Skessuhorn


Skessuhorn - 25.11.2015, Síða 22

Skessuhorn - 25.11.2015, Síða 22
MIÐVIKUDAGUR 25. NÓVEMBER 201522 Bíldshöfða 12 - 110 Rvík. - 5771515 - www.skorri.is Tilvalin jólagjöf 12v 5,5A12v 0,8A 15% Jólaafsláttur af þessum frábæru hleðslutækjum Að venju verður Lionsklúbbur Akraness með útleigu á ljósakross- um í kirkjugarðinum nú í byrjun að- ventunnar. Afgreiðslutímar að þessu sinni verða laugardaginn 28. nóvem- ber frá kl. 11.00. – 16.00, sunnudag- inn 29. nóvember frá kl. 11.00. – 16.00. og laugardaginn 5. desember frá kl. 13.00. – 16.00. Lionsklúbbur Akraness hef- ur frá árinu 1958 styrkt Sjúkrahús- ið á Akranesi, nú Heilbrigðisstofn- un Vesturlands á Akranesi, með tækjagjöfum. Lionsklúbburinn mun halda áfram að leggja sitt af mörk- um til stuðnings Heilbrigðisstofn- un Vesturlands. Á síðasta starfsári gátum við með ykkar stuðningi gef- ið fjórar milljónir króna til söfnunar Hollvinasamtakanna á nýju sneið- myndatæki og gjörgæslutæki að andvirði tvær milljónir. Upplýsing- ar um útleigu krossanna gefa Valdi- mar Þorvaldsson í síma 897-9755 og Ólafur G. Ólafsson í síma 844-2362. Þá má panta krossa á netfangið olaf- urg@sjova.is og valdith@aknet.is Um leið og við Lionsmenn þökk- um kærlega fyrir frábæran stuðning undanfarin ár vonumst við til þess að sá stuðningur haldi áfram. Fréttatilkynning frá Lionsklúbbi Akraness Lions með ljósakrossa líkt og síðari ár „Útvarpið markar svolítið upphaf jólaundirbúningsins. Hjá mér hefst hann þessa fyrstu helgi aðventunn- ar og ég veit til þess að þannig er það hjá mörgum. Fólk kveikir á Út- varpi Akraness og hlustar á meðan það byrjar að dúlla fyrir jólin, baka og fleira slíkt,“ segir Hjördís Hjartar- dóttir útvarpsstjóri. Fyrsti þáttur fer í loftið á hádegi föstudaginn 27. nóvember næstkom- andi og standa útsendingar Útvarps Akraness yfir fram á miðjan sunnu- dag. Hjördís segir að dagskráin í ár verði hefðbundin með nýju efni í bland. „Krakkarnir úr 5. bekk beggja grunnskóla verða með sína dag- skrá og hún verður fjölbreytt, upp- lestur tónlist og fleira. Bókaþáttur- inn verður á sínum stað sem og rokk- þáttur Nonna Allans og Tomma, þeir ætla að vera með stuð á föstudags- kvöldinu. Nemendur fjölbrautaskól- ans verða með þátt og auðvitað sund- krakkarnir. Spurningakeppnin sem sló í gegn í fyrra verður að sjálfsögðu aftur í ár,“ segir hún og bætir því við að framundan sé ánægjuleg helgi við vinnuna í kringum útvarpið. „Það sem er hvað skemmtileg- ast við þetta er að margir hafa stig- ið fram sem dagskrárgerðarmenn. Hinir og þessir bæjarbúar slá til og stjórna þætti. Bæði fólk sem er tengt og ótengt sundfélaginu slær til og set- ur saman þætti fyrir aðra að hlusta á, jafnvel þó það hafi aldrei komið ná- lægt útvarpi áður,“ segir hún. kgk Útvarp Akraness fer senn í loftið Nemendur úr 5. bekk grunnskólanna skipa stóran sess í dagskrá Útvarps Akraness á hverju ári. Fyrir tveimur árum síðan voru haldn- ir minningartónleikar um Hafstein Sigurðsson, sem kenndi við Tón- listarskóla Stykkishólms um áratuga skeið. Við sama tilefni var stofnað- ur styrktarsjóður Hafsteins sem hef- ur það markmið að styrkja ungt fólk til hljóðfærakaupa, tónlistarnáms og þátttöku í tónlistarnámskeiðum eða annars sem tengist tónlist. Laugardaginn 14. nóvember síð- astliðinn hefði Hafsteinn orðið sjö- tugur og af því tilefni var tónlistar- skólanum afhent forláta hljómborð að gjöf frá sjóðnum og fjölskyldu Hafsteins. Um er að ræða handsmíð- að hljómborð af gerðinni Nord Stage 2, en Nord hljómborðin sænsku þykja með þeim vandaðri í heiminum. „Það var vel til fundið og gaman að geta afgreitt þetta mál þarna því um þessa helgi hefði Haddi orðið sjötug- ur,“ segir Jóhanna Guðmundsdótt- ir skólastjóri tónlistarskólans í samtali við Skessuhorn. „Hljóðfærið á eftir að auðga litbrigði skólastarfsins,“ bætir hún við. kgk Tónlistarskólinn í Stykkishólmi fékk hljómborð að gjöf Frá afhendingu hljómborðsins í Tónlistarskóla Stykkishólms. F.v. Martin Markvoll, Sigrún Ársælsdóttir, Hafrún Brá Hafsteinsdóttir, Jóhanna Guðmundsdóttir og Hólmgeir Þórsteinsson. Fyrir framan stendur Kristofer Dean Campbell. Ljósm. Stykkishólms-Pósturinn
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Skessuhorn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.