Skessuhorn


Skessuhorn - 25.11.2015, Side 81

Skessuhorn - 25.11.2015, Side 81
MIÐVIKUDAGUR 25. NÓVEMBER 2015 81 Fyrr á þessu ári fluttist ung kona að nafni Sara Hjördís Blöndal á Akra- nes, ásamt sambýlismanni sínum Heiðari Mar Björnssyni og syninum Skorra. Litla fjölskyldan flutti beint frá Lundúnum, þar sem Sara lagði stund á nám í leikmynda- og bún- ingahönnun í Wimbledon College of Art. Sara hefur lengi haft áhuga á búningum. „Systir mín átti dansskóla á Akureyri og setti alltaf upp flottar vorsýningar sem allir nemendurnir tóku þátt í. Þá voru þeir farðaðir og í búningum, sem ég hjálpaði til við að gera,“ segir Sara. Hún hafði einnig gert búninga fyrir sýningar í Verzl- unarskólanum, þar sem hún stund- aði áður nám og hefur fengið nokk- ur verkefni hjá Leikfélagi Akureyrar við að sauma. Gott að hafa stuðning úti Árið 2010 skráði Sara sig í hagfræði við Háskóla Íslands. „En stuttu seinna fékk ég símtal frá fyrirtæk- inu sem framleiddi sjónvarpsþætt- ina Hæ Gosi. Þar bauðst mér að- stoðarmannsstaða í búningadeild- inni og ég tók því starfi og setti hagfræðina á bið,“ segir hún. Við gerð þáttanna kynntist Sara Skaga- manninum Heiðari, sem starfaði sem handritshöfundur við gerð þáttanna. „Ég áttaði mig svo á því að hagfræðin myndi ekki færa mér hamingju. Ég tók ákvörðun um að vera hamingjusöm í lífinu og sleppti hagfræðinni,“ segir hún og hlær. Ári seinna lá leiðin til Lond- on í nám. Fyrsta árið bjuggu þau Heiðar í lítilli íbúð en næstu þrjú árin leigðu Sara og Heiðar íbúð með systur Söru, manninum henn- ar og tveimur börnum. „Hún var í námi í Brighton og við fórum milli- veginn, bjuggum mitt á milli skól- anna okkar. Það var rosalega fínt,“ segir Sara sem varð ófrísk af Skorra á þessum tíma. „Þá fann maður líka hvað það var gott að hafa stuðning- inn úti, það munaði rosalega miklu að hafa hluta af fjölskyldunni hjá sér.“ Áður en heim var komið tók Sara svo þátt í þremur sýningum á hinni árlegu Edinborgarhátíð. „Ein af þeim var skólasýning í samstarfi við hóp í leiklistarskóla í London. Sá hópur vann til verðlauna og fékk að vera með annað leikrit á hátíð- inni, þar sem ég sá líka um leik- mynd og búninga. Þriðja sýningin snerist um listaverkaþjófa sem stálu Ópinu eftir Edvard Munch. Ég lét endurgera málverkið, sem er algjör hlemmur og svo þurfti að dröslast með það í gegnum lestarkerfið í London,“ segir hún og hlær. Yndislegt á Akranesi Aðspurð hvers vegna Akranes hafi orðið fyrir valinu segir Sara að þau hafi verið búin að ákveða að flytja heim eftir að náminu hennar lauk. „Við vildum að Skorri myndi alast upp á Íslandi, sérstaklega á Akra- nesi. Hér er allt svo verndað og yndislegt, frábært að vera hér með börn,“ útskýrir hún. Sara vinnur sem stuðningsfulltrúi í Grunda- skóla og er mjög ánægð á Skag- anum. „Það er æðislegt að búa hér og að fá að kynnast því að vera Skagamaður. Ég kynntist fólkinu í vinnunni á núll - einni. Svo er frá- bært að þarna fæ ég tækifæri til að sauma og hanna, enda setur skólinn reglulega upp leikrit og söngleiki. Mér var boðið að vera með í leikrit- inu sem unglingadeildin setur upp fyrir jólin, þurfti ekki einu sinni að biðja um það,“ segir hún og brosir. Sara Hjördís er nú í samstarfi við leikhóp í Reykjavík um uppsetn- ingu á sýningu í Tjarnarbíói sem verður frumsýnd í lok mánaðarins. „Svo hef ég sett upp tvær pop-up setustofur í Hörpu, annars vegar á Norðurlandaráðsþinginu og hin fyrir Iceland Airwaves.“ Hún seg- ir að draumurinn sé að geta starfað 100% við leikmynda- og búninga- hönnunina í framtíðinni. „En það þarf að gefa því tíma og ég þarf að vera dugleg að koma mér á fram- færi. Svo er margt í kringum þetta. Það skarast svo margt í þessu og er svipað að mörgu leyti, þó það séu öðruvísi áherslur en í leikhúsinu.“ grþ „Tók ákvörðun um að vera hamingjusöm í lífinu“ - segir Sara Hjördís Blöndal, leikmynda- og búningahönnuður Sara Hjördís ásamt syninum Skorra. Aníta Einar Már Einar Már Handklæði og sundpoki með merkingu 6.100 5.000 kr,- Barnasvunta með merkingu 2.750 kr,- Frí póstsending innanlands þegar pantað er vöru í vefverslun Smáprents. www.smaprent.is Smáprent - smaprent@smaprent.is - Akranesi 3.200 kr,- Svunta með merkingu É� elsk� að bak� Besta frænkan Krakkabuff með merkingu Prjónahúfa með merkingu 1.480 kr,- 1.980 kr,- Besti fræ ndinn

x

Skessuhorn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.