Þjóðarbúskapurinn - 01.10.1977, Síða 48
46
um frátöldum) um 8%, en þjóðartekjur jukust um 0,8%. Þessu var
hins vegar öfugt farið árið 1975, en þá nam minnkun þjóðarútgjalda
umfram lækkun þjóðartekna nær 3% og 1976 jukust þjóðartekjur
um nær 5^% meira en þjóðarútgjöld.
Innflutningur.
Innflutningur dróst enn saman árið 1976. í kjölfar 14% samdráttar
1975 minnkaði vöruinnflutningur enn um 4% 1976. Þessum sam-
drætti vöruinnflutnings 1976 olli einlcum verulegur samdráttur i
innflutningi skipa, eða sem nam um % frá 1975, en einnig minnkaði
innflutningur á rekstrarvörum Álverksmiðjunnar um fimmtung. Sér-
stakur vöruinnflutningur, þ. e. skip og flugvélar og innflutningur
til virkjunarframkvæmda og annarra stórframkvæmda, minnkaði um
18,5% 1976 samanborið við um 22% samdrátt 1975. Almennur vöru-
innflutningur — sem einkum ræðst af innlendri eftirspurn — minnk-
sði um 14% 1975, en var liins vegar óbreyttur 1976. Innflutningsverð
er talið hafa liækkað um 5% i erlendri mynt og þar sem verð á er-
lendum gjaldeyri hækkaði um 13,3% hækkaði innflutningsverð að
meðaltali um 19% í krónum. Árið 1975, þegar verð á erlendum gjald-
evri hæklcaði um 56,5%, nam hækkun innflutningsverðs röskum 64%
i krónum.
Nokkur breyting varð á samsetningu innflutnings árið 1976, eink-
um vegna hlutfallslegrar aukningar á innflutningi neyzluvarnings,
sem nam 28% heildarinnflutningsins 1975 en 31% 1976. Hlutur
rekstrarvöru í heildarinnflutningnum lækkaði hins vegar úr 37%
í 36% og hlutur fjárfestingarvöru lækkaði úr 34% í 32% árið
1976. Ef miðað er við lieildarverðmæti innflutnings, hefur hlutur
olíuinnflutnings haldizt óbreyttur árin 1974— 1976, eða um 12%.
Heildarmagn innfluttrar olíu hefur hins vegar minnkað stöðugt und-
angengin þrjú ár, eða um röskan þriðjung frá árinu 1973.
Þjónustuinnflutningur er talinn hafa aukizt um 4% að magni 1976.
Heildarinnflutningur vöru og þjónustu minnkaði því um 1% 1976
samanborið við um 10% samdrátt 1975.
Greiðslujöfnuður.
Heildarvöruútflutningur (f. o. b.) árið 1976 nam 73,5 milljörðum
króna, en heildarvöruinnflutningur (f. o. b.) um 78,1 milljarði króna.
Hallinn á vöruskiptajöfnuðinum nam þvi um 4,6 milljörðum króna.
Tekjur af þjónustuútflutningi námu um 32 milljörðum króna og
þjónustuinnflutningur nam um 31,8 milljörðum og varð því afgangur
á þjónustujöfnuðinum um 0,2 milljarðar króna. Hallinn á viðskipta-