Skessuhorn


Skessuhorn - 25.11.2015, Síða 82

Skessuhorn - 25.11.2015, Síða 82
MIÐVIKUDAGUR 25. NÓVEMBER 201582 Freisting vikunnar Það eru margir sem verja dágóð- um tíma í eldhúsinu á aðvent- unni. Langflestir skella sér í ein- hvern jólabakstur enda er ógrynni uppskrifta til og hægt að töfra fram hverja smákökusortina á fæt- ur annarri, jólakökur, lagtertur og fleira góðgæti. Eitt af því sem vin- sælt er að útbúa fyrir jólin er ísinn sem borinn er fram um hátíðirnar. Hann geymist ágætlega í frysti og því ágætt að vinna sér í haginn og gera jólaísinn tímanlega. Við birt- um hér uppskrift af einföldum og góðum jólaís með sósu. Að sjálf- sögðu má svo bæta við fleira sæl- gæti eða öðru - ef fólk vill. Jólaís „à la mamma“ Hráefni: 10 - 12 egg. Þar af fimm heil, hitt rauður. ½ lítri rjómi 175 - 200 gr. sykur vanilludropar 200 gr. suðusúkkulaði Aðferð: 1. Þeyta rjómann og geyma. 2. Þeyta vel saman sykurinn, fimm heil egg og sex rauður - þar til blandan er orðin létt og ljós. Blandið vanillunni út í eftir smekk. 3. Saxið súkkulaðið. 4. Vöðlið rjómanum og eggja- blöndunni varlega saman og stráið súkkulaðibitum yfir í lokin. 5. Setjið í form og frystið. Upplagt er að taka hvíturnar sem ganga af og búa til úr þeim litla marengstoppa sem gott er að bera fram með ísnum. Heit súkkulaðisósa: Setjið 100 g suðusúkkulaði, 2 stk mars súkkulaði (í bitum) og pela af rjóma í pott og hitið við lágan hita (eða yfir vatnsbaði). Berið fram þegar sósan er orðin heit. Jólaís „à la mamma“ Gott gengi Vestlendinga í akstursíþróttum Lokahóf Akstursíþróttasambands Íslands var haldið fyrir skömmu. Þar voru krýndir Íslandsmeistarar í hinum ýmsu greinum bílaíþrótta. Fjórir Vestlendingar voru meðal þeirra. Bjarki Reynisson á Kjarlaks- völlum í Dölum er Íslandsmeist- ari í torfæru fyrir sérútbúna götu- bíla. Þorkell Símonarson í Langa- holti í Staðarsveit er Íslandsmeist- ari í rallýi fyrir ökumenn í jeppa- flokki. Aðalsteinn Símonarson frá Borgarnesi er svo Íslandsmeistari í rallý. Loks var Pálmi Jón Gíslason frá Rauðsdal á Barðaströnd valinn nýliði ársins í rallý. mþh Bjarki Reynisson í ham í torfærunni. Pálmi Jón Gíslason er nýliði ársins í rallýi. Bjarki Reynisson og Aðalsteinn Símonarson með sínar viðurkenningar ásamt bikar Þorkels Símonarsonar sem var ekki viðstaddur. Sunnudaginn 22. nóvember voru haldnir aðventutónleikar með Páli Óskari Hjálmtýssyni og Moniku Abendroth hörpuleikara í Fáskrúð- arbakkakirkju á Snæfellsnesi. Þessir tónleikar voru vel sóttir. Óhætt að segja að þau Palli hafi farið á kost- um. Lagavalið var fjölbreytt, allt frá jólalögum til diskólaga. Eftir tón- leikana árituðu þau svo diska fyrir tónleikagesti. Margir nýttu sér tækifærið og fóru svo á árlegan jólamark- að í félagsheimilinu Breiðabliki sem er nánast handan þjóðvegar við kirkjuna og var einnig þenn- an dag. Markaðurinn sló öll met bæði í sölu á vörum, kaffi og vöffl- um. Fjölmargt var í boði á markað- inum, svo sem kjöt beint frá býli, grænmeti, kartöflur, sultur, brauð, prjónavörur, ljósmyndir og margs- konar handavinna. iss Aðventutónleikar og jólamarkaður í Eyja- og Miklaholtshreppi Páll Óskar og Monika í Fáskrúðarbakkakirkju. Aðventumarkaðurinn í Breiðabliki heppnaðist betur en nokkru sinni fyrr. Íbúar við götuna Kvíaholt í Borg- arnesi hafa undanfarin ár tek- ið höndum saman og haldið sam- eiginlegan skreytingadag fyrstu helgina í aðventu. Í ár verður eng- in breyting þar á og íbúarnir munu skreyta hús sín og nánasta umhverfi sér og öðrum til ánægju og yndis- auka. Vegfarendur um Borgarnes sjá jólaljósin þeirra vel þar sem þau njóta sín í umhverfi húsanna og klettunum sunnan við götuna. Júlíus Jónsson og hans Inga Kolfinna Ingólfsdóttir við Kvía- holt 10 geyma jólaskrautið sitt í 20 feta gámi. Þau segja mikla skreyt- ingamenningu ríkja í götunni. Við Kvíaholt 16 búa Jenný Halldórs- dóttir og Guðmundur Finnsson og að þeirra mati eru skreytingarnar á aðventunni órjúfanlegur þáttur af jólahaldinu. kgk Kvíaholt er sannkölluð jólagata Inga Kolfinna og Júlíus við Kvíaholt 10 reisa m.a. jólatré í garðinum sínum á aðventunni. Í bakgrunni má sjá jólasveina á leið til byggða, en fátítt er að slíkt sé fest á filmu. Júlíus í góðum félagsskap. Við Kvíaholt 16 búa Jenný og Guð- mundur en á aðventunni fjölgar í heimili þegar jólasveinar og snjókarlar flytja í garðinn.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Skessuhorn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.