Þjóðarbúskapurinn - 01.10.1977, Side 20
18
Suðvesturland hafa verið auknir í ár frá því sem var í fyrra, en
á móti kemur, að engar sildveiðar hafa nú verið stundaðar i Norður-
sjó.
Heildarfiskaflinn gæti orðið um 1 350 þús. tonn á árinu 1977 og
er það um 38% aukning í tonnum frá fyrra ári. Breytingar tonna-
tölu gefa hins vegar einungis mjög ófullkomnar vísbendingar um
raunverulegar magnbreytingar sjávarafurðaframleiðslunnar, þ. e. eins
og þær eru mældar sem breytingar framleiðsluverðmætis á föstu
verðlagi. Eins og fyrr sagði, stafar meginhluti aukningar fiskaflans
í tonnum af hinum mikla loðnuafla, en á hinn bóginn hefur afli og
framleiðsla annarra mun verðmætari tegunda aukizt minna. Sjávar-
vöruframleiðslan mun þvi aukast mun minna að raungildi en tonna-
töluaukningin gefur til kynna, eða sennilega um 13—14%. Útflutn-
ingur sjávarafurða eykst að líkindum heldur minna en framleiðslan,
þar sem birgðir gætu aukizt nokkuð.
Aðrar greinar.
Álframleiðslan verður um 72 þús. tonn þetta ár og er það um 9%
aukning frá s. 1. ári. Fyrstu átta mánuði ársins var flutt út 7 þús.
tonnum meira af áli en nam framleiðslunni á sama tíma, og til
skamms tíma var gert ráð fyrir, að birgðir minnkuðu um 10 þús.
tonn á árinu. Síðustu vikurnar hefur heimsmarkaður á áli hins
vegar veikzt nokkuð. Er nú reiknað með einhverri birgðasöfnun á ný,
eða að likindum nálægt 2 þús. tonnum síðustu mánuði ársins, þannig
að álútflutningur verði 77 þús. tonn. Útflutningur annarrar iðnaðar-
vöru fer vaxandi, en þó er ekki gert ráð fyrir, að útflutningur kisil-
gúrs aukist á þessu ári. Útflutningur landbúnaðarafurða jókst fyrri
helming ársins, og siðari helming ársins er einnig gert ráð fyrir
nokkurri aukningu.
Útflutningsframleiðslan i heild er nú talin aukast um 13% árið 1977.
Vöruútflutningurinn mun sennilega aukast nokkru hægar, eða um
10%, þar sem búizt er við, að birgðir útflutningsvöru aukist heldur
en þær minnkuðu árið 1976. Útflutningsframleiðslan eykst því mun
meira en spáð var fyrir mitt ár, og veldur því eingöngu meiri sjávar-
afurðaframleiðsla en þá var vænzt.
Útflutningsverð.
Útflutningsverð sjávarafurða fór hækkandi fyrri helming þessa árs
og var um mitt ár u. þ. b. 19% hærra í erlendri mynt en að meðaltali
árið 1976. Hér var einkum um að ræða hækkun á verði frystiafurða,
fiskmjöls og lýsis, en útflutningsverð annarrar sjávarvöru hækkaði