Morgunblaðið - 29.06.2019, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 29.06.2019, Blaðsíða 10
10 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. JÚNÍ 2019 Baldur Arnarson baldura@mbl.is Skipulags- og samgönguráð Reykja- víkur hefur samþykkt breytingu á deiliskipulagi fyrir Furugerði 23. Felur hún í sér breytingar frá fyrri tillögu en áformin hafa verið umdeild meðal íbúa hverfisins. Nýja tillagan bíður afgreiðslu borgarráðs. Með henni fækkar íbúðum úr 32 í 30, ásamt því sem bygging- arreitir hafa verið færðir þremur metrum nær Bú- staðavegi. Guðrún S. Gröndal hefur verið í forsvari fyrir íbúa Espigerðis og Furugerðis sem hafa mótmælt áformunum. Vildu hafa húsin á einni hæð „Við íbúarnir erum mjög vonsvik- in með þessa nýja tillögu enda er eina raunverulega breytingin sú að fækkað var um aðeins tvær íbúðir. Það er samt sem áður fimmfalt byggingarmagn miðað við núverandi deiliskipulag sem heimilar 4-6 íbúðir. Íbúum finnst lítið sem ekkert hafa verið hlustað á þær athugasemdir sem sendar voru inn. Væntingar okkar voru að húsin yrðu lækkuð í eina hæð þannig að áhrifin á nær- liggjandi hús yrðu lágmörkuð. Þá höfðum við væntingar um að bíla- stæðamál yrðu leyst innan lóða húsanna. Hvorugt gengur eftir, sem eru auðvitað mikil vonbrigði,“ segir Guðrún um breytingarnar. Mun færri bílastæði en íbúðir „Það eru 0,75 bílastæði á íbúð og því verða einhverjar íbúðir án bíla- stæða. Þá er ekki eitt einasta gesta- stæði í kringum húsin. Þegar við höf- um spurt fulltrúa frá skipulagsráði út í bílastæðamálin er alltaf bent á almenningssamgöngur, gangstéttir og hjólreiðar. Ef við erum raunsæ þá er þjóðin að eldast. Fullorðið fólk getur ekki ferðast um á hjóli í janúar og almenningssamgöngur henta því miður ekki öllum borgarbúum. Skortur á bílastæðum mun verða vandamál. Við höfum bent á hversu þröngar göturnar eru nú þegar og að gangstéttirnar í götunum rúma hvorki barnavagna né göngugrind- ur. Við heyrum frá fólki innan borg- arinnar að skortur á bílastæðum í nýja hverfinu á RÚV-reitnum sé þegar orðinn mikið vandamál. Fólk getur ekki lengur lagt við heilsu- gæsluna af því að það fær ekki bíla- stæði. Þeir sem einna helst sækja í þessa þjónustu eru eldri borgarar. Það er ekki á færi allra að leggja við Kringluna og ganga til læknis,“ segir Guðrún og bendir á að fyrirhuguð hús verði svo nærri Bústaðaveginum að hljóðvist og mengun frá bílaum- ferð hljóti að verða vandamál. Íbúarnir muni funda um stöðuna. Fram kemur í umsögn skipulags- fulltrúa að bílastæðakrafa sé 0,75 stæði á íbúð en því verið bætt við skilmála að heimilt sé að gera allt að 1 stæði á íbúð. Þá hafi byggingarreit- ur fyrir bílakjallara verið stækkaður. Fyrirhugað deiliskipulag fyrir Furugerði 23 í Reykjavík Tillaga að skipulagi íbúðabyggðar í Furugerði 23 og á aðliggjandi lóð við Espigerði Eldri tillaga að skipulagi lóðar frá september 2017 Þrívíddarmynd: ARKÍS arkitektar Fu ru ge rð i G re ns ás ve gu r Bústaðavegur Es pi ge rð i A B Kort: Loftmyndir ehf. Heimild: Reykjavíkurborg Helstu breytingar: Byggðin lækkuð úr þremur hæðum í tvær. Raðhúsabyggð á B-reit í stað fjölbýlis. Byggingarreitir færðir 3 m nær Bústaðavegi. Hámark 30 íbúðir í stað 32. Bústaðave gur Furugerði Espigerði Grensásvegur Þrívíddarmynd: ARKÍS arkitektar REITUR A er 2.358 m2. Gert er ráð fyrir allt að 20 íbúðum á 2 hæðum. Mesta hæð 6,0 m (fl öt þök) og 7,6 m (hallandi þök). REITUR B er 1.627 m2. Gert er ráð fyrir allt að 10 íbúðum á 2 hæðum. Mesta hæð 6,0 m (fl öt þök) og 6,8 m (hallandi þök). Sameiginleg bílastæði og geymslur í kjallara undir reit A og hluta reits B. Guðrún S. Gröndal Breytingarnar mikil vonbrigði  Fulltrúi íbúa við Furugerði segir áformaða byggð við Bústaðaveg enn vera alltof umfangsmikla  Íbúðum sé aðeins fækkað um tvær, úr 32 í 30  Fyrirséð að skortur verði á bílastæðum á svæðinu Verið velkomin í glæsilega sýningaríbúð Guðbjörg Guðmundsdóttir löggiltur fasteignasali gudbjorg@manalind.is sími: 899 5533 Thelma Víglundsdóttir, löggiltur fasteignasali thelma@manalind.is sími: 860 4700 www.manalind.is Lágmúla 6 sími 511 1020 Sölusýning Breiðakur 2-4 Garðabæ Laugardaginn 29. júní frá 16:00-17:00 Sunnudaginn 30. júní frá 16:00-17:00 Nýtt átta íbúða fjölbýli með lyftu. Þriggja og fjögurra herbergja íbúðir, 122-138 fm. Verð frá 65,9 millj. Öllum íbúðum fylgja stæði í lokaðri bílageymslu. Íbúðirnar eru tilbúnar til afhendingar, fullbúnar án gólfefna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.