Þjóðarbúskapurinn - 01.10.1977, Page 78
76
Desember.
Hinn 1. desember var verðlagsgrundvöllur búvöru hækkaður um 2,3%
en á móti voru verðáhrif launajöfnunarbóta bænda felld niður.
Verð til bænda hélzt þvi óbreytt svo og smásöluverð.
1976.
Marz.
Hinn 22. marz var verðlagsgrundvöllur búvöru hækkaður um 8,5%,
sem hafði í för með sér 10,9% hækkun á verði til bænda. Á sama tíma
voru niðurgreiðslur lækkaðar um 580 m.kr. á ári og að meðtalinni
hækkun dreifingarkostnaðar höfðu þessar breytingar samtals i för
með sér 25% hækkun smásöluverðs.
Júní.
Hinn 1. júni hækkaði verð til bænda um 4,9% en smásöluverð bxi-
vöru um 5,5%.
September.
Verðlagsgrundvöllur búvöru var hækkaður um 8,8%. Vegna hækk-
unar vinnslukostnaðar hækkaði smásöluverð talsvert meira en þetta
en mismikið á bilinu 10—20%.
Desember.
Verð til bænda var hækkað um 6,6%, og hafði það í för með sér 5—8%
hækkun smásöluverðs.
1977.
Marz.
Verð til bænda var hækkað um 4,4%.
Júní.
Verð til bænda hækkaði um 0,8%.
September.
Hinn 1. september hækkaði verðlagsgrundvöllur búvöru og verð til
bænda um 19,2% frá júni-grundvelli en frá fyrra haustverði nam
hækkunin 33,7%.