Þjóðarbúskapurinn - 01.10.1977, Blaðsíða 24
22
hækkun 1. júní og 4% hækkun grunnlauna 1. júlí, samkvæmt ákvæð-
um gildandi samnings. Laun háskólamanna hækkuðu því samtals
um 19,3% í júní og júlí, sem bera má saman við ASl-samningana
í júní. Kjarasamningur BHM og fjármálaráðherra átti upphaflega
að gilda frá 1. júlí 1976 til 30. júní 1978, en eftir breytingu á lögun-
um um kjarasamninga opinberra starfsmanna í mai s. 1., var BHM
veitt lagaheimild til þess að segja upp samningum sínum frá 1.
nóvember 1977. Eftir samninga og sáttaumleitanir gekk kjaradeila
BHM og fjármálaráðlierra til Kjaradóms i september s. 1. og er
þar til meðferðar þegar þetta er skrifað. Sérsamningum hinna
ýmsu aðildarfélaga BSBB og BHM er enn ólokið, en lýkur
væntanlega á næstunni, annað hvort með samningum eða úr-
slcurði kjaranefndar í málum BSBB og Kjaradóms í málum BHM.
Áætlað er, að í fyrsta áfanga kjarasamninga ASÍ og vinnuveit-
enda liafi kauptaxtar liækkað að meðaltali um 25—26% að með-
töldum áhrifum sérsamninga einstakra verkalýðsfélaga og landssam-
banda. Tekjuáhrif samninganna voru þó sennilega nokkru meiri
eða 26—27% og er þá gert ráð fyrir, að yfirborganir lialdist óbreytt-
ar lilutfallslega.
Þeir kjarasamningar, sem gerðir hafa verið eftir júnísamkomu-
lagið — aðrir en samningar BSBB, sem þegar er getið —
hafa í stórum dráttum orðið mjög svipaðir samningum ASl. Þegar
þetta er haft í huga má ætla, að kauptaxtar launþega hafi hækkað
að meðaltali um 28% í júní og júlí, og eru þá áhrif sérkjarasamn-
inga ASl meðtalin. Kauptaxtar hækkuðu ennfremur með verðbóta-
vísitölu 1. september s. 1. um 3,5% að meðaltali og munu enn hækka
um 12—13% 1. desember n. k., bæði vegna umsaminnar grunn-
kaupshækkunar launa og vegna vísitöluhækkunar. Samkvæmt þessu
munu kauptaxtar allra launþega verða yfir 40% hærri að meðal-
tali í ár en i fyrra, en kauptaxtar hækkuðu að meðaltali um 26%
árið 1976. Frá ársbyrjun til ársloka hækka kauptaxtar laun-
þega um nálægt 60% og er það mesta kauphækkun á einu ári frá
því á styrj aldarárunum.
I spá um tekjubreytingar á árinu er gert ráð fyrir, að atvinnutekj ur
liækki svipað og kauptaxtar. Yfirvinnubann Alþýðusambandsins í
maí og júní hafði i för með sér, að atvinnutekjur urðu þá rýrari en
ella, en þessari tekjulækkun verður sennilega að mestu mætt bæði
með launaskriði og lengingu vinnutíma síðari hluta ársins. Tekjur
sjómanna niunu aukast talsvert meira en tekjur landverkafólks, en
aðrar tekjur munu sennilega aukast heldur minna. Því er spáð, að
heildaratvinnutekjur, að meðtalinni 1%—2% fjölgun fólks í vinnu,