Morgunblaðið - 16.05.2019, Blaðsíða 68

Morgunblaðið - 16.05.2019, Blaðsíða 68
68 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. MAÍ 2019 Framleiðum allar gerðir límmiða af mismunandi stærðum og gerðum Thermal Hvítir miðar Litamiðar Forprentaðir Athyglismiðar Tilboðsmiðar Vogamiðar Lyfsölumiðar Varúðarmiðar Endurskinsmiðar Flöskumiðar Verðmer Selhellu 13 • 221 Hafnarfirði • Sími 554 0500 • bodtaekni.is kimiðar Límmiðar Mutter Courage, útskrift-arverkefni leikara-brautar ListaháskólaÍslands í samstarfi við tónlistardeild skólans, er unnið í samvinnu við Leikfélag Akureyrar og Þjóðleikhúsið þetta árið. Fyrir nemendur hlýtur það að vera skemmtilegt og áhugavert að fá að sýna útskriftarverkefnið í tveimur jafn ólíkum leikhúsum og fyrir okk- ur Norðlendinga er þetta kærkomin viðbót í menningarflóruna. Bertolt Brecht skrifaði Mutter Courage und ihre Kinder árið 1939 sem viðbragð við útbreiðslu fasism- ans og til að vara við stríðinu sem þá var yfirvofandi. Verkið fjallar um Mutter Courage sem heitir í raun Anna Fierling, þar sem hún fylgir sænska hernum um Evrópu í þrjátíu ára stríðinu á fyrri hluta sautjándu aldar í von um að hagnast á stríðs- bröltinu. Verkið er þannig bæði ádeila á hermang og stríðsrekstur því Mutter Courage hefur ekkert upp úr krafsinu og missir að auki börnin sín þrjú. Hið epíska leikhús Brechts geng- ur út á að brjóta fjórða vegginn milli sviðs og salar og hindra þannig til- finningaleg tengsl áhorfenda við sögupersónur og þvinga þá frekar til að taka vitsmunalega afstöðu til við- fangsefnisins. Marta Nordal velur að fylgja þessari leið allt til síns rök- lega enda. Leikhópurinn er þannig allt í öllu í uppfærslunni, búninga- skipti og hljóðblöndun fer fram á sviðinu sjálfu. Leikarar stýra ljós- unum og færa til leiktjöldin. Undir- leikarinn situr við píanóið sitt á svið- inu allan tímann. Sviðsleiðbeiningar eru lesnar upp fyrir okkur. Áhættan er sú að áhorfandinn gleymi sér við að fylgjast með þessum ramma utan um verkið og fylgi ekki sögunni sjálfri en hér er skýr ávinningur. Þegar salnum er hleypt baksviðs og inn í tæknirými leikhússins með því að færa þetta allt inn á sviðið sjálft verður leikhópurinn berskjaldaður og endurspeglar þannig stöðu fólks- ins í verkinu sjálfu. Upplifun áhorf- enda verður sú að mynda enn sterk- ari og nánari tilfinningatengsl við sögupersónurnar. Sigrarnir verða stærri og áföllin sárari. Í stað hinnar köldu rökhyggju sem Brecht hugðist framkalla verður til einhvers konar samofið reipi epískrar og aristótel- ískrar leikhúshefðar sem er sterk- ara en þær hvor fyrir sig. Sviðsetningin er einföld og sagan gerist í kringum stálgrindarvagn sem gegnir hlutverki söluvagns Mutter Courage. Ljós og sviðs- leiðbeiningar skapa ramma sýning- arinnar frekar en raunsæir leik- munir eða margslungin leikmynd. Mikið er lagt upp úr að búa til magn- aðar og sterkar myndir þar sem reykur og lýsing auka hin sjónrænu áhrif, svo mikill reykur reyndar að undirritaðan sveið í augun á stund- um. Tónlistin hæfir verkinu og sér- staklega er söngur Yvette og loka- lagið áhrifaríkt. Hins vegar virðist sem tónfalli íslenskunnar hafi ekki verið gefinn nógu mikill gaumur og á stundum urðu söngtextar undarlegir þegar áherslur lentu á atkvæðum þar sem engin áhersla er í eðlilegu máli. Mutter Courage er leikin af þrem- ur leikkonum samtímis, þeim Ást- hildi Úu Sigurðardóttur, Berglindi Höllu Elíasdóttur og Þórdísi Björgu Þorfinnsdóttur. Ekki er hægt að gera upp á milli þeirra. Mutter Courage er aðalhlutverk verksins og kallar á leikkonu sem stendur undir þeirri ábyrgð að bera uppi heila sýn- ingu. Allar stóðu þær undir því. Ákvörðunin að láta þrjár leikkonur fara með þetta hlutverk hefur mögu- lega frekar verið praktísk en list- ræn, til að gefa öllum leikhópnum svipað vægi í sýningunni enda um útskriftarverkefni þeirra allra að ræða. Afleiðingin verður hins vegar sú að persóna Mutter Courage stækkar og þannig er ýtt undir vægi hennar í verkinu. Hún getur ein síns liðs bókstaflega umkringt aðrar per- sónur sögunnar. Gunnar Smári Jóhannesson leikur Eilíf, eldri son Mutter Courage, og herprestinn. Hlutverk Eilífs er ekki mjög bitastætt þó Gunnar geri því ágætis skil, en svo blómstrar hann sem útsmogni og huglausi herprest- urinn. Það hlutverk er nokkurs kon- ar „comic relief“ verksins og þar er Gunnar Smári augsýnilega á heima- velli því tímasetningar hans, lát- bragð og svipbrigði eru til fyrir- myndar. Yngri sonurinn gengur undir nafninu Svissostur og er leikinn af Hildi Völu Baldursdóttur. Í hlut- verki hans dregur hún upp mynd af hlédrægum og óframfærnum pilti sem er einn fárra sem taka út ein- hvern þroska í verkinu. Hæfileikar Hildar fá þó frekar að njóta sín í fjölda smærri hlutverka sem hún leikur og nær að ljá hverju sinn ein- staka karakter. Við sögu kemur einnig hollenskur herkokkur sem Jónas Alfreð Birkis- son leikur. Þetta er lævís og lúmsk- ur náungi, fullur persónutöfra þó Jónasi takist að láta drullusokkinn sem undir leynist skína í gegn á köfl- um. Hann gerir þetta vel en á þó ekki síðri leik sem liðþjálfinn í upp- hafi verksins sem er lítið hlutverk en bráðskemmtilegt. Steinunn Arinbjarnardóttir í hlut- verki Yvette á eina af áhrifaríkustu stundum sögunnar þegar hún syng- ur tregafullan söng sinn um svikna ást. Hún leikur hina bitru og ör- væntingarfullu Yvette frábærlega og sýnir einnig góða takta í ýmsum smærri hlutverkum. Síðast en ekki síst er það Katrín, hin mállausa dóttir Mutter Courage, sem Rakel Ýr Stefánsdóttir leikur. Þetta er mögulega mikilvægasta persóna sögunnar þó hún segi aldrei neitt. Hún er táknmynd allra fórnar- lamba stríðsins sem hefur tekið frá henni bæði röddina og sakleysið. Það er hún sem finnur mest fyrir sársauka stríðsins og sem hefur mesta meðaumkun með öllum sem þjást vegna þess. Þrátt fyrir það er hún sú eina sem missir aldrei vonina, samúðina eða kærleikann, sú eina sem missir aldrei mennskuna. Í lok sýningar verður ljóst að verkið er fyrst og fremst saga Katrínar og þar með saga allra þeirra sem eiga um sárt að binda vegna stríðsátaka. Þetta er verk sem lifir áfram í huga manns í langan tíma og vekur til umhugsunar. Leikstjóri og leik- hópur taka margar djarfar ákvarð- anir í uppsetningunni sem opna verkið, draga áhorfendur jafnvel inn í handritið sjálft og gera sýninguna jafn berskjaldaða og fólkið sem hún fjallar um. Hér ber þessi djörfung ávöxt sem er áhrifamikið og magnað útskriftarverkefni. Listaháskóli Íslands getur verið stoltur af þess- um hópi. Berskjölduð mennska Ljósmynd/Auðunn Níelsson Hugvekjandi „Þetta er verk sem lifir áfram í huga manns í langan tíma og vekur til umhugsunar,“ segir gagnrýnandi m.a. um Mutter Courage. Samkomuhúsið á Akureyri og Kassinn í Reykjavík Mutter Courage bbbbm Eftir Bertolt Brecht. Íslensk þýðing: Ólafur Stefánsson. Leikstjórn: Marta Nordal. Tónlist: Sævar Helgi Jóhanns- son. Leikmynd og búningar: Auður Ösp Guðmundsdóttir. Lýsing: Ólafur Ágúst Stefánsson. Leikmyndasmíði og tækni: Egill Ingibergsson. Leikarar: Ásthildur Úa Sigurðardóttir, Berglind Halla Elías- dóttir, Þórdís Björg Þorfinnsdóttir, Gunnar Smári Jóhannesson, Hildur Vala Baldursdóttir, Jónas Alfreð Birkisson, Rakel Ýr Stefánsdóttir og Steinunn Arinbjarnardóttir. Listaháskóli Íslands í samstarfi við Leikfélag Akureyrar og Þjóðleikhúsið frumsýndi í Samkomu- húsinu á Akureyri 9. maí 2019, en rýnt í sýningu á sama stað 10. maí 2019. DANÍEL FREYR JÓNSSON LEIKLIST
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.