Morgunblaðið - 29.06.2019, Qupperneq 10

Morgunblaðið - 29.06.2019, Qupperneq 10
10 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. JÚNÍ 2019 Baldur Arnarson baldura@mbl.is Skipulags- og samgönguráð Reykja- víkur hefur samþykkt breytingu á deiliskipulagi fyrir Furugerði 23. Felur hún í sér breytingar frá fyrri tillögu en áformin hafa verið umdeild meðal íbúa hverfisins. Nýja tillagan bíður afgreiðslu borgarráðs. Með henni fækkar íbúðum úr 32 í 30, ásamt því sem bygging- arreitir hafa verið færðir þremur metrum nær Bú- staðavegi. Guðrún S. Gröndal hefur verið í forsvari fyrir íbúa Espigerðis og Furugerðis sem hafa mótmælt áformunum. Vildu hafa húsin á einni hæð „Við íbúarnir erum mjög vonsvik- in með þessa nýja tillögu enda er eina raunverulega breytingin sú að fækkað var um aðeins tvær íbúðir. Það er samt sem áður fimmfalt byggingarmagn miðað við núverandi deiliskipulag sem heimilar 4-6 íbúðir. Íbúum finnst lítið sem ekkert hafa verið hlustað á þær athugasemdir sem sendar voru inn. Væntingar okkar voru að húsin yrðu lækkuð í eina hæð þannig að áhrifin á nær- liggjandi hús yrðu lágmörkuð. Þá höfðum við væntingar um að bíla- stæðamál yrðu leyst innan lóða húsanna. Hvorugt gengur eftir, sem eru auðvitað mikil vonbrigði,“ segir Guðrún um breytingarnar. Mun færri bílastæði en íbúðir „Það eru 0,75 bílastæði á íbúð og því verða einhverjar íbúðir án bíla- stæða. Þá er ekki eitt einasta gesta- stæði í kringum húsin. Þegar við höf- um spurt fulltrúa frá skipulagsráði út í bílastæðamálin er alltaf bent á almenningssamgöngur, gangstéttir og hjólreiðar. Ef við erum raunsæ þá er þjóðin að eldast. Fullorðið fólk getur ekki ferðast um á hjóli í janúar og almenningssamgöngur henta því miður ekki öllum borgarbúum. Skortur á bílastæðum mun verða vandamál. Við höfum bent á hversu þröngar göturnar eru nú þegar og að gangstéttirnar í götunum rúma hvorki barnavagna né göngugrind- ur. Við heyrum frá fólki innan borg- arinnar að skortur á bílastæðum í nýja hverfinu á RÚV-reitnum sé þegar orðinn mikið vandamál. Fólk getur ekki lengur lagt við heilsu- gæsluna af því að það fær ekki bíla- stæði. Þeir sem einna helst sækja í þessa þjónustu eru eldri borgarar. Það er ekki á færi allra að leggja við Kringluna og ganga til læknis,“ segir Guðrún og bendir á að fyrirhuguð hús verði svo nærri Bústaðaveginum að hljóðvist og mengun frá bílaum- ferð hljóti að verða vandamál. Íbúarnir muni funda um stöðuna. Fram kemur í umsögn skipulags- fulltrúa að bílastæðakrafa sé 0,75 stæði á íbúð en því verið bætt við skilmála að heimilt sé að gera allt að 1 stæði á íbúð. Þá hafi byggingarreit- ur fyrir bílakjallara verið stækkaður. Fyrirhugað deiliskipulag fyrir Furugerði 23 í Reykjavík Tillaga að skipulagi íbúðabyggðar í Furugerði 23 og á aðliggjandi lóð við Espigerði Eldri tillaga að skipulagi lóðar frá september 2017 Þrívíddarmynd: ARKÍS arkitektar Fu ru ge rð i G re ns ás ve gu r Bústaðavegur Es pi ge rð i A B Kort: Loftmyndir ehf. Heimild: Reykjavíkurborg Helstu breytingar: Byggðin lækkuð úr þremur hæðum í tvær. Raðhúsabyggð á B-reit í stað fjölbýlis. Byggingarreitir færðir 3 m nær Bústaðavegi. Hámark 30 íbúðir í stað 32. Bústaðave gur Furugerði Espigerði Grensásvegur Þrívíddarmynd: ARKÍS arkitektar REITUR A er 2.358 m2. Gert er ráð fyrir allt að 20 íbúðum á 2 hæðum. Mesta hæð 6,0 m (fl öt þök) og 7,6 m (hallandi þök). REITUR B er 1.627 m2. Gert er ráð fyrir allt að 10 íbúðum á 2 hæðum. Mesta hæð 6,0 m (fl öt þök) og 6,8 m (hallandi þök). Sameiginleg bílastæði og geymslur í kjallara undir reit A og hluta reits B. Guðrún S. Gröndal Breytingarnar mikil vonbrigði  Fulltrúi íbúa við Furugerði segir áformaða byggð við Bústaðaveg enn vera alltof umfangsmikla  Íbúðum sé aðeins fækkað um tvær, úr 32 í 30  Fyrirséð að skortur verði á bílastæðum á svæðinu Verið velkomin í glæsilega sýningaríbúð Guðbjörg Guðmundsdóttir löggiltur fasteignasali gudbjorg@manalind.is sími: 899 5533 Thelma Víglundsdóttir, löggiltur fasteignasali thelma@manalind.is sími: 860 4700 www.manalind.is Lágmúla 6 sími 511 1020 Sölusýning Breiðakur 2-4 Garðabæ Laugardaginn 29. júní frá 16:00-17:00 Sunnudaginn 30. júní frá 16:00-17:00 Nýtt átta íbúða fjölbýli með lyftu. Þriggja og fjögurra herbergja íbúðir, 122-138 fm. Verð frá 65,9 millj. Öllum íbúðum fylgja stæði í lokaðri bílageymslu. Íbúðirnar eru tilbúnar til afhendingar, fullbúnar án gólfefna.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.