Skessuhorn


Skessuhorn - 25.11.2015, Side 18

Skessuhorn - 25.11.2015, Side 18
MIÐVIKUDAGUR 25. NÓVEMBER 201518 „Ef þetta heldur svona áfram stál- in stinn, þá leiðir það vafalaust til þess að fleiri íbúar hrökklast í burtu vegna óánægju. Ég er ekki til í horfa upp á það gerast án þess að bregðast við. Það sem liðið er hausts og vetrar hefur börnum fækkað um ellefu í leik- og grunn- skólanum á Hvanneyri. Fleiri for- eldrar eru að hugsa sér til hreyfings. Þetta er þvert á það sem formað- ur byggðarráðs og fræðslunefndar sagði að myndi gerast á fjölmenn- um íbúafundi á Hvanneyri í haust. Hún taldi að ákvörðunin um lok- un skóla á Hvanneyri myndi ekki hafa nokkur áhrif á þróun byggðar á svæðinu á meðan Hvanneyring- ar héldu öðru fram. Þar ríkir mikil samstaða á meðal íbúa þorpsins og mikil reiði í garð stjórnenda Borg- arbyggðar,“ segir Geirlaug Jó- hannsdóttir. „Við getum ekki hald- ið áfram í þessum ágreiningi. Það verður að skapa sátt um þetta mál og það er vel hægt ef vilji er fyr- ir hendi. Frumskylda okkar sveit- arstjórnarmanna hlýtur að vera að vinna að sátt. Auðvitað ber okk- ur einnig að tryggja fjárhagslegan grundvöll sveitarfélagsins. Þar eru sem betur fer mörg jákvæð teikn á lofti.“ Á síðasta fundi sveitarstjórn- ar Borgarbyggðar lagði Geirlaug fram bókun fyrir hönd minnihlut- ans þar sem hún reifar neikvæð áhrif of viðamikilla breytinga í skólahaldi. Borgarbyggð að rétta úr kútnum Geirlaug er menntuð í viðskipta- fræðum og starfar sem aðjúnkt við viðskiptasvið Háskólans á Bifröst og ráðgjafi hjá Hagvangi samhliða sveitarstjórnarstörfum. Hún seg- ir að fjárhagur Borgarbyggðar sýni nú skýr merki um bata. Bjartara sé yfir nú heldur en þegar ákvörð- unin var tekin um að loka skól- anum á Hvanneyri fyrir hálfu ári síðan. „Við í Samfylkingunni höf- um árum saman bent á að fjármál sveitarfélagsins væru í þannig ásig- komulagi að það þyrfti að grípa til aðgerða og bent á leiðir til þess. Við höfum verið samþykk flestum þeirra aðgerða sem farið hefur ver- ið í til að rétta fjárhaginn af, þar til núna. Nú er árangur að koma í ljós. Það er búið að hækka fast- eignagjöldin um tæplega 100 millj- ónir. Sala eigna á þessu ári hefur skilað hátt í 300 milljónum. Hag- ræðing á ýmsum sviðum mun skila sér í minni útgjöldum til framtíðar. Ný fjárhagsáætlun næsta árs gerir ráð fyrir 10,5% veltufjárhlutfalli en það var um 4% á þessu ári. Skuld- ir eru að lækka og ekki hefur reynst þörf á að nýta heimild til lántöku á þessu ári. Við erum búin að vera með 200 milljóna yfirdráttarheim- ild árum saman sem oft hefur ver- ið nýtt að stórum hluta og Borg- arbyggð verið að borga hátt í 20 milljónir í yfirdráttarvexti á ári. Núna stendur þessi yfirdráttur í 30 milljónum og mikilvægt er að bæta sjóðsstöðu sveitarsjóðs enn betur - en það er ekki sama hvernig það er gert. Sem betur fer hefur margt já- kvætt verið að gerast í rekstrinum á síðustu misserum. Nú er svo kom- ið að við í Samfylkingunni erum ekki sátt við hvernig meirihlutinn ætlar að forgangsraða í fjármálum með því að skera niður grunnþjón- ustu. Það er hægt að fara margar aðrar leiðir en að höggva í grunn- þjónustuna og dýrmætu skólana okkar.“ Vilja halda í skóla á Hvanneyri Með þessu síðastnefnda á Geir- laug sérstaklega við grunnskólann á Hvanneyri. „Þegar kemur að því þegar skorið er niður í grunnþjón- ustu og gerðar róttækar breyting- ar á skipan skólamála, að þá kem- ur eðlilega upp ágreiningur. Ég sat í starfshópi sem vann að hagræðingu í skólamálum og get fullyrt að rekst- ur starfsstöðvar Grunnskóla Borg- arfjarðar á Hvanneyri er hagkvæm- asta rekstrareiningin af starfsstöðv- um grunnskólanna á eftir Grunn- skóla Borgarness. Faglega stendur skólinn einnig mjög traustum fót- um. Ég og fulltrúi Vinstri grænna börðumst mjög ötullega fyrir því í starfshópnum að halda í minnst tvo grunnskólabekki á Hvanneyri og helst fjóra. Sama dag og sveit- arstjórnarfundurinn var haldinn 11. júní náðist samkomulag um að halda tveimur bekkjum inni á Hvanneyri. Daginn áður lágu frammi tillögur sem gengu út á að þar yrði grunn- skólanum alfarið lokað. Á síðustu stundu náðist sú „málamiðlun“ að halda tveimur bekkjum, 1. og 2. bekk áfram á Hvanneyri og flytja kennsluna í húsnæði leikskólans Andabæjar. Þess vegna vorum við fulltrúar minnihlutans ekki tilbú- in að greiða atkvæði gegn tillögum meirihlutans en kusum að sitja hjá. Við töldum að þetta væri ákveðinn varnarsigur,“ segir Geirlaug. Geirlaug segir að stefna Sam- fylkingarinnar í Borgarbyggð í skólamálum hafi alltaf verið skýr og skjalfest. „Fyrir síðustu sveit- arstjórnarkosningar sögðumst við vilja skoða sameiningu leikskóla og grunnskóla á Hvanneyri í anda Krikaskóla í Mosfellsbæ. Það stend- ur skýrt í stefnuskránni og hana má lesa á heimasíðu okkar samborg. is. Reyndar stóð ekkert um hag- ræðingu í skólamálum hjá hinum flokkunum. Frambjóðendur þeirra fóru hins vegar meðal kjósenda og í skólana og töluðu fjálglega um að þeir vildu standa vörð um skólana og lofuðu öllu fögru. Nú er meiri- hlutinn að svíkja kosningaloforð og það skapar eðlilega reiði á meðal íbúa.“ Samfylkingin í Borgarbyggð vill enn sem fyrr sameina leikskóla og 1. – 4. bekk grunnskóla á Hvanneyri. „Eins og sjá má í bókun minnihlut- ans á síðasta sveitarstjórnarfundi 12. nóvember þá telur fræðslu- stjóri Borgarbyggðar í minnisblaði að pláss sé fyrir það í leikskólan- um væri rýmið þar fullnýtt. Þetta viljum við vinna í sátt við íbúana. Í Mosfellsbæ er frábær nýsköpun í skólastarfi sem er Krikaskóli. Þar er bæði leikskóli og yngsta stig grunn- skólans. Við höfum horft þangað í leit að fyrirmynd. Þetta er alveg hægt og þarf að vinna í samvinnu við stjórnendur og starfsfólk skól- anna og vilji er nú allt sem þarf,“ segir Geirlaug. Bókuðu á síðasta sveitarstjórnarfundi Hún bendir á bókun minnihlutans frá 12. nóvember máli sínu frekar til stuðnings. Nýjustu upplýsingar sýni að fjárhagslegi ávinningurinn af því að loka á Hvanneyri sé enn minni en meirihlutinn hefur hald- ið fram, sé hann þá nokkur yfir höf- uð. Í bókuninni segir meðal annars: „Við skorum á meirihluta sveitar- stjórnar að endurskoða ákvörðun sína frá því 11. júní 2015 og heim- ila áfram rekstur grunnskóladeild- ar á Hvanneyri frá 1.- 4. bekk með samrekstri leik- og grunnskóla í húsnæði Andabæjar sem rúmar 74 börn. Með samnýtingu á hús- næði má ná fram varanlegri hag- ræðingu sem nemur 23-25 milljón- um fyrir utan rekstur og söluand- virði húsnæðis grunnskóla Borg- arfjarðar á Hvanneyri skv. minnis- blaði fræðslustjóra frá 3. október. Munurinn á kostnaði við 1.-2. bekk og 1.-4. bekk eru u.þ.b. 6 milljónir króna á ári. Við teljum að forsend- ur séu brostnar fyrir útreikningi á áætluðum sparnaði við breytingar á skólahaldi á Hvanneyri vegna þess að sveitarstjórn láðist að taka með í reikninginn áhrif á jöfnunarfram- lag til reksturs grunnskóla frá Jöfn- unarsjóði (sem voru 209 milljón- ir á árinu 2015) og því er allsend- is óljóst hver endanlegur sparnaður verður, ef einhver.“ Geirlaug segir að brýnt sé nú að finna lausn á þessu máli. Það sé ekki lengur hægt að vera í tilgangs- lausum átökum við íbúa. „Reiðin og sárindin eru mikil meðal íbúa á Hvanneyri og víðar í sveitarfé- laginu. Sveitarstjórn hafa borist undirskriftalisti frá allt að 500 íbú- um, undirskriftarlistar frá starfs- mönnum skólanna og áskoran- ir frá foreldrafélögum. Samfé- lagið á Hvanneyri sýnir mikla sam- stöðu. Íbúum þykir þeir lítilsvirtir og hunsaðir því stjórnendur sveit- arfélagsins hafa lítið haft þá með í ráðum. Slíkt er ekki traustvekj- andi.“ Benda á aðrar leiðir til hagræðingar Geirlaug Jóhannsdóttir bendir á að til viðbótar við þann viðsnúning sem nú sé farinn að sjást í rekstri sveitarfélagsins megi hæglega ganga lengra til hagræðingar og lækkunar skulda án þess að hreyfa við grunnþjónustunni. „Við höf- um bent á leiðir sem væru færar. Þar höfum við meðal annars nefnt sölu eigna. Borgarbyggð á eignar- hluti bæði í Orkuveitu Reykjavík- ur og Faxaflóahöfnum. Við höfum viljað selja hvort tveggja. Borgar- byggð þarf ekki að eiga hlut í Faxa- flóahöfnum. Það er varla einu sinni siglingahæf höfn í sveitarfélaginu lengur. Þarna má sækja mjög stórar upphæðir til að greiða niður skuld- ir og lækka fjármagnsgjöld án þess að það bitni á þjónustu við nokk- urn einasta íbúa. Það er ákveð- in fjárbinding að binda fé í svona eignarhlutum á meðan sveitarfé- lagið skuldar mikið. Það kostar að eiga þetta því við borgum yfir 250 milljónir í fjármagnsgjöld á ári. Margir eru farnir að átta sig á því hvað felst í þessari fjárbindingu. En því miður vilja sumir stunda spákaupmennsku með þessa eign- arhluta. Ættum við þá ekki alveg eins að kaupa hlutabréf í Google?“ spyr Geirlaug. Hún segir að enn séu líka fleiri möguleikar til frekari hagræðing- ar með því að nýta dýra fermetra í eigu sveitarfélagsins betur. „Til dæmis getum við nýtt mennta- og menningarhúsið okkar Hjálm- aklett töluvert betur en húseignin kostar sveitarfélagið um 47 millj- ónir á ári. Þangað mætti flytja t.d. Safnahúsið með bóka- og skjala- safni. Sú mæta starfsemi er í nokk- uð rúmu húsnæði í dag sem þarfn- ast viðhalds og betri aðstöðu fyr- ir börn og námsmenn. Núverandi Safnahús mætti selja undir íbúð- ir eða hótel og flytja starfsemina í Hjálmaklett. Kjallarinn þar er van- nýttur og hann mætti útbúa fyrir skjalasafn. Koma mætti bókasafn- inu fyrir á jarðhæðinni með góðu aðgengi í hjarta bæjarins og þann- ig glæða Hjálmaklett og miðbæinn enn meira lífi.“ Geirlaug segir von sína að sveit- arstjórnarmenn sjái að sér og byrji að vinna í meiri sátt við íbúa sveit- arfélagsins. mþh Geirlaug Jóhannsdóttir oddviti Samfylkingar í sveitarstjórn Borgarbyggðar: „Mikilvægt er að skapa sátt um skólamál í Borgarbyggð“ Geirlaug Jóhannsdóttir segir von sína að sveitarstjórnarmenn sjái að sér og byrji að vinna í meiri sátt við íbúa sveitarfélagsins. Skólahúsið á Hvanneyri. Mynd sem blaðamaður Skessuhorns tók á fundi sveitarstjórnar Borgarbyggðar 11. júní þar sem ákveðið var að loka grunnskólanum á Hvanneyri vorið 2016. Íbúar frá Hvanneyri fjölmenntu og fylltu þingsalinn í Borgarnesi. Þungbúnir og niðurdregnir íbúar frá Hvanneyri utan við ráðhús Borgarbyggðar eftir fundinn 11. júní síðastliðinn.

x

Skessuhorn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.