Þjóðarbúskapurinn - 01.10.1977, Qupperneq 36
34
ársfjórðungi vegna yfirvinnubanns ASÍ i maí og júní. Útflutnings-
framleiðsla iðnaðarvöru annarrar en áls er talin aukast um 8—9%
í ár. Þá er reiknað með, að búvöruframleiðslan aukist um 4% þetta
ár, enda hefur árað vel til búskapar. Verzlunarvelta hefur farið
vaxandi á árinu og er reiknað með auknum umsvifum frá fyrra
ári, bæði í heildverzlun og smásölu. Byggiugarframkvæmdir og
mannvirkj agerð munu hins vegar haldast á svipuðu stigi og i
fyrra, einkum vegna samdráttar í opinberum framkvæmdum, en
íbúðabyggingar eru bins vegar taldar aukast nokkuð. Reiknað er
með um 2% aukningu opinberrar þjónustu, en að umsvif í öðrum
greinum, einkum ýmis konar þjónustustarfsemi einkaaðila, aukist
heldur örar.
Samkvæmt þessu mun framleiðslan aukast talsvert meira i út-
flutningsatvinnuvegunum en í þeim greinum, sem selja afurðir sínar
á markaði innanlands, og svo var einnig árið 1976. Útflutningsfram-
leiðslan er talin aulcast um 13%, en framleiðsla heimamarkaðsgreina
gæti vaxið um 2—2%% árið 1977.
Þrátt fyrir framleiðsluaukningu og hækkun útflutningsverðs hefur
afkoma útflutningsatvinnuveganna versnað talsvert nú síðustu
mánuðina vegna innlendra kostnaðarhækkana. Þetta á einkum við
um fiskiðnaðinn og útflutningsgreinar iðnaðarins, en hins vegar
liafa fiskveiðarnar hagnazt á hinum mikla sjávarafla og hækkun
fiskverðs. Samkvæmt áætlunum um afkomu fiskveiðanna virðist
hagur útgerðar nú betri en verið hefur nokkur undangengin ár.
Afkoma frystihúsa batnaði fyrri hluta ársins, einkum vegna út-
flutningsverðshækkunar, en frá miðju ári hefur liagur frystihús-
anna farið liríðversnandi vegna mikillar hækkunar fiskverðs og
annars innlends kostnaðar í kjölfar kjarasanminganna í júní. Hið
sama á við um afkomu saltfisk- og skreiðarframleiðslufyrirtækja,
en þar hefur að auki gætt markaðserfiðleika og verðlækkana
erlendis. Við núverandi rekstrarskilyrði nýtur frystiiðnaðurinn
nokkurra greiðslna úr Verðjöfnunarsjóði fiskiðnaðarins, og vegna
saltfisk- og skreiðarframleiðslunnar verður einnig um verulegar
greiðslur að ræða úr sjóðnum, en verðjöfnunargreiðslurnar nægja
þó ekki til þess að vega upp taprekstur þessara greina. Nú er ný-
lokið sérstakri athugun á rekstrarvanda frystingarinnar og sýna
niðurstöður þeirrar athugunar laka afkomu frystiiðnaðarins, eink-
um þó frystihúsa á Suður- og Suðvesturlandi, en þar var afli rýr
síðustu vetrarvertíð og reyndar hefur hagur frystiliúsa i þessum
landshluta verið mun lakari en annars staðar á landinu undan-
gengin þrjú ár.