Þjóðarbúskapurinn - 01.10.1977, Page 76
74
ingunni og fiskverðsákvörðun 1. marz. Skv. samningunum lækkaði
skiptahlutfall sjómanna um 14% en vegna fiskverðshækkunarinnar
\oru tekjur sjómanna engu að síður taldar aukast um 13%. Samn-
ingar þessir voru felldir í atkvæðagreiðslu i mörgum aðildarfélaga
sjómannasamtakanna, en voru síðar lögfestir í september 1976.
Við ákvörðun nýs viðmiðunarverðs Verðjöfnunarsjóðs var gert ráð
fyrir 1.600 m.kr. útgreiðslum á ári vegna freðfisks.
Júní.
Hinn 28. júní ákvað Verðlagsráð sjávarútvegsins 11,8% hækkun al-
menns fiskverðs fyrir tímabilið júlí-september. Við ákvörðun við-
miðunarverðs Verðjöfnunarsjóðs var gert ráð fyrir verulegum greiðsl-
um úr sjóðnum vegna freðfisks — við ríkjandi markaðsverð og gengis-
skráningu.
September.
Hinn 1. september voru gefin út bráðabirgðalög (nr. 98/1976) um
kaup og kjör sjómanna, er fólu í sér lögfestingu sjómannasamning-
anna frá í febrúar og síðar, en þeir höfðu víða verið felldir í atkvæða-
greiðslu einstakra félaga en engu að síður komið til framkvæmda
víðast hvar. Lögin kváðu á um að samningar þessir skyldu gilda til
15. maí 1977, en þeim mætti þó breyta með samningum en bann var
lagt við verkföllum til að knýja fram breytingar á samningunum.
Október.
Hinn 6. október ákvað yfirnefnd Verðlagsráðs 9,8% hækkun almenns
fiskverðs fyrir tímabilið október—desember. Viðmiðunarverð Verð-
jöfnunarsjóðs var ákveðið þannig, að gert var ráð fyrir 2.700 m.kr.
útgreiðslum úr sjóðnum á ári vegna freðfisks — við ríkjandi markaðs-
verð og gengisskráningu.
Desember.
Hinn 31. desember ákvað yfirnefnd Verðlagsráðs 9,7% hækkun al-
tnenns fiskverðs fyrir tímabilið janúar—júní 1977. Við ákvörðun við-
tniðunarverðs Verðjöfnunarsjóðs var gert ráð fyrir um 100 m.kr.
greiðslum úr sjóðnum á ári vegna freðfisks.