Þjóðarbúskapurinn - 01.10.1977, Síða 30
28
og ekki sýnt neinar sérstakar breytingar. Kaupmáttaraukningin yirð-
ist því hafa komið fram í innflutningi fyrr á árinu, meðal annars af
völdum útlánaaukningar bankakerfisins. Reikna má með, að almenni
vöruinnflutningurinn siðustu mánuði ársins sýni minni breytingar
frá fyrra ári, þar sem innflutningur var þegar mjög' mikill á sama
tíma í fyrra. Árstíðabundinn samdráttur í innflutningi frá öðrum til
þriðja fjórðungs þessa árs virðist heldur meiri í ár en í fyrra, og'
vera má, að gengislækkun krónunnar að undanförnu bafi nokkur
álirif á innflutning næstu mánuðina. Gert er nú ráð fyrir, að almenn-
ur vöruinnflutningur aukist í ár um 20% í magni. í samanburði við
þá 6% aukningu, sem spáð er fyrir almenna innlenda eftirspurn, þá
er þetta mun meiri innflutningsaukning en við hefði mátt búast sam-
kvæmt fyrri reynslu, en þessi munur skýrist a. m. k. að hluta með því,
að innflutningsverð í blutfalli við innlent verðlag hefur lækkað um
10%. Allir vöruflokkar innflutnings hafa aukizt talsvert mikið á þessu
ári, en þegar á heildina er litið er aukningin nokkru minni í rekstrar-
vörum en neyzluvörum og vörum til fjárfestingar.
Eins og þegar er rakið í kaflanum um fjárfestingu, er reiknað með
að innflutningur skipa og flugvéla muni verða tvöfalt meiri í ár en
í fyrra, en annar innflutningur sérstakrar fjárfestingarvöru mun að
líkindum einungis verða þriðjungur þess, sem bann var á árinu 1976.
Innflutningur rekstrarvöru til álverksmiðjunnar mun væntanlega
aukast um 5%, eða beldur hægar en nemur framleiðsluaukningunni,
og er þá gert ráð fyrir, að rekstrarvörubirgðir álverksmiðjunnar
minnki heldur. Séu ]>essar spár um framvindu almenns og sérstaks
vöruinnflutnings dregnar saman verður niðurstaðan sú, að heildar-
vöruinnflutningurinn aukist um 19% árið 1977 samanborið við 4%
samdrátt 1976 og 14% samdrátt 1975. Innflutningurinn verður ennþá
nokkru minni en árið 1974, en þá var meira flutt inn af vörum til
landsins en nokkru sinni.
Innflutningsverð í erlendri mynt hefur hækkað um 1,5% að meðal-
tali frá einum ársfjórðungi til annars undangengin tvö og bálft ár.
Ilækkun innflutningsverðs á þessu ári hefur verið svipuð en þó e. t. v.
heldur örari, og er nú gert ráð fyrir, að innflutningsverð hækki um
7—8% í erlendri mynt milli áranna 1976 og 1977. Vegna gengislækk-
unar krónunnar mun innflutningsverðið í krónum hækka um 18—
19% samanborið við 30% verðhækkun þjóðarútgjalda. Miðað við
spána um 19% magnaukningu innflutningsins niun heildarverðmæti
innflutnings aukast um 28% í erlendri mynt, en það svarar til nm
41% aukningar í krónum.
Fyrri lielming þessa árs voru þjónustuútgjöld um 18% meirí