Skessuhorn - 25.11.2015, Side 80
MIÐVIKUDAGUR 25. NÓVEMBER 201580
Við komum við í Söðulsholti í
Eyja- og Miklaholtshreppi þar sem
Iðunn Silja Svansdóttir og Halldór
Sigurkarlsson búa og starfa. Þeg-
ar við komum inn í reiðskemm-
una var Iðunn að sannfæra Svan-
dísi Svövu, þriggja ára dóttur sína,
um að koma af baki. Svandís naut
þess að láta teyma sig á hesti í reið-
skemmunni og vildi ekkert koma
af baki, ung hestakona þar á ferð
og á ekki langt að sækja áhugann.
Bæði Iðunn og Halldór eru tamn-
ingamenn og hafa lokið námi frá
Háskólanum á Hólum. Iðunn út-
skrifaðist þaðan 2001 og hefur allt-
af verið á kafi í hestum. Hún kem-
ur frá Dalsmynni í sömu sveit þar
sem hún var á fullu í hestamennsk-
unni með föður sínum og afa og
miðað við gleði Svandísar á baki er
líklegt að hestabakterían hafi smit-
ast áfram.
Fullkomið starf með
fjölskyldulífinu
„Við erum mest í frumtamningum
á þessum tíma ársins en svo stytt-
ist í að við förum að taka inn eldri
hross. Hross sem stefnt er með í
keppni og sýningar á næsta ári og
svo eitthvað af söluhrossum. Við
búum ekki á bænum heldur hér rétt
hjá í Hrossholti en erum að vinna
hér. Við erum helst að temja fyrir
aðra og eigandann en svo erum við
auðvitað líka með hross sjálf,” segir
Iðunn. Þau Iðunn og Halldór fóru
að vinna í Stöðulsholti fyrir níu
árum en Halldór tók einnig þátt í
byggingu hússins. „Ég var áður að
temja í Skagafirði í nokkur ár og
það var mjög skemmtilegur tími.
Það er samt frábært að koma hing-
að. Við tókum svo fyrst inn hross í
þetta hús fyrir átta árum og hér höf-
um við bara verið síðan.” Aðspurð
segist Iðunn alveg geta hugsað sér
að vera í þessu starfi eins lengi og
kostur er. „Okkur líkar mjög vel
hér og sjáum alveg fyrir okkur að
vera hér eins lengi og við getum.
Það er stutt heim og svo er líka
ákveðinn kostur að geta haft börn-
in svona með okkur í vinnunni. Hér
geta stelpurnar alveg leikið sér og
svo er náttúrulega farið á bak,” seg-
ir Iðunn og brosir. Kolbrún Katla
níu ára dóttir Iðunnar og Halldórs
var einmitt í boltaleik þegar þarna
kom til sögu, það vantar ekki að-
stöðuna fyrir börnin.
Eru sjálf í ræktun
og keppni
Hestamennskan er ekki bara at-
vinna heldur einnig áhugamál
þeirra Iðunnar og Halldórs. „Við
höfum mjög gaman að því að keppa
og vorum dugleg að fara á mótin
hér á Vesturlandi í sumar. Við erum
sjálf að fá svona eitt eða tvö folöld
á ári og eigum ágætis ræktunar-
hryssur. Okkur finnst þó alveg nóg
að eiga um 15 hross sjálf. Mitt líf
hefur alltaf verið svona en svo dró
ég Halldór út í þetta með mér og
núna snýst lífið bara um fjölskyld-
una og hestamennskuna,” segir Ið-
unn. „Við erum í þessu allt árið, eða
svona næstum því. Við tökum okk-
ur smá frí á haustin, svona haust-
sumarfrí,” bætir hún við og hlær.
Er líka að taka myndir
Hestamennskan er ekki eina áhuga-
málið. „Ég hef líka mikinn áhuga á
ljósmyndun. Ég hef alltaf verið eitt-
hvað að fikta með það, bara eigin-
lega eins lengi og ég man. Ég er
þó ekki með neina menntun í ljós-
myndun, þetta er bara áhugamál
sem ég reyni að sinna eins vel og ég
get. Stelpurnar mínar og hestarnir
eru helsta myndefnið,” segir Iðunn
að endingu.
arg/ Ljósm. iss.
Hestaáhuginn erfist á
milli kynslóða
Iðunn Silja Svansdóttir og stelpurnar hennar, Kolbrún Katla og Svandís Svava, á
hestbaki. Kettirnir fengu líka að sitja fyrir.
Mynd eftir Iðunni Silju Svansdóttur. Halldór á hestbaki.
Það líður senn að jólum og um
helgina verður fyrsti sunnudagur í
aðventu. Fjölmargir eru farnir að
huga að jólaskreytingum eða jafnvel
byrjaðir að skreyta. Eitt það fyrsta
sem vert er að hafa í huga í skreyting-
armálum er aðventukransinn sjálfur.
Sumir eiga fjölnota aðventukrans sem
settur er á borð á hverju ári á með-
an aðrir skipta um krans á hverju ári,
jafnvel eftir tískustraumum. Skessu-
horn leit við í blóma- og gjafavöru-
versluninni Dekurblómi á Akranesi
og spjallaði við blómaskreytinn Kir-
stínu Benediktsdóttur um aðventusk-
reytingar ársins 2015.
Í Dekurblómi má finna aðventusk-
reytingar af öllum stærðum og gerð-
um, ásamt öðru jólaskrauti svo sem
hreindýrum, litlum jólatrjám og fal-
legum stjörnum. Hvítur litur er áber-
andi í jólaskrautinu, líkt og verið hefur
í ýmsu heimilisskrauti, og eru köngl-
ar jafnvel litaðir hvítir. „Hvítt og silf-
ur er mjög áberandi í ár, líkt og und-
anfarin ár. Svo er koparliturinn að-
eins að koma inn núna og gylltur að-
eins að byrja að koma aftur, þó hann
sé ekki áberandi,“ segir Kirstín. Hún
segir að þrátt fyrir að tískan breyt-
ist á milli ára séu ákveðnir litir alltaf
vinsælir. „Rautt og grænt eru sígild-
ir jólalitir og það eru alltaf einhverj-
ir sem vilja það, það breytist ekkert á
milli ára.“ Kirstín segir bæði kransa
og skreytingar vera úr hefðbundn-
um skreytingarefnum, svo sem greni,
könglum og ýmsum grænum grein-
um. „Svo eru hýasinturnar farnar að
koma fyrr en áður. Við erum farn-
ar að fá þær snemma, hér áður fyrr
komu þær bara rétt fyrir jólin. Þær
eru óútsprungnar þegar þær koma
og geta því lifað lengi, sérstaklega
ef þær eru settar í kulda á nóttunni,“
segir hún. Ýmis kertaglös og kerta-
stjakar eru áberandi í ár, enda vinsælt
að kveikja á kertum yfir aðventuna.
Kirstín segir einhverja þó vera farna
að nota kerti sem ganga fyrir rafhlöð-
um í stað þess að vera með opinn eld.
„Það er mjög sniðugt fyrir þá sem eru
eldhræddir og eru búa á dvalarheim-
ilum til dæmis.“ Kirstín og Auður í
Dekurblómi verða þó ekki einungis
með blóm og skreytingar fyrir heim-
ilið. Hjá þeim má einnig finna fal-
legar skreytingar til að nota í kirkju-
garðinum. „Fram að jólum verðum
við með alls kyns leiðisskreytingar til
að nota úti, bæði krossa, greinar og
hjörtu.“ grþ
Hvítt, silfur og kopar vinsælast í ár
Koparlitur er að koma sterkur inn á heimilin í ár og einnig í jólaskreytingum. Hreindýr hafa verið vinsælt vetrar- og jólaskraut undanfarin ár.
Kubbar líkt og þessi kertastjaki voru
vinsælir í fyrra og eru það enn. Tilvalið
er að nota þá sem aðventukransa
enda bjóða þeir upp á ótal skreyt-
ingarmöguleika.
Rauður og grænn eru sígildir jólalitir.
Hvíti liturinn er enn áberandi, ásamt
silfruðum.