Þjóðarbúskapurinn - 01.10.1977, Side 37
35
Hin örðugu rekstrarskilyrði útflutningsatvinnuveganna hafa enn
sem komið er a. m. k. ekki haft nein merkjanleg áhrif á atvinnu.
Atvinnuleysi hefur verið afar lítið á undanförnum árum og hefur
jafnvel enn farið minnkandi á þessu ári. Fyrstu níu mánuði þessa
árs voru 320 manns að meðaltali skráðir atvinnulausir, en það var
um 0,4% af heildarmannafla, en á sama tíma í fyrra voru 550
manns að meðaltali á atvinnuleysisskrá eða 0,6% af mannafla. At-
vinnuástandið hefur því lialdizt gott og má nú fremur teljast hætta
á umframeftirspurn eftir vinnuafli.
Peningamál.
í lánsfjáráætlun ársins 1977 var að því stefnt, að heildaraukning
peningamagns og sparifjár vrði ekki nema 19 milljarðar króna á
árinu eða um 24%. Fyrstu sjö mánuði ársins jókst peningamagn
hins vegar um 19,5 milljarða króna. Er því ástæða til að efast um,
að unnt verði að lialda helztu peningastærðum innan marka láns-
fjáráætlunar fyrir árið í heild, jafnvel þó að tekið sé með í reikn-
inginn, að aukningin fyrri hluta árs er jafnan mun örari en síðari
hlutann, einkum vegna árstíðarsveiflu útflutnings. Þá er ennfremur
líklegt, að lánsfjáreftirspurn þjmgist verulega síðari hluta ársins af
völdum mikillar Iiækkunar rekstrarkostnaðar atvinnuveganna í
kjölfar kjarasamninganna í sumar.
Fyrri helming ársins jukust endurkaup afurðalánavíxla mun
meira en skýra má með venjulegri árstíðabreytingu og g'jaldeyris-
kaup voru langt umfram gj aldeyrissölu, einkum vegna mikils inn-
streymis erlends lánsfjár. Yfirdráttur ríkissjóðs í Seðlabankanum
jókst einnig verulega eins og jafnan fyrri hluta ársins, enda eru
útgjöld ríkissjóðs þá venjulega talsvert umfram tekjur, en þetta
snýst svo við síðari hluta ársins. Allt þetta varð til þess, að lausa-
fjárstaða innlánsstofnana batnaði að mun, þannig að grunnur var
lagður að auknum útlánum bankanna. Siðari hluta þessa árs verða
erlendar lántökur mun minni en þær voru fvrri hluta ársins, og
hefur lausafjárstaða bankanna farið versnandi síðan um mitt sumar.
Þá má einnig búast við, að síðustu mánuði ársins fari áhrifa vaxta-
breytinganna í ágúst að gæta í vaxandi mæli, en nánari grein er
gerð fyrir vaxtabreytingum þessum i annál efnahagsmála. Þessar
vaxtabreytingar fólu meðal annars í sér, að innlánsvextir vaxta-
aukareikninga voru hækkaðir í 26% og vextir rekstrarlána voru
samræmdir og hækkaðir. Yaxtaákvörðun þessi var hins vegar
mun mikilvægari að því leyti, að með henni var að því stefnt,
að vextir breyttust með hliðsjón af almennum verðbreytingum.