Skessuhorn


Skessuhorn - 25.11.2015, Qupperneq 50

Skessuhorn - 25.11.2015, Qupperneq 50
MIÐVIKUDAGUR 25. NÓVEMBER 201550 A!ventukvöld 27.nóvember Lifandi tónlist Léttar veitingar OPI! 19:30 - 22:00 Gó"ger"aruppbo" byrjar kl 20:00! Gó!ger!aruppbo! - Gott málefni "msar kynningar í matarbúri Kaju Frí hársvar!ar greining hjá Flóka "mis tilbo! #etta kvöld! 10-50% afsláttur * *mismunandi tilbo! hjá hverju fyrirtæki Gja fab ré f íslenskt handverk og hönnun! Lífræn matvara seld eftir vigt. Jólasúkkula!i Ljúffengt kaffi Kirkjubraut 54 Akranesi Matarbúr Sumarið 2015 fóru þau Hjalti Stef- ánsson og Heiður Ósk Helgadótt- ir um landið og ræddu við áhuga- fólk um eldri dráttarvélar. Afrakst- urinn má finna á fjórða DVD disk- inum um dráttarvélar á Íslandi sem nýverið var gefinn út. Á ferðum sín- um hittu þau m.a. eldri herramann á Dalvík sem fer allra sinna ferða á Ford 3600. Í Hippakoti eiga bræður tveir athvarf fyrir sig og sínar vélar og í smáíbúðarhverfinu í Reykjavík má finna nýuppgerðan Bautz. Á bæ einum í Vatnsdal má finna MF100 línuna og í Svínadal er Zetor í háveg- um hafður. „Safnararnir í Seljanesi skipa stór- an sess í hugum áhugamanna um dráttarvélar. Loksins náðist í þá alla saman og komum við ekki að tóm- um kofanum þar. Nýjasta búvélasafn landsins var opnað með viðhöfn hjá Sigmari í Lindabæ í Skagafirði og fylgst var með þegar gömlum drátt- arvélum var ekið hringinn í kringum landið, annars vegar Ferguson vinir og hins vegar hjónin Júlía og Helgi á Farmall Cub. Í Leiðarhöfn í Vopna- firði er Ferguson búinn að vera í notkun í 62 ár og litið er á gömlu vél- arnar sem eru í Svínafelli í Nesjum. Í Dragasetrinu er Kristján Bjartmars- son að gera upp Centaur frá 1934 sem er í eigu Þjóðminjasafnsins og á Egilsstöðum er Scania Vabis vöru- bíll nýuppgerður sem bara varð að fá að vera með. Við heyrum söguna af því hvernig Vigdís í Eyjafirði endur- heimti Porche vélina sem faðir henn- ar keypti fyrir hálfri öld,“ segir í til- kynningu frá útgefendum. Á diskinum eru 20 innslög og 29 viðmælendur. Á upptalningunni hér að framan má sjá að þarna kenn- ir ýmissa grasa og flestum tegund- um dráttarvéla bregður fyrir við fjöl- breyttar aðstæður. Verðið á diskin- um er 4.000 kr. og mun salan fyrst og fremst fara fram í beinni sölu frá framleiðanda með tölvupósti á tokataekni@gmail.com og í síma 471-3898. HS Tókatækni er fyrirtæki Hjalta Stefánssonar og Heiðar Óskar Helgadóttur. Hjalti er landsmönn- um að góðu kunnur sem myndatöku- maður RÚV-Sjónvarpsins á Austur- landi á árunum 1999 – 2012 þar sem hann sá að mestu leyti um mynda- tökur og klippingar. Frá 2012 hefur hann m.a. myndað með Gísla Sigur- geirssyni fyrir þáttinn Glettur á Aust- urlandi fyrir N4. Heiður Ósk Helga- dóttir, einnig kunn af störfum sín- um fyrir Sjónvarpið í áratugi, sér um hljóðvinnslu og grafík. Dagskrárgerð disksins er alfarið í þeirra höndum. Sem fyrr er það Jens Kr. Þorsteins- son hjá Jennafilm í Kópavogi sem sér um að koma efninu á diska og fjöl- földun þeirra. mm Áfram veginn – mynddiskur um dráttarvélar á Íslandi Nýjasti diskurinn hefur að geyma 20 innslög við 29 viðmælendur. Bræðurnir í Hippakoti. Porche dráttarvél glansandi fín.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Skessuhorn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.