Þjóðarbúskapurinn - 01.10.1977, Page 46
44
tekna á mann jókst á liinn bóginn um 2%, ef miðað er við hækkun
einkaneyzluverðlags, en á árinu 1975 minnkaði kaupmátturinn um
11%.
Neyzla.
Einkaneyzla er talin hafa aukizt um 1% á árinu 1976, en einkaneyzla
á mann er talin hafa verið óbreytt. Árið 1975 dróst einkaneyzla á
mann saman um 11%. Árið 1976 jókst einkaneyzla nokkru minna
en kaupmáttur ráðstöfunartekna, þar sem sparnaður er talinn hafa
aukizt í hlutfalli við tekjur. Innflutningur neyzluvöru jókst nokkuð
á árinu 1976, en hafði hins vegar minnkað verulega 1975. Innflutn-
ingur varanlegs neyzluvarnings var nokkuð tregur á fyrri hluta
ársins, en þegar líða tók á árið jókst hann verulega. Kaup á land-
búnaðarafurðum og þjónustu voru svipuð og á árinu 1975, en kaup
á öðrum innlendum neyzluvörum sem og opinber þjónusta jókst
nokkuð. Verðlag einkaneyzlu er talið hafa hækkað um 30% 1976,
samanborið við um 49% hækkun 1975.
Samneyzla er nú talin hafa aukizt um 5% á árinu 1976, samanborið
við um 2% aukningu 1975. Við uppliaf ársins var ekki gert ráð fyrir
aukningu samneyzluútgjalda 1976, en stóraukin útgjöld til landhelgis-
gæzlu áttu mestan þátt í því að samneyzla jókst frá fyrra ári.
Verðbreyting samneyzlunnar var 29% 1976 og gætti hér einkum
launaliækkana opinberra starfsmanna.
Fjármunamyndun.
Heildarfjármunamyndun dróst saman um 2,6% á árinu 1976. Af
einstökum þáttum fjármunamyndunarinnar má nefna, að sérstök
íjárfestingarútgjöld vegna innflutnings skipa og flugvéla, svo og
virkjunarframkvæmda og annarra stórframkvæmda, minnkuðu um
3% og almenn fjárfestingarútgjöld minnkuðu um 2%. Árið 1975 dróst
heildarfjármunamyndun saman um 8,4%, en á því ári jukust hin sér-
stöku fjárfestingarútgjöld um 2,6%, en almenn fjármunamyndun
minnkaði hins vegar um 12%. Heildarfjármunamyndun á árinu 1976
nam 30,3% af þjóðarframleiðslu, samanborið við 34% 1975 og
32,9% 1974.
Samdráttur hinna sérstöku fjárfestingarútgjalda 1976 varð einkum
vegna þess, að innflutningur skipa var einungis um þriðjungur þess,
sem hann var árið áður, en þá hafði innflutningur skipa dregizt
saman um 38% frá 1974, þegar hann náði hámarki. Útgjöld til stór-