Þjóðarbúskapurinn - 01.10.1977, Page 73
71
Júlí.
Hinn 9. júlí voru undirritaðir nýir kjarasamningar fyrir sjómenn á
fiskiskipum (sjá kaflann um tekjuákvarðanir í sjávarútvegi).
Hinn 15. júli gerðu BHM og fjármálaráðherra samning um endur-
skoðun gildandi aðalkjarasamnings síns; samkvæmt samningnum
liækkuðu laun um 7,5% 1. júlí og kom sú hækkun ofan á þá 4%
hæklcun 1. júlí, sem samningurinn kvað á um, og 6,7% vísitölu-
hækkun launa 1. júní.
Ágúst.
Samningar tókust milli sjómanna á kaupskipum og skipafélaganna
og voru þeir að mestu í hátt við júnísamninga ASÍ og vinnuveitenda.
September.
Verðbótavísitala 1. september var 104 stig eða 4 stigum hærri en
1. maí.
BSRB boðaði til verkfalls frá og með 26. september, en samkvæmt
ákvæðum kjarasamningalaga BSRB lagði sáttanefnd í kjaradeilunni
þá fram miðlunartillögu og frestaði verkfahi um hálfan mánuð.
IV. Tekjuákvarðanir í sjávarútvegi.
1975.
Janúar.
Yfirnefnd Verðlagsráðs ákvað 20. janúar nýtt verð á loðnu til bræðslu,
sem fól í sér um 40% lækkun meðalskiptaverðs. Viðmiðunarverð
Verðjöfnunarsjóðs á loðnuafurðum ákveðið þannig, að reiknað var
með nokkrum greiðslum í sjóðinn vegna loðnulýsis, en greiðslum
úr sjóðnum vegna loðnumjöls að því marki sem innstæður sjóðsins
vegna loðnumjöls leyfðu.
Febrúar.
Afirnefnd Verðlagsráðs ákvað 7. febrúar nýtt verð á loðnu til fryst-
ingar; lækkaði verðið um 63% frá loðnuvertíð 1974.
í sambandi við gengislækkun krónunnar 13. febrúar samþykkti Al-
þingi lög um ráðstöfun gengishagnaðar af birgðum sjávarafurða
(lög nr. 2/1975).