Skessuhorn


Skessuhorn - 25.11.2015, Blaðsíða 8

Skessuhorn - 25.11.2015, Blaðsíða 8
MIÐVIKUDAGUR 25. NÓVEMBER 20158 Smábátamenn ræddu strandveiðar LANDIÐ: Strandveiðar smá- báta voru mikið í brennidepli á aðalfundi Landssambands smábátaeigenda (LS) nýver- ið. Samstaða var um að ítreka fyrri samþykktir þar sem þess er krafist að strandveiðar verði efldar að því marki að heildar- aflaviðmiðun hamli ekki veið- um á tímabilinu. Með öðr- um orðum að tryggja heim- ild til strandveiða 4 daga í viku (mánudaga - fimmtudaga) í 4 mánuði frá og með maí - ágúst. Þegar tekið er mið af strandveiðum 2015 mundi breytingin sem LS fer fram á leiða til þess að fjöldi róðra- daga á svæðum A, B og C mundi fjölga um alls 50. Afla- viðmiðun á sl. sumri nægði hins vegar fyrir svæði D. Smábátasjómenn vilja einn- ig nema á brott ákvæði reglna um að eigandi strandveiði- báts skuli róa sjálfur. Þeir telja að þetta geti hindrað unga menn og konur í að taka bát á leigu og stunda strandveið- ar. Það hamli æskilegri nýlið- un. Samþykkt var að óska eft- ir að ákvæðið yrði fellt út úr lögum um stjórn fiskveiða en eftir sem áður að hver útgerð megi aðeins eiga einn strand- veiðibát. Smábátaeigendur krefjast þess einnig að svokall- að bryggjugjald verði aflagt. Frá árinu 2010 hefur eigend- um strandveiða verið skylt að greiða 50 þúsund krónur til viðbótar strandveiðileyfinu. Upphæðin sem myndast hefur vegna þessa hefur síðan runn- ið til hafna landsins í hlutfalli við landaðan afla af strand- veiðum. -mþh Aflatölur fyrir Vesturland 14. - 20. nóvember Tölur (í kílóum) frá Fiskistofu: Akranes 6 bátar. Heildarlöndun: 37.781 kg. Mestur afli: Ebbi AK: 17.383 kg í fimm löndunum. Arnarstapi 3 bátar. Heildarlöndun: 23.323 kg. Mestur afli: Magnús HU: 11.390 kg í þremur löndun- um. Grundarfjörður 8 bátar. Heildarlöndun: 232.414 kg. Mestur afli: Hringur SH: 63.687 kg í einni löndun. Ólafsvík 11 bátar. Heildarlöndun: 107.595 kg. Mestur afli: Kristinn SH: 25.676 kg í fjórum löndunum. Rif 13 bátar. Heildarlöndun: 330.813 kg. Mestur afli: Rifsnes SH: 50.599 kg í einni löndun. Stykkishólmur 4 bátar. Heildarlöndun: 77.190 kg. Mestur afli: Þórsnes SH: 48.048 kg í einni löndun. Topp fimm landanir á tímabilinu: 1. Örvar SH – RIF: 87.734 kg. 15. nóvember. 2. Hringur SH – GRU: 63.687 kg. 17. nóvember. 3. Steinunn SF – GRU: 61.554 kg. 16. nóvember. 4. Tjaldur SH – RIF: 59.853 kg. 17. nóvember. 5. Rifsnes SH- RIF: 50.599 kg. 17. nóvember. mþh Lárus Ástmar Hannesson sett- ist nú í nóvembermánuði á þing um tveggja vikna skeið sem vara- maður fyrir Lilju Rafney Magnús- dóttur þingmann VG. Lárus not- aði tækifærið meðal annars til að spyrja ráðherra ríkisstjórnarinn- ar um ýmis mál. „Ég sendi tvær skriflegar fyrirspurnir á heilbrigð- isráðherra varðandi sameiningu öldrunarstofnunar í Stykkishólmi í húsnæði gamla sjúkrahúsins við Austurgötu. Það er búin að vera vinna í gangi við það mál frá 2011. Hópur sem ég var í ásamt Sturlu Böðvarssyni og fleirum skilaði skýrslu til stjórnvalda í september 2014 en ekkert hefur gerst síðan. Það er ekkert um þetta á fjárlögum 2015 og ekkert á fjárlögum 2016. Nú verður fróðlegt að sjá hverju heilbrigðisráðherra svarar. Ann- að árið í röð er ekki gert ráð fyr- ir neinu fjármagni í verkefnið. Síð- an spurði ég menntamálaráðherra hvort hann hyggist hækka svokall- að gólf í nemendafjölda við Fjöl- brautaskóla Snæfellinga þar sem það lítur út fyrir að stórir árgangar séu á leiðinni. Þetta gólf snýst um þann fjölda sem ríkið greiðir með við skólann og var lækkað úr 180 nemendum niður í 150. Auk þessa var ég svo með munnlegar fyrir- spurnir til menntamálaráðherra varðandi Landbúnaðarháskólann á Hvanneyri og sameiningu há- skóla á landsbyggðinni. Mér skilst að skýrsla starfshóps um þetta eigi að koma út á næstu dögum. Einn- ig spurði ég fjármálaráðherra um tekjuskiptingu ríkis og sveitarfé- laga og hvort ætti ekki að leiðrétta í þeim málum. Hann var nú ekk- ert á því. Ég spurði líka sjávarút- vegs- og landbúnaðarráðherra um tilhögun makrílveiða smábáta á næsta ári. Mér heyrist að það verði mjög líklega með svipuðu sniði sem þýðir þá áframhaldandi kvóta- setning á þessa báta í makrílveið- unum,“ segir Lárus Ástmar Hann- esson í samtali við Skesasuhorn. mþh Varaþingmaður spurði ráðherra spjörunum úr Fjölveiðiskipið Ásgrímur Halldórs- son SF 250 kom til Grundarfjarð- ar á mánudagsmorgun með slasað- an skipverja. Samkvæmt heimildum Skessuhorns hafði maðurinn farið úr axlarlið. Hann var fluttur undir læknishendur á Heilbrigðisstofnun Vesturlands. tfk Komið með slasaðan sjómann í land Fiskiskipið Sóley SH er nú til sölu og sjá má auglýsingu þess efnis í nýjasta tölublaði sjávarútvegsblaðsins Fiski- frétta. Sóley SH 124 er 26 metra togskip sem var smíðað á Seyðis- firði 1985. Skipið hentar einnig fyr- ir veiðar með línu, net og snurvoð. Í auglýsingunni kemur fram að Sóley SH geti fylgt kvóti sem gæfi allt að 310 tonna þorskígildi á yfirstandandi fiskveiðiári. Útgerðarfyrirtækið Soffanías Ce- cilsson í Grundarfirði er núverandi eigandi Sóleyjar. Fyrirtækið hætti út- gerð skipsins í lok síðasta árs. Alls var 12 skipverjum sagt upp störfum og skipinu lagt. Kvótaskortur útgerðar- innar var tilgreindur sem ástæða þess að útgerð Sóleyjar SH var hætt. mþh Sóley SH auglýst til sölu Sóley SH við bryggju á Grundarfirði skömmu áður en útgerð skipsins var hætt í fyrra. „Útvarpið fer í loftið 14. desemb- er á tíðninni 101,3 og útsending- ar standa til 18. desember,“ segir Íris Líf Stefánsdóttir, varaformað- ur nemendafélags Grunnskólans í Borgarnesi, í samtali við Skessu- horn. Í desembermánuði ár hvert hefjast útvarpsútsendingar frá Út- varpi Óðali. Óðal er félagsmið- stöð grunnskólanna í Borgarnesi, Varmalandi og á Kleppjárnsreykj- um og er það nemendafélag þess fyrstnefnda sem heldur utan um útsendingarnar. Efni frá þessum þremur skólum, auk Laugargerð- isskóla, verður útvarpað en mest af efninu kemur þó frá Grunnskólan- um í Borgarnesi. Þar er vinna við útvarpið hluti af íslenskunámi nem- enda. Eldri nemendur skólans und- irbúa handrit og skila inn sem hluta af íslenskueinkunn, en eng- um er þó skylt að taka þátt í útvarp- inu. „Við erum byrjuð að taka upp þætti yngri nemendanna en ung- lingadeildin verður í beinni útsend- ingu,“ segir hún og bætir því við að efnistök séu mjög misjöfn. „Það er til dæmis hefð fyrir því að 1. bekk- ur verði með jólasveinavísurnar og yngri krakkarnir eru með efni sem kennarar undirbúa fyrir þá en ung- lingarnir fjalla um tónlist, eru með viðtöl og fleira,“ segir Íris Líf. kgk Fjölbreytt efnistök í dagskrá Útvarps Óðals Útvarp Óðal fer í loftið um miðjan desembermánuð. Fréttaveita Vesturlands www.skessuhorn.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.