Skessuhorn


Skessuhorn - 25.11.2015, Page 57

Skessuhorn - 25.11.2015, Page 57
MIÐVIKUDAGUR 25. NÓVEMBER 2015 57 Það er ýmislegt sniðugt hægt að föndra fyrir jólin. Kransar eru af öllum stærðum og gerðum og misflóknir. Einn sá einfaldasti er gerður úr jólakúlum og einu vír- herðatré. Það þarf reyndar svo- lítið margar jólakúlur en þær má víða fá ódýrt. Svo eiga einhverj- ir aukakúlur í geymslunni sem eru flottar í þetta verkefni. Kúlurnar mega vera af öllum stærðum og gerðum, svo framarlega sem þær eru hnöttóttar. Alls þarf um 80 jólakúlur í kransinn. Áður en hafist er handa er snið- ugt að líma festinguna á kúlun- um fasta með límbyssu. Á sumum jólakúlum er festingin frekar laus og þá er gott að vera búin að líma hana fasta, svo hún fari ekki að losna á meðan kransinn er gerður. Eins þarf að fjarlægja böndin af kúlunum,. Því næst þarf að móta herðatréð, þannig að það verði hringlaga. Svo er lykkjan á enda herðatrésins losuð, til að opna það. Gott er að nota töng til að losa um snúninginn. Svo má bara byrja að þræða kúlurnar hverja á fætur annarri upp á herðatréð þar til kransinn er tilbúinn. Góða skemmtun! grþ / Ljósm. eddieross.com Einfaldur krans úr jólakúlum Kúlurnar raðast skemmtilega upp á herðatréð og mynda fallegan krans. Herðatréð er beyglað þannig að það myndi hring og svo er það opnað. Kúlurnar eru þræddar upp á vírherðatréð. 7 Rétta Jólaseðill Allar helgar í desember fram til jóla Matseðil má sjá inná GamlaKaupfelagid.is SK ES SU H O R N 2 01 5 GAMLA KAUPFÉLAGIÐ / KIRKJUBRAUT 11 / AKRANES / SÍMI: 431-4343 Fréttaveita Vesturlands www.skessuhorn.is

x

Skessuhorn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.