Morgunblaðið - 16.05.2019, Síða 66
66 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. MAÍ 2019
Fallegar vörur
fyrir heimilið
Sendum
um
land allt
Tjarnargötu 2 | 230 Reykjanesbæ | Sími 421 3377 | bustod@bustod.is | www.bustod.is
Æðislegir
hægindastólar með
ítölsku leðri á slitflöt
Fáanlegir í svörtu, dökkbrúnu
og dökkgráu leðri.
Einnig fáanlegir í sófum.
Verð frá 179.000 kr.
um.
Vinsælu Jason
hægindastólarnir
komnir aftur
Rafmagn í
skemli og
hauspúða
Sýning á verkum Gunnars Jónsson-
ar myndlistarmanns, Gröf, verður
opnuð í D-sal Listasafns Reykjavík-
ur – Hafnarhúss, í dag fimmtudag,
klukkan 20. Gunnar er 37. listamað-
urinn sem sýnir í sýningaröðinni í
D-sal, þar sem listamönnum er boð-
ið að halda sína fyrstu einkasýn-
ingu í opinberu safni.
Í verkum sínum beinir Gunnar
sjónum að eigin uppruna, sjálfs-
mynd og umhverfi. Hann er fæddur
í Reykjavík en uppalinn á Ísafirði
þar sem hann býr nú og starfar. Í
tilkynningu segir að tengsl hans við
höfuðstaðinn, annars vegar, og
landsbyggðina hins vegar séu hon-
um sérstaklega hugleikin.
„Í verkinu Gröf er áhorfandinn
tekinn með í ferð um Reykjavík þar
sem Gunnar rekur sögu sína og for-
feðra sinna um borgina. Titill
verksins vísar til bæjarins Grafar í
Grafarholti.“
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Uppsetning Gunnar tók sér örstutt hlé frá uppsetningu sýningar sinnar
þegar ljósmyndara bar að garði. Eins og sjá má var allt á fullu.
Gröf Gunnars Jóns-
sonar sýnd í D-sal
Tökur á næstu
kvikmynd um
njósnarann
James Brond
munu dragast á
langinn vegna
meiðsla aðalleik-
arans, Daniel
Craig. Craig
meiddist á ökkla
við tökur á
hasaratriði á Jamaíku fyrir fáein-
um dögum en hann var á harða-
spretti þegar óhappið varð. Craig
mun hafa runnið til og dottið illa.
Tökur áttu næst að fara fram í
Pinewood myndverinu í London en
hefur nú verið frestað. Craig hefur
áður meiðst við tökur á Bond-
mynd, árið 2006 voru tvær tennur
slegnar úr honum við tökur á Cas-
ino Roayle, hann meiddist á fingri
við tökur á Quantum of Solace árið
2008 og á hné við tökur á Spectre
árið 2015. Ítrekaðar tafir hafa orð-
ið á framleiðslu næstu Bond-
myndar því Danny Boyle sagði sig
frá því að leikstýra henni í fyrra og
Cary Fukunaga tók við. Þá hefur
handritið verið margendurskoðað.
Tökum seinkað
vegna meiðsla
Daniel Craig
Leikfélag Akur-
eyrar stendur
fyrir áheyrnar-
prufum fyrir
söngleikinn
Vorið vaknar í
Reykjavík 18. og
19. maí og á Ak-
ureyri 20. og 22.
maí. Æskilegur
aldur þátttak-
enda er 17-27 ára, segir á vef Menn-
ingarfélags Akureyrar, mak.is.
Á vefsíðunni má finna tengil fyrir
skráningu í prufurnar, frekari upp-
lýsingar og slóð á lög sem þátttak-
endur þurfa að kunna fyrir pruf-
una. Einnig verður sena úr verkinu
send í tölvupósti til þátttakenda. Í
prufunum verður prufað í leik,
söng og dansi. Marta Nordal, leik-
hússtjóri Leikfélags Akureyrar,
mun leikstýra uppfærslunni og
verður frumsýning í Samkomuhús-
inu á Akureyri í janúar á næsta ári.
Áheyrnarprufur
fyrir Vorið vaknar
Marta Nordal
Einar Falur Ingólfsson
efi@mbl.is
„Ég er að setja upp verk sem fjalla
um leik og hreyfingu,“ segir Eygló
Harðardóttir myndlistarkona um
sýninguna sem hún opnar í Komp-
unni í Alþýðuhúsinu á Siglufirði í
dag, fimmtudag, klukkan 17. Hún
segist setja upp þrjú þrívíð verk,
tvö sem hún hefur sýnt áður en eitt
er nú sýnt í fyrsta skipti. Eitt verk-
ið má handfjatla og leika sér með en
hin eru skúlptúrar á gólfi en fjalla
þó um leið um leik og nefnast Leik-
ur Iog II.
Eygló er kunn fyrir sína tví- og
þrívíðu abstrakt skúlptúra og bók-
verk þar sem hún vinnur til að
mynda með pappír, nýjan sem end-
urnýttan, ýmiskonar litríkt fundið
efni, plast, við, grafít og gler. Á
dögunum hreppti hún Íslensku
myndlistarverðlaunin 2019 fyrir
rómaða einkasýningu sína, Annað
rými, í Nýlistasafninu í fyrra.
Handfjötluð á barnum
„Leik I sýndi ég áður í Listasafni
Reykjanesbæjar. Leikur II er hins
vegar ósýnt en þó gamalt verk sem
ég gerði árið 2015 fyrir sýningu í
Skaftfelli. En þá fannst mér það
vera ljótt og henti því inn í
geymslu,“ segir Eygló og hlær. „En
svo rakst ég á það um daginn og
fannst það ansi gott og ríma vel við
hin verkin! Ég breytti því örlítið og
nú er að sjá hvernig það kemur út –
en ég er spennt fyrir því.“
Er þetta hefðbundið vinnulag
Eyglóar, að gera verk og sjá svo til
hvernig þau eldast?
„Það getur komið fyrir, það þarf
þó að vera eitthvað forvitnilegt við
þau. Stundum þarf maður að leyfa
verkunum að koma til sín ef maður
skilur þau ekki í byrjun. Stundum
enda þau þó bara í ruslinu og þá
verður ekkert meira úr því…“
Hún segir að þriðja verkið á sýn-
ingunni í Alþýðuhúsinu hafi verið
unnið fyrir samsýningu sem var
sett upp á sýningu sem bókverkaút-
gáfan ’uns stóð fyrir á Hótel Holti.
Það kallast „Þú átt leik - fimm
skúlptúrar til að handfjatla“. „Það
var sett upp á barnum á Holtinu og
er einmit fyrir bargesti að hand-
fjatla. Og verkið, sem er í nokkrum
einingum, lifði af barveruna og er
nú komið á stefnumót hingað til
Siglufjarðar.“
Heiður að sýna á stöðunum
Eygló kemur víða við þessa dag-
ana því hún setti líka upp eina af
sýningunum í Safnasafninu í Eyja-
firði, við Svalbarðseyri, en sumar-
opnun þess var um liðna helgi. Og
þar segist hún líka blanda saman
nýjum og eldri verkum. „Þar sýni
ég verk sem fjalla um grímur. Þrjú
þeirra sýndi ég í sýningarrýminu 1.
hæð til vinstri í Reykjavík í fyrra en
hef bætt við þau stóru verki, sem er
samsett verk, teikningar af grímum
og klippimyndir. Þar sýni ég vegg-
verk en hér á Siglufirði skúlptúra;
það eru nokkuð ólík verk á þessum
stöðum. Það var mjög áhugavert að
vinna í Safnasafninu, það er alveg
stórkostlegt safn. Þar sýni ég í ein-
um Básnum, hér í Kompunni,“ og
hún hlær að heiti sýningarstaðanna.
Eygló bætir við: „Það hefur verið
dásamlegt að vinna við uppsetningu
sýninganna hér fyrir norðan, að
setja þær upp og hugsa málin.“
Og Eygló sýnir víðar úti á landi í
sumar. „Þetta er landsbyggðartúr-
inn mikli!“ segir hún og líkir sýn-
ingaferðunum við veiðiferðir því við
uppsetningu sýninganna notar hún
tækifærið og dvelur á sýningarstöð-
unum í nokkra daga. „Verkin eru
ekki send á staðinn, ég kem með
þau og set þau upp, í samhengi og í
samtali við það fólk sem rekur og
hefur byggt upp ótrúlega spennandi
suðupotta sköpunar á stöðunum þar
sem þau eru sýnd.
Næst tek ég þátt í sýningunni
Rúllandi snjóbolta á Djúpavogi og
sýni svo í Verksmiðjunni í Hjalteyri
í ágúst. Það er einstaklega ánægju-
legt að tengjast landinu og fólkinu á
þessum stöðum en öll þessi starf-
semi er meira og minna keyrð
áfram af listamönnum, af miklum
metnaði í alvöru rýmum. Það er
mikill heiður að fá að sýna á þessum
stöðum,“ segir Eygló.
Um leik og til að leika með
Eygló Harðardóttir, handhafi Íslensku myndlistarverðlaunanna 2019, opnar
sýningu í Alþýðuhúsinu á Siglufirði Setti líka upp sýningu í Safnasafninu
Ljósmynd/Helga Óskarsdóttir
Leikgleði Eitt verkanna sem Eygló sýnir í Kompunni á Siglufirði, Leikur I, en þar sýnir hún skúlptúra.
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Listakonan Eygló Harðardóttir
sýnir víða úti á landi í sumar.
Ljósmynd/Helga Óskarsdóttir
Leikur II Verkið sem lenti í geymsl-
unni var endurmetið og er nú sýnt.