Þjóðarbúskapurinn - 01.10.1977, Page 66
64
4) Aðrir útlánsvextir voru hækkaðir þannig, að forvextir hækkuðu
um % stig en vextir greiddir eftir á liækkuðu um 1 stig.
Spariskírteini ríkissjóðs að andvirði 1100 m.kr. voru gefin út.
September.
Samkomulag Seðlabankans og viðskiptabankanna um 20% hámarks-
aukningu almennra útlána árið 1977.
III. Launamál.
1975.
Febrúar.
Kinn 1. febrúar reyndist vísitala framfærslukostnaðar 372 stig, eða
14 stigum hærri en það mark (358 stig), sem endurskoðun launa-
jöfnunarbóta var háð, samkvæmt ákvæðum bráðabirgðalaga frá 24.
september 1974 um launajöfnunarbætur o. fl.
Marz.
Hinn 26. marz var undirritað bráðabirgðasamkomulag milli ASÍ og
vinnuveitenda fyrir tímabilið 1. marz—31. maí 1975. Samkomulagið
fól í sér 4 900 kr. hækkun mánaðarlauna lægri en 69 000 kr. fyrir
fulla dagvinnu og tilsvarandi hækkun yfirvinnu og að laun á bilinu
69 000 — 73 900 kr. verði öll 73 900 kr. Jafnframt varð samkomu-
lag um, að á tímabilinu fram til 1. júni slcyldu fara fram viðræður
um endurskoðun verðlagsbóta á laun. Launahækkun þessi var áætl-
uð jafngilda 13% hækkun lægstu kauptaxta, en 10—11% að meðal-
tali fyrir þau aðildarfélög ASÍ, sem bækkunin náði til.
A príl.
Hinn 8. apríl tókust samningar milli sjómanna á bátaflotanum og
minni skuttogurum og útvegsmanna fyrir tímabilið frá 1. marz til 31.
maí 1975. Meginákvæði samningsins fólu í sér hækkun skiptahlutar á
línu og netum um 1%-stig, sem talið er jafngilda um 2%% meðal-
hækkun aflahluta sjómanna, og hækkun kauptryggingar háseta um
tæplega 11%.
Hinn 9. april hófst verkfall sjómanna á stóru skuttogurunum, en
samningaviðræður um nýja kjarasamninga í stað gildandi samninga
l'rá marz 1973 höfðu þá staðið yfir um nokkurt skeið.