Morgunblaðið - 29.06.2019, Qupperneq 48

Morgunblaðið - 29.06.2019, Qupperneq 48
48 MENNING MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. JÚNÍ 2019 Helgi Snær Sigurðsson helgisnaer@mbl.is Hin árlega jaðarlistahátíð RVK Fringe Festival hefst í dag, 29. júní, er nú haldin í annað sinn og stend- ur yfir til 6. júlí. Það eru engar ýkj- ur að hátíðin hafi blásið út því hún hefur tvöfaldast að umfangi frá þeirri sem haldin var í fyrra og verða nú um 100 viðburðir í boði og alls 250 sýningar í heildina. RVK Fringe er fjöllistahátíð, rekin af sjálfboðaliðum og geta gestir séð sýn- ingar ólíkra list- greina. Myndlist, tónlist, leiklist, dans, uppistand, kabarett, drag og stafræn list eru á dagskrá hátíðar- innar og verður einnig boðið upp á námskeið. Tjarnarbíó verð- ur aðalbækistöð hátíðarinnar og eins og sjá má á vefsíðu hennar, rvkfringe.is, er dag- skráin þéttskipuð og sýningar- staðirnir margir. Miklu fleiri umsóknir Nanna Gunnarsdóttir er fram- kvæmdastjóri RVK Fringe og segir hún ástæðuna fyrir því að hátíðin hefur vaxið svo mjög að umfangi milli ára þá að í fyrra hafi skipu- lagning hafist í mars. „Við höfðum bara þrjá mánuði þannig að þetta var svolítið stundarbrjálæði en núna erum við búin að hafa heilt ár til að skipuleggja,“ segir hún. Hátíðin eigi auk þess í samstarfi við aðrar hátíðir í gegnum Nordic Fringe Network. „Við vorum svo sein í fyrra að við vorum bara með umsóknir hér á landi en núna vor- um við með í þeirra umsóknarferli þannig að allir umsækjendur gátu sótt um átta hátíðir í einni umsókn sem send var inn á síðasta ári. Þannig komu inn miklu fleiri um- sóknir.“ Hátíðin fer fram á mörgum stöð- um í borginni og eru sýningarstaðir Aðventkirkjan, Bíó Paradís, Dans- verkstæðið, Dillon, Gallerí Fold, Hannesarholt, Hard Rock, Hlemm- ur Square, Iðnó, Kaffi Lækur, Listastofan, Norræna húsið, R6013, sirkustjald Sirkuss Íslands, Tjarn- arbíó og Þjóðleikhúskjallarinn. Nanna hlær þegar blaðamaður spyr hvernig skipuleggjendum hafi tek- ist að finna húsnæði undir svo marga viðburði. „Við höfum mætt mjög miklum velvilja og bættum við mörgum stöðum,“ svarar hún. Margt forvitnilegt ber fyrir augu þegar dagskráin er skoðuð og má m.a. nefna sýningu sem sýnd var í fyrra og snýr nú aftur, American Single: A Live Dating Show! þar sem bandaríska listakonan Olivia Finnegan býður gestum að fylgjast með sér á raunverulegu stefnumóti. „Þetta er stórskemmtileg sýning þar sem hún fer á Tinder-stefnumót uppi á sviði og svo geta áhorfendur kosið um hvernig þeim finnist það ganga, hvort það sé vandræðalegt, er hann eða hún vandræðalegri og ættu þau að hittast aftur,“ segir Nanna um verkið. Hún hafi séð eitt slíkt stefnumót í fyrra sem hafi ver- ið bráðskemmtilegt. Viðtal við Fin- negan má lesa á næstu síðu. Önnur sýning og ekki síður for- vitnileg er sænska verðlaunasýn- ingin Swan Woman sem byggð er á raunverulegum atburði frá árinu 2011 en þá fundust 13 svanir á heimili sænskrar konu. Sænska leikkonan Rebecka Pershagen er höfundur verksins sem er einleikur og segist Nanna ekki hafa séð verk- ið og því hlakka mikið til að sjá það. „Hún las frétt um að 13 svanir hefðu verið inni í 25 fermetra íbúð og bjó til verk út frá því, hvernig er að búa með 13 svönum,“ segir Nanna kímin. Námskeið fyrir ungmenni Ógerningur er að telja upp öll verk og viðburði á dagskránni en á vef hátíðarinnar má finna upplýs- ingar um þau öll og einnig má hala niður í síma hátíðarsmáforriti. Þó ber að nefna eina nýjung á hátíð- inni í ár, Youth Fringe, dagskrá ókeypis námskeiða fyrir 13-18 ára ungmenni og fara þau ýmist fram í Tjarnarbíói eða í tjaldi Sirkuss Íslands. Námskeiðin eru haldin af listamönnum sem koma fram á há- tíðinni og spanna leikhús, dans, uppistand, trúðleik, hönnun og markaðssetningu. Í lok vikunnar munu þátttakendur svo fá tækifæri til að koma fram í atvinnuleikhúsi, setja upp sína eigin fjöllistasýningu í Tjarnarbíói. Opnunarhóf hátíðarinnar verður haldið á Hlemmi Square í kvöld milli kl. 20 og 23 og annað kvöld ganga listamenn fylktu liði frá Hlemmi Square að Tjarnarbíói þar sem sérstakt forsýningarkvöld fer fram frá kl. 19:30. Þar verður hver sýning hátíðarinnar kynnt og stend- ur hver kynning yfir í tvær mínút- ur. Aðgangur er ókeypis bæði að opnunarhófinu og forsýningar- kvöldinu. Miðasala á hátíðina fer fram á vefnum tix.is og er hægt að kaupa hátíðararmband, dagpassa eða miða á stakar sýningar. Dauðvona Í Goodbye Gunther segir af hinum dauðvona Gunther. Hvernig er að búa með 13 svönum?  Um 100 viðburðir eru á dagskrá RVK Fringe í ár  Kabarett, dans, sirkus, drag, spuni, leiklist og tónlist meðal þess sem er í boði  Kona sem hélt 13 svani á heimili sínu kveikjan að verðlaunaeinleik Nanna Gunnarsdóttir Kabarett Laurie Black flytur kaba- rettinn Space Cadette á Fringe. Heilræði Drag-frænkan Samantha veitir heilræði í Dear Samantha. Svanakona Sænska leikkonan Rebecka Pershagen í einleik sínum Swan Woman, Svanakonunni. Myndlistarsýningin Ljósvaki // Æther verður opnuð í dag kl. 17 í Dahlshúsi, Strandgötu 30a, á Eskifirði. Íslenska silfurbergið og mikilvægi þess í vísindasögu heimsins er kveikja sýning- arinnar sem unnin er af myndlist- armönnunum Selmu Hreggviðs- dóttur og Sirru Sigrúnu Sigurðardóttur sem dvalið hafa á Eskifirði undanfarnar vikur við rannsóknarvinnu og gagnasöfnun tengda Helgustaðanámu í Reyðarfirði fyrir utan Eskifjörð, að því er fram kemur í tilkynn- ingu. „Hugmyndin að sýningunni hef- ur verið að þróast um nokkurt skeið og kemur frá sameig- inlegum áhuga á íslenska silf- urberginu. Helgustaðanáma í Reyðarfirði er eins og leynd- armál á milli fjallanna, gleymd og afskipt geymir hún afar merkilega sögu. Silfurbergs- náman að Helgustöðum var lengi vel eini staðurinn þar sem þessi merkilega steind fannst og ber hún einmitt nafn Íslands á mörg- um tungumálum, enska Iceland spar, þýska Islandspat, franska spath d’Islande og latína quan- dam crystalli Islandicae. Verk sýningarinnar eru öll unnin stað- bundið,“ segir í tilkynningu. Listamennirnir hafi meðal annars starfrækt kristallaverksmiðju um nokkurt skeið í heimahúsi á Eski- firði, haldið námskeið fyrir börn, tekið viðtöl við heimamenn til að tengja og skilja þessa marglaga sögu námunnar og áhrif silf- urbergsins á svæðið og heiminn. Á sýningunni verði hægt að sjá afrakstur þessarar vinnu sem og að skoða einstaka silfurbergskúlu sem fengin hafi verið að láni frá Náttúrufræðistofnun Íslands. Sýningin stendur yfir til 15. júlí og verður opin fimmtudaga til sunnudaga frá kl. 13 til 17. Íslenska silfurbergið kveikjan Silfurberg Kynningarmynd fyrir sýn- ingu þeirra Selmu og Sirru á Eskifirði.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.