Þjóðarbúskapurinn - 01.10.1977, Page 75
73
Verðjöfnunarsjóðs ákveðið þannig, að við ríkjandi markaðsverð og
gengisskráningu var gert ráð fyrir greiðslum úr sjóðnum vegna
freðfisks sem nam 2 600 m.kr. á heilu ári.
Október.
Hinn 13. október ákvað yfirnefnd Verðlagsráðs 4V2—5% meðalhækk-
un almenns fiskverðs fyrir tímabilið október—desember. Viðmið-
unarverð Verðjöfnunarsjóðs ákveðið þannig, að við ríkjandi markaðs-
verð og gengisskráningu var gert ráð fyrir verulegum greiðslum úr
sjóðnum vegna freðfisks.
Desember.
Vegna yfirstandandi endurskoðunar á sjóðakerfi sjávarútvegsins
ákvað yfirnefnd Verðlagsráðs, að almennt fiskverð skyldi haldast
óbreytt tímabilið 1. janúar—31. janúar (þessi ákvörðun var síðar
framlengd til 15. febrúar) frá því sem verið hafði. Á hinn bóginn
breyttist stærðarflokkaskipting nokkuð og hafði það í för með sér
1%% fiskverðshækkun að meðaltali. Viðmiðunarverð Verðjöfnunar-
sjóðs var ákveðið þannig, að gert var ráð fyrir greiðslum úr sjóðn-
um sem námu 1 600—1 700 m.kr. á ári vegna freðfisks.
1976.
Febrúar.
Samkomulag um breytingar á sjóðum sjávarútvegs og hlutasldptum.
Meginbrejdingarnar voru þær, að Olíusjóður fiskiskipa var afnuminn
og iðgjaldastyrkir Tryggingasjóðs fiskiskipa voru lækkaðir um helm-
ing og hafði þetta í för með sér, að útflutningsgjöld af sjávarafurðum
voru lækkuð úr 16—17% af f. o. b.-verðmæti í 6% (lög nr. 5/1976).
Þá var jafnframt ákveðið (lög nr. 4/1976), að Stofnfjársjóðsgjald
Iækkaði úr 15% í 10% af verðmæti heimalandaðs afla og lir 21%
í 16% af verðmæti afla, sem landað er erlendis.
Marz.
1 tengslum við breytingarnar á sjóðum sjávarútvegs og gerð sjó-
mannasamninga ákvað yfirnefnd Verðlagsráðs binn 1. marz 32%
hækkun almenns fiskverðs fyrir tímabilið 16. febrúar—30. júní, en
þar af olli sjóðakerfisbreytingin 24% hækkun.
Dagana 29. febrúar og 1. marz voru undirritaðir samningar fyrir
siómenn á fiskiskipum og tengdust þeir samningar sjóðakerfisbreyt-