Skessuhorn


Skessuhorn - 25.11.2015, Síða 38

Skessuhorn - 25.11.2015, Síða 38
MIÐVIKUDAGUR 25. NÓVEMBER 201538 Það er ekki óalgengt að íslensk- ar stelpur eignist börn ungar. Lilja Bjarklind Garðarsdóttir og Oliver Bergmann voru rétt að verða 19 ára þegar þau eignuðustu tvíburadreng- ina Ólaf Darra Bergmann og Vikt- or Leví Bermann, núna í septem- ber. Lilja er fædd og uppalin Skaga- stúlka og hefur undanfarið stundað nám við Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akranesi. Koma Ólafs Darra og Viktors Leví hafði ekki mikil áhrif á nám Lilju og stefnir hún á að útskrif- ast með stúdentspróf á fjórum árum. „Ég ætlaði að útskrifast núna um jól- in en það gekk ekki alveg upp en ég stefni á að útskrifast í vor,“ segir Lilja þegar blaðamaður kom við hjá henni í heimsókn. „Ég er í þremur áföng- um núna og það gengur allt mjög vel. Það er þó erfitt að fara frá strákunum til að mæta í tímana en það verður vonandi auðveldara þegar meiri rút- ína er komin á þá,“ segir Lilja. Mætir bara góðu við- móti Lilja er hörkudugleg ung móðir sem er einnig mjög jákvæð fyrir lífinu. Á meðan hún gekk með drengina tvo sinnti hún bæði námi og vinnu. „Þetta er alveg erfitt en samt svo skemmtilegt. Við erum líka rosalega heppin því þeir eru báðir svo vær- ir og góðir strákarnir og allt fólkið í kringum okkur er tilbúið að hjálpa. Við mætum bara jákvæðni og góðu viðmóti frá öllum, bæði fjölskyldu og svo kennurum í skólanum. Við búum hjá mömmu minni og hún hefur hjálpað okkur mjög mikið og er eins mikið til staðar og hún get- ur. Í skólanum hef ég fengið frjálsa mætingu og það eru allir tilbúnir til að aðstoða. Það gerir þetta svo mik- ið auðveldara að hafa þennan stuðn- ing,“ segir Lilja. Langar að verða ljósmóðir Báðir foreldrarnir, Lilja og Oliver, eru í námi og í vor stefnir Lilja á útskrift af náttúrufræðibraut. Hún stefnir einnig á að halda áfram í námi næsta haust. „Ég stefni á að fara beint í háskólann næsta haust, það fer samt allt eftir því hvernig gengur fram að því. Það gæti alveg breyst en þetta er stefnan. Mig lang- ar mest að verða ljósmóðir, sérstak- lega eftir að ég átti strákana mína. Ég er viss um að það sé mjög gef- andi starf,“ segir Lilja. Hún er ekki eingöngu dugleg og metnaðarfull ung móðir heldur einnig hógvær og einstaklega jákvæð. „Mér finnst þetta ekkert mikið mál, ekki ennþá allavega. Ég veit að hlutirnir gætu breyst en eins og er finnst mér þetta bara frábært,“ segir Lilja um móð- urhlutverkið. arg Dugleg ung móðir á Akranesi Lilja Bjarklind Garðardsóttir með syni sína tvo, þá Ólaf Darra og Viktor Leví. Í síðustu viku var tilkynnt að Frjálsi lífeyrissjóðurinn hefði verið valinn besti lífeyrissjóður Evrópu í sínum stærðarflokki. Í umsögn dómnefndar fagtímaritsins Invest- ment Pension Europe (IPE), sem veitir verðlaunin árlega, kom með- al annars fram að samhliða öflugri áhættustýringu hafi Frjálsi lífeyris- sjóðurinn sýnt framsýni í fjárfest- ingarákvörðunum sem hefur skil- að sér í góðri ávöxtun og ánægðum sjóðfélögum. Þetta er þriðja árið í röð sem Frjálsi lífeyrissjóðurinn vinnur verðlaun IPE. Frjálsi lífeyrissjóðurinn, sem er í rekstri hjá Arion banka, er með um 51 þúsund sjóðfélaga og eru eignir sjóðsins um 165 milljarðar. Sjóð- urinn er einn fárra lífeyrissjóða sem býður sjóðfélögum að ráðstafa hluta af 12% skylduiðgjaldi sínu í séreignarsjóð. Hann hentar þeim sem hafa frjálst val um í hvaða líf- eyrissjóð þeir greiða skylduiðgjald og jafnframt þeim sem leggja fyrir í viðbótarlífeyrissparnað. mm Arnaldur Loftsson, framkvæmdastjóri Frjálsa lífeyrissjóðsins, með verðlauna- gripinn sem hann fékk afhentan. Frjálsi lífeyrissjóðurinn valinn besti lífeyris- sjóður Evrópu -Greni -Strákransar -Bindivír -Kerti -Borðar -Jólakúlur -Jólastyttur -Skrautkúlur -Skrautnálar -Oasis -Epli -Sveppir -Kirsuber -Skrautgreinar -Berjagreinar Allt í aðventukransinn -Greni -Strákransar -Bindivír -Kerti -Borðar -Jólakúlur -Jólastyttur -Skrautkúlur -Skrautnálar -Oasis -Epli -Sveppir -Kirsuber -Skrautgreinar Gjafavara í úrvali Kynnið ykkur úrvalið
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Skessuhorn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.