Skessuhorn - 25.11.2015, Síða 82
MIÐVIKUDAGUR 25. NÓVEMBER 201582
Freisting vikunnar
Það eru margir sem verja dágóð-
um tíma í eldhúsinu á aðvent-
unni. Langflestir skella sér í ein-
hvern jólabakstur enda er ógrynni
uppskrifta til og hægt að töfra
fram hverja smákökusortina á fæt-
ur annarri, jólakökur, lagtertur og
fleira góðgæti. Eitt af því sem vin-
sælt er að útbúa fyrir jólin er ísinn
sem borinn er fram um hátíðirnar.
Hann geymist ágætlega í frysti og
því ágætt að vinna sér í haginn og
gera jólaísinn tímanlega. Við birt-
um hér uppskrift af einföldum og
góðum jólaís með sósu. Að sjálf-
sögðu má svo bæta við fleira sæl-
gæti eða öðru - ef fólk vill.
Jólaís „à la mamma“
Hráefni:
10 - 12 egg. Þar af fimm heil, hitt
rauður.
½ lítri rjómi
175 - 200 gr. sykur
vanilludropar
200 gr. suðusúkkulaði
Aðferð:
1. Þeyta rjómann og geyma.
2. Þeyta vel saman sykurinn,
fimm heil egg og sex rauður -
þar til blandan er orðin létt og
ljós. Blandið vanillunni út í eftir
smekk.
3. Saxið súkkulaðið.
4. Vöðlið rjómanum og eggja-
blöndunni varlega saman og stráið
súkkulaðibitum yfir í lokin.
5. Setjið í form og frystið.
Upplagt er að taka hvíturnar sem
ganga af og búa til úr þeim litla
marengstoppa sem gott er að bera
fram með ísnum.
Heit súkkulaðisósa:
Setjið 100 g suðusúkkulaði, 2 stk
mars súkkulaði (í bitum) og pela af
rjóma í pott og hitið við lágan hita
(eða yfir vatnsbaði). Berið fram
þegar sósan er orðin heit.
Jólaís „à la mamma“
Gott gengi Vestlendinga í akstursíþróttum
Lokahóf Akstursíþróttasambands
Íslands var haldið fyrir skömmu.
Þar voru krýndir Íslandsmeistarar
í hinum ýmsu greinum bílaíþrótta.
Fjórir Vestlendingar voru meðal
þeirra. Bjarki Reynisson á Kjarlaks-
völlum í Dölum er Íslandsmeist-
ari í torfæru fyrir sérútbúna götu-
bíla. Þorkell Símonarson í Langa-
holti í Staðarsveit er Íslandsmeist-
ari í rallýi fyrir ökumenn í jeppa-
flokki. Aðalsteinn Símonarson frá
Borgarnesi er svo Íslandsmeistari í
rallý. Loks var Pálmi Jón Gíslason
frá Rauðsdal á Barðaströnd valinn
nýliði ársins í rallý.
mþh
Bjarki Reynisson í ham í torfærunni.
Pálmi Jón Gíslason er nýliði ársins í rallýi.
Bjarki Reynisson og Aðalsteinn
Símonarson með sínar viðurkenningar
ásamt bikar Þorkels Símonarsonar
sem var ekki viðstaddur.
Sunnudaginn 22. nóvember voru
haldnir aðventutónleikar með Páli
Óskari Hjálmtýssyni og Moniku
Abendroth hörpuleikara í Fáskrúð-
arbakkakirkju á Snæfellsnesi. Þessir
tónleikar voru vel sóttir. Óhætt að
segja að þau Palli hafi farið á kost-
um. Lagavalið var fjölbreytt, allt frá
jólalögum til diskólaga. Eftir tón-
leikana árituðu þau svo diska fyrir
tónleikagesti.
Margir nýttu sér tækifærið
og fóru svo á árlegan jólamark-
að í félagsheimilinu Breiðabliki
sem er nánast handan þjóðvegar
við kirkjuna og var einnig þenn-
an dag. Markaðurinn sló öll met
bæði í sölu á vörum, kaffi og vöffl-
um. Fjölmargt var í boði á markað-
inum, svo sem kjöt beint frá býli,
grænmeti, kartöflur, sultur, brauð,
prjónavörur, ljósmyndir og margs-
konar handavinna.
iss
Aðventutónleikar og jólamarkaður
í Eyja- og Miklaholtshreppi
Páll Óskar og Monika í Fáskrúðarbakkakirkju.
Aðventumarkaðurinn í Breiðabliki heppnaðist betur en nokkru sinni fyrr.
Íbúar við götuna Kvíaholt í Borg-
arnesi hafa undanfarin ár tek-
ið höndum saman og haldið sam-
eiginlegan skreytingadag fyrstu
helgina í aðventu. Í ár verður eng-
in breyting þar á og íbúarnir munu
skreyta hús sín og nánasta umhverfi
sér og öðrum til ánægju og yndis-
auka. Vegfarendur um Borgarnes
sjá jólaljósin þeirra vel þar sem þau
njóta sín í umhverfi húsanna og
klettunum sunnan við götuna.
Júlíus Jónsson og hans Inga
Kolfinna Ingólfsdóttir við Kvía-
holt 10 geyma jólaskrautið sitt í 20
feta gámi. Þau segja mikla skreyt-
ingamenningu ríkja í götunni. Við
Kvíaholt 16 búa Jenný Halldórs-
dóttir og Guðmundur Finnsson og
að þeirra mati eru skreytingarnar á
aðventunni órjúfanlegur þáttur af
jólahaldinu. kgk
Kvíaholt er sannkölluð jólagata
Inga Kolfinna og Júlíus við Kvíaholt 10 reisa m.a. jólatré í garðinum sínum á
aðventunni. Í bakgrunni má sjá jólasveina á leið til byggða, en fátítt er að slíkt sé
fest á filmu.
Júlíus í góðum félagsskap.
Við Kvíaholt 16 búa Jenný og Guð-
mundur en á aðventunni fjölgar í
heimili þegar jólasveinar og snjókarlar
flytja í garðinn.