Þjóðarbúskapurinn - 01.10.1977, Síða 25
23
aukist um 41% á árinu 1977. Tilfærslutekjur, þ. e. einkum bætur
alinannatrygginga, munu væntanlega aukast nokkru meira en þetta,
en aðrar tekjur, svo sem eignatekjur, gætu hækkað minna, þannig að
brúttótekjur ykjust um svipað hlutfall og atvinnutekjur eða um 41%.
Beinir skattar hækka sennilega um nálægt 38%, og því munu ráðstöf-
unartekjur lieimilanna aukast um a. m. k. 42% á árinu 1977.
Nokkuð dró úr liraða verðbólgunnar fyrstu sjö mánuði þessa árs.
Vísitala framfærslukostnaðar í ágústbyrjun var 26,7% hærri en ári
áður, og er þetta minnsta árshækkun vísitölunnar, sem skráð liefur
verið siðan i ágúst 1973. Að nokkru stafaði þetta af hækkun niður-
greiðslna i júlí, sem lækkuðu framfærsluvísitöluna 1. ágúst um
1,5%. Á hinn bóginn er húizt við, að verðbólguhraðinn aukist á ný
síðari hluta ársins, þegar áhrifa kauphækkana um mitt árið verður
farið að gæta i vaxandi mæli í innlendu verðlagi. Frá upphafi til
loka ársins er spáð um 32% hækkun neyzluvöruverðs og er það mjög
svipuð hækkun og varð á árinu 1976. Neyzluvöruverð yrði þá að
meðaltali 31 % hærra í ár en í fyrra.
Spá
Breytingar í % 1972 1973 1974 1975 1976 1977
Vísitala framfærslukostnaðar
Ársmeðaltal........................ 10 22 43 49 32 31
Yfir árið.......................... 12 35 53 37 32 32
Verðlag vöru og þjónustu
Ársmeðaltal........................ 14 25 43 50 34 31
Samkvæmt þeirri spá, sem að ofan er rakin, mun kaupmáttur
kauptaxta allra launþega, mældur á mælikvarða framfærsluvísitölu,
aukast um nálægt 7% að meðaltali á árinu 1977 borið saman við 4%
rýrnun á árinu 1976. Kaupmáttur ráðstöfunartekna heimilanna,
mældur á kvarða verðbreytingar einkaneyzlu, mun aukast um 8,5%.
Kaupmáttur ykist þvi lieldur meira en þjóðartekjur, gagnstætt því
Spá
1972 1973 1974 1975 1976 1977
Kaupmáttur ráðstöfunartekna
Vísitölur............................. 100,0 108,7 117,7 105,8 109,1 118,3
Breytingar í %...................... 12,2 8,7 8,3 4-10,1 3,1 8,4
Vergar þjóðartekjur
Vísitölur.......................... 100,0 109,6 110,5 103,8 109,9 117,9
Breytingar í %....................... 5,4 9,6 0,8 4-6,0 5,9 7,3