saman, en fyrst og fremst helgast þetta af því að sýningarnar okkar hafa fengið góðar viðtökur og aðsókn. Það eru mestu verðmætin, því þá fer sköp- unarhjólið af stað. Síðan hef ég end- urskoðað allar rekstrarforsendur stofnarinnar. Mikilvægasti liðurinn í því sambandi var endurskoðun á samningi Íslensku óperunnar við Hörpu sem eykur sveigjanleika okk- ar. Nú getum við valið sýningarstaði sem hentar best hverju verki,“ segir Steinunn Birna og tekur fram að það geti ekki allar óperur notið sín í Eld- borg. „Það gefur okkur mikinn meðbyr inn í næsta tímabil. Áður en samning- urinn var endurskoðaður fóru um 60% af tekjum stofnunarinnar í fast- an rekstrarkostnað, sem var auðvitað alltof hátt hlutfall. Meginhlutinn verður að fara til listframleiðslunnar ef vel á að vera,“ segir Steinunn Birna og tekur fram að til standi að lækka rekstrarkostnað Íslensku óperunnar enn frekar til að geta sett meira fé í sjálfa listsköpunina. „Það skal alveg viðurkennast að reksturinn hefur verið erfiður á um- liðnum árum, sem helgast af því að á svipuðum tíma og Íslenska óperan fór úr eigin húsnæði í Gamla bíói í leiguhúsnæði í Hörpu fékk hún mest- an niðurskurð allra listastofnana í kjölfar bankahrunsins. Í stað þess að gera ráð fyrir að Íslenska óperan fengi hærra framlag til að mæta hærri rekstrarkostnaði í Hörpu var skorið niður. Afleiðingin var sú að Íslenska óperan neyddist til að nota söluandvirði Gamla bíós til að borga með sér í Hörpu,“ segir Steinunn Birna og tekur fram að við þær að- stæður hafi stofnunin verið í sífelldri lífshættu. „Það er ekki góð forskrift fyrir listsköpun að þurfa alltaf að vera að berjast fyrir lífi sínu. Þegar ég tók við sem óperustjóri gerði ég mér grein fyrir að ég þyrfti ekki bara að hugsa út fyrir boxið heldur þyrfti ég nýtt box. Ég fór bjartsýn í það verkefni sem hefur skilað sér í fjölg- un tekjustofna, endurskipulagningu rekstursins, fleiri áhorfendum og aukningu á framlagi ríkisins, þótt skerðingin eftir bankahrunið sé ekki öll komin til baka að raunvirði.“ Í ljósi þess að tekist hefur að snúa rekstrinum í plús óttast þú ekkert að ríkið minnki þá framlög sín aftur sem því nemur? „Nei, þvert á móti finn ég fyrir auknum stuðningi. Góð rekstrar- afkoma sýnir að við erum ábyrg í okkar rekstri og förum vel með það fé sem okkur er úthlutað. Ég tel lík- legra að ráðuneytið verðlauni okkur fyrir það en hið gagnstæða,“ segir Steinunn Birna og tekur fram að bak- land Íslensku óperunnar hafi með markvissum aðgerðum verið stækk- að á umliðnum misserum með auknu sjálfsaflafé, m.a. í formi styrkja frá fyrirtækjum og einkaaðilum. Vill laða að erlenda þekkingu „Þriðja markmiðið mitt var að koma okkur á alþjóðlega óperukortið og það er að ganga eftir. Þó við séum að vinna lókalt er okkur mikilvægt að hugsa ávallt glóbalt,“ segir Steinunn Birna og bendir í því samhengi á að það sé mikill heiður fyrir Íslensku óperuna að vera boðið að sýna Broth- ers eftir Daníel Bjarnason sem opn- unarsýningu Armel-óperuhátíðar- innar í Búdapest í júlí, en sjónvarps- stöðin ARTE hefur sýnt því áhuga að streyma beint frá sýningunni. „Samhliða þessu erum við að ganga frá samningum við nokkur er- lend óperuhús sem vilja leigja af okk- ur uppfærsluna okkar á La Traviata sem eru gleðitíðindi. Það er mikill heiður fyrir okkur að Íslenska óperan geti framleitt óperur sem erlend óp- eruhús sækjast eftir að fá til sín. Samtímis felst í þessu nýr tekjustofn fyrir okkur þar sem tekjurnar koma á móti þeirri fjárfestingu sem liggur í að gera leikmynd og búninga fyrir stóra óperuuppfærslu. Ég legg höfuðáherslu á að Íslenska óperan sé listrænn gerandi í eigin starfsemi, sem er ekki sjálfgefið. Erlendis þar sem óperuhús setja sum upp sjö til tíu uppfærslur á ári eru kannski fjór- ar þeirra frumskapaðar, tvær eru gamlar að rata aftur á svið og síðan tvær leigðar frá öðrum óperuhúsum. Sumir héldu að uppfærslan okkar á La Traviata væri leigð sýning að ut- an, sem hún var sannarlega ekki. Kannski var það af því að leikstjórinn og hönnuðir voru erlendir, en það er mín leið til að laða að ákveðna þekk- ingu til okkar og hækka gæðastuðul- inn. Með fullri virðingu fyrir okkar frábæra innlenda listafólki þá er þetta mjög sérhæft listform sem þarfnast mikillar reynslu. Við leggj- um eftir sem áður áherslu á að ís- lenskir söngvarar séu alltaf í miklum meirihluta í okkar uppfærslum enda eru íslenskir söngvarar erfðaefni Íslensku óperunnar,“ segir Steinunn Birna og tekur fram að það færist í vöxt að óperuhús taki sig saman og samframleiði óperur og móti þá upp- færsluna saman frá grunni. „Brothers er gott dæmi um slíkt samstarf, en þar framleiddum við óperuna í samstarfi við Jósku óperuna og komum sameiginlega að listrænum ákvörðunum. Mér finnst slíkt samstarf mjög jákvætt, því þá er tryggt að verkið fari víðar og eigi möguleika á lengri framtíð. Meðan við erum ekki með fleiri uppfærslur á ári en raunin er myndi mér ekki líða vel að leigja sýningar frá útlöndum og hafa ekkert um listræna innihaldið að segja. Hver einasta uppfærsla okkar, líka þegar verið er að vinna með eldri óperuverk, er ný sköpun þar sem verið er að búa til nýtt kons- ept og nýja uppfærslu. Ég hef reynt að fara þá leið að taka stórar upp- „Dýrmætt að fá að fylgja eftir eigin  „Íslenska óperan listrænn gerandi í eigin starfsemi,“ segir Steinunn Birna Ragnarsdóttir óperustjóri Stærra sjónvarp eða betri gleraugu? Eyesland . Grandagarði 13 og Glæsibæ, 5. hæð sími 510 0110 . www.eyesland.is

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.