Þjóðarbúskapurinn - 01.10.1977, Blaðsíða 60
58
Innflutningsgjald af fjórhjóladrifnum bílum var hækkað úr 25% í
80% strax og í 100% frá 1. júlí 1976. Með þessari breytingu var
skattlagning þessara ökutækja samræmd skattlagningu venjulegra
fólksbifreiða.
Alþingi samþykkti lög (nr. 33/1976) um breytingu á lögum um eftir-
laun aldraðra félaga í stéttarfélögum, en með þeim var samkomulag
aðila vinnumarkaðarins um lífeyrismál frá febrúar staðfest í lögum.
Alþingi samþykkti lög (nr. 36/1976) um breytingu á almannatrygg-
ingalögum, en í þeim var kveðið á um mikla hækkun á „frítekju-
marki tekjutryggingar“ (þeirrar fjárhæðar árslauna lífeyrisþega, sem
ekki skerðir rétt til tekjutryggingar).
Þessi breyting stafaði af lífeyrissamkomulagi aðila vinnumarkaðs-
ins og var gerð til þess að hækkun lífeyrissjóðsgreiðslna skv. sam-
komulaginu vlli yfirleitt eldci lækkun tekjutryggingar.
Júlí.
Með bráðabirgðalögum (nr. 91/1976) var fjárhæðum í skattstiga eign-
arskatts einstaklinga breytt og skattfrjáls eign hækkuð til þess að
draga enn frekar úr áhrifum 2,7-földunar fasteignamats á eignar-
skattsálagningu íbúðarhúsnæðis en gert var með lögunum nr. 97/1975.
Ágúst.
Benzíngjald hækkað úr 17,60 kr. í 18,40 kr. pr. lítra.
Auk 9% hækkunar almennra lífeyrisbóta i samræmi við hækkun
kauptaxta var tekjutrygging almannatrygginga hækkuð um 18% frá
1. ágúst.
Október.
Fjárlagafrumvarp ársins 1977 lagt fram á Alþingi.
Desember.
Fjárlög ársins 1977 afgreidd sem lög frá Alþingi 21. desember. Skatt-
vísitala tekjuskatts einstaklinga var hækkuð um 30% í samræmi við
áætlaða hækkun tekna 1976.
Álagning hins sérstaka vörugjalds framlengd óbreytt, 18%, út árið
1977.
Álagning sjúkratryggingagjalds, 1% af útsvarsskyldum tekjum, fram-
lengd til ársloka 1977. Gjaldið skal nú innheimt af innheimtumönn-
um ríkissjóðs en ekki af sveitarfélögunum eins og 1975.