Þjóðarbúskapurinn - 01.10.1977, Blaðsíða 49
47
jöfnuðinum nam því um 4,4 milljörðum króna, eða um 1,7% af
þjóðarframleiðslu, samanborið við um 11—12% undangengin tvö ár.
Ný erlend lán til langs tíma námu um 19 milljörðum króna árið
1976, samanborið við 24,3 milljarða 1975 á sambærilegu gengi. End-
urgreiðslur erlendra lána námu 8,2 milljörðum króna og þvi jukust
erlendar skuldir um 10,8 milljarða 1976. Jöfnuður annarra fjár-
magnshreyfinga varð neikvæður um 3,1 milljarð króna. Heildar-
jöfnuður fjármagnshreyfinga á árinu 1976 varð því jákvæður um
7,7 milljarða króna og heildargreiðslujöfnuður var liagstæður um 3,4
milljarða, en liafði verið óhagstæður undangengin tvö ár.
Erlendar skuldir jukust enn á liðnu ári, en aukningin var mun
minni en 1975. í hlutfalli við útflutningstekjur námu afborganir og
vaxtagreiðslur af erlendum lánum til langs tíma — að frátöldum
lánum hjá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum — um 14% 1976, sem er nokkru
minni greiðslubyrði en 1975. Ef tekið er tillit til skuldanna við AI-
þjóðagjaldeyrissjóðinn hækkar þetta hlutfall aðeins lítillega árin 1975
og 1976, eða um %%, en frá árinu 1977 fer munurinn vaxandi.
Gjaldeyrisstaðan.
Vegna hagstæðrar þróunar greiðslujafnaðarins 1976 batnaði gjald-
eyrisstaðan nettó um 3,4 milljarða króna, samanborið við rýrnun
um 6,2 milljarða króna 1975 og röska 10 milljarða 1974, ef reiknað er
á meðalgengi í árslok 1976. Þrátt fyrir batann 1976 var nettógjald-
eyrisstaðan enn neikvæð um 400 milljónir króna i árslok. Gjald-
eyrisforðinn jókst einnig á árinu 1976 og ef miðað er við gengi í
árslok, nam aukning gjaldeyrisforðans brúttó 6,8 milljörðum króna,
að hluta vegna lántöku hjá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum.
Peninga- og fjármagnsmarkaður.
Peningamál.
Þróun peningamála á síðasta ári varð um margt frábrugðin því,
sem verið liafði næstu tvö árin á undan, og varð niðurstaðan í árs-
iok yfirleitt mun hagstæðari en áður. Þess ber þó að geta, að lengst
af var aukning peningamagns og útlána sízt minni en almenn veltu-
aukning í hagkerfinu, en undir lok ársins snérist þessi þróun við
og í desember voru innlán og afborganir af eldri lánum mun meiri
en veitt lán. Alls jukust útlán bankakerfisins um fjórðung á árinu
1976, samanborið við um 43% aukningu 1975 og 62% aukningu 1974.
Þessa breytingu má að verulegu leyti rekja til mun minni skulda-
aukningar rikissjóðs við Seðlabankann en árið áður. Heildaraukning