Skessuhorn


Skessuhorn - 25.11.2015, Side 58

Skessuhorn - 25.11.2015, Side 58
MIÐVIKUDAGUR 25. NÓVEMBER 201558 Hann ætlaði sér aldrei að verða at- vinnusöngvari en starfar nú sem óperusöngvari í Hollandi. Elm- ar Gilbertsson ólst upp í Búðar- dal og í Saurbæ í Dölum og gekk í Grunnskólann í Búðardal. Eftir grunnskólann fluttist Elmar til höf- uðborgarinnar þar sem hann fór í Iðnskólann, „Þar lærði ég forritun í tvö ár en flutti þá upp á Snæfells- nes og bjó þar í nokkur ár. Á þeim tíma stundaði ég nám í búfræð- um við Bændaskólann á Hvann- eyri í tvö ár og hélt svo aftur suð- ur í Iðnskólann og útskrifaðist sem rafeindavirki,“ segir Elmar. Tónlist var alltaf stór partur af lífi Elmars og byrjaði tónlistarnámið í tónlist- arskólanum í Búðardal. „Ég byrjaði nú að læra á blokkflautu í tónlist- arskólanum þegar ég var barn, en hún brotnaði fljótlega þegar ég fór að spila á trommurnar með henni þannig að dagar mínir sem blokk- flautuleikari urðu mjög fljótlega taldir. Nokkrum árum seinna fór ég að læra á gítar og gerði í nokk- ur ár,“ segir Elmar, en hann spilaði meðal annars í alls konar bílskúrs- böndum á táningsárunum. Þá spil- aði hann á gítar og söng bæði pönk og þungarokk. „Við vorum ekki mikið í óperunni á þessum árum,” bætti hann við. Fór til Hollands í söng- nám „Nú má eiginlega segja að tónlistin sé rauði þráðurinn í mínu lífi, ég lifi og hrærist í tónlist allan daginn alla daga og það eru sannarlega forrétt- indi.” Elmar byrjaði að læra söng þegar hann flutti til Reykjavíkur eftir námið í Landbúnaðarháskól- anum á Hvanneyri „Þegar ég kom aftur suður byrjaði ég að læra að syngja og stundaði einsöngsnám við Söngskóla Sigurðar Demetz og lauk 8. stigi og burtfararprófi í söng. Þegar ég flutti til Hollands hóf ég nám við Konunglega konservatorí- ið í Den Haag og Konservatoríið í Amsterdam og lauk þaðan meist- aragráðu í óperusöng.“ Hefur mest sungið í Hollandi Frá útskrift hefur Elmar helst starf- að í Hollandi og Belgíu. „Ég var í óperustúdíói Hollensku Óperunn- ar, en það er svokallað „Young art- ist program“ sem er rekið við mörg óperuhús víðsvegar um heim- inn. Tilgangurinn er að gera unga og óreynda söngvara betur í stakk búna til að takast á við stærri hlut- verk, þar sem gefst þá tækifæri til að þróa söngferil þeirra í rétta átt,“ segir Elmar. Eftir það fékk hann fastráðningu í eitt ár við óperuna í Maastricht í Hollandi og hefur síð- an þá alltaf verið með annan fótinn þar og sungið þar á hverju ári síðan 2011. „Ég hef undanfarin ár mikið starfað í óperuhúsum í Frakklandi og núna síðasta árið allnokkuð í Þýskalandi og á Englandi. Næstu tvö árin eða svo verð ég mikið í Frakklandi og Þýskalandi við störf en vonandi líka á Íslandi,“ bætir Elmar við og brosir. Vinnur með þekktum óperuleikstjóra Aðspurður hvaða verk standi helst upp úr af þeim sem hann hefur tek- ið þátt í segir Elmar þau vera ansi mörg. „Ef ég ætti að velja myndi ég segja fyrsta uppsetningin sem ég tók þátt í í Maastricht. Það var óperan Katja Kabanova eftir hinn tékkneska Leos Janácek. Þetta er ekki mjög þekkt ópera en dásam- lega falleg. Það sem kannski er merkilegt var að þarna fékk ég tæki- færi til að vinna með einum virt- asta og þekktasta óperuleikstjóra í heimi, Harry Kupfer. Hann er orðinn fjörgamall sá, en alveg eld- klár og það var algjör upplifun fyr- ir svona kálf eins og mig, nýkom- inn út úr skóla, að fá að vinna með svona snillindi og reynslubolta,” segir Elmar. „Ég held að ég verði líka að segja uppsetningin á Ragn- heiði eftir Gunna Þórðar og Frið- rik Erlingsson í Íslensku Óperunni í fyrra. Það ferðalag var bara alveg magnið,” bætti Elmar við. Að lokum er Elmar spurður hvort hann eigi sér draumaverk sem hann langi til að taka þátt í? „Já, mig hefur lengi dreymt um að syngja Vladimir Lensky í óperunni Evgeni Onegin eftir Tchaikovski. Það er alveg gríðarlega lýrískt og fallegt hlutverk en krefjandi og ég held að ég sá akkúrat tilbúinn í það núna,” segir hann og bros- ir. „Mig hefur lengi dreymt um að syngja Pelleas úr óperunni Pel- leas & Melissande eftir Debussy. Sú ópera er engri lík, en sá draum- ur kemur til með að rætast á þar næsta ári. Þá mun ég syngja það hlutverk í Þýskalandi.” arg Elmar Gilbertsson Síðastliðinn laugardag var hald- in fjölmenningar- og matarhátíð í Frystiklefanum í Rifi. Að þess- um atburði stóðu Átthagatofan, Frystiklefinn og Svæðisgarður- inn Snæfellsnes. Boðið var upp á mat og skemmtiatriði frá sjö þjóð- löndum og var fjölbreytt úrval af mat og kræsingum fyrir þá 400 gesti sem komu af þessu tilefni. Dagbjört Agnarsdóttir verkefna- stjóri Átthagastofu sagði í sam- tali við Skessuhorn að fjöldi gesta hafi farið fram úr björtustu von- um og kom það þægilega á óvart hversu margir komu. Sagði Dag- björt enn fremur að félagasam- tök ásamt Rauða krossinum í Snæ- fellsbæ væru með samvinnuverk- efni í gangi frá 21. nóvember sem stæði í eitt ár. Nefnist það verkefni ,,Brjótum ísinn - bjóðum heim og á eitt stefnumót á Snæfellsnesi.“ Dagbjört segir að í því verkefni verði í boði mánaðarlegir viðburð- ir á Snæfellsnesi, ókeypis og öllum opnir og gæti fólk valið úr. Stefnt er að því að gestgjafar bjóði gest- um sínum einu sinni í mat og á eitt stefnumót á því ári sem verkefnið stendur yfir. af Fjölmenningarhátíð í Frystiklefanum Gestir höfðu úr mörgu á að smakka. Gestir frá mörgum þjóðlöndum heimsóttu Frystiklefann. Evgeny Makeev tónlistarkennari frá Rússlandi ásamt dóttur sinni Amelyu létu sig ekki vanta. Glæsilegar kræsingar voru á borðum og fjölmenni sem nýtti þær. Úr rafmagninu í óperusönginn Elmar í hlutverki sínu í óperunni Ragnheiði í Íslensku óperunni. Mótleikarinn er Þóra Einarsdóttir söngkona. Ljósm. Gísli Egill Hrafnsson. „Síðasta myndin af okkur Elmari áður en hann breytist í stórstjörnu eftir frumsýningu á Ragnheiði. Þessi rödd er hreinasti demantur, m.a.s. slípaður,“ sagði Bergþór Pálsson á Facebook- síðu sinni. Þessir stórsöngvarar eiga báðir rætur á Vesturlandi. Ljósm. bp.

x

Skessuhorn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.