Skessuhorn


Skessuhorn - 01.06.2016, Síða 25

Skessuhorn - 01.06.2016, Síða 25
MIÐVIKUDAGUR 1. JÚNÍ 2016 25 Horft yfir liðið ár og litið til þess nýjaSjómannadagurinn Michele Vieira Dos Santos er ung stúlka frá Brasilíu. Hún flutti til Ís- lands 14 ára og unir hag sínum vel í Ólafsvík. Áður bjó hún í stórborg- inni Rio de Janeiro, þar sem 17 milljónir manna búa. „Ég gekk í skóla þar, átti góða vini og mér leið vel þar. Alltaf sól og gott veður og ég var mikið á ströndinni með vin- um mínum. Mamma kynntist Ís- lendingi sem var að vinna í Brasilíu og þegar vinnu hans lauk þar fórum við mamma með honum til Íslands. Við komum hingað á dimmasta og kaldasta tíma ársins, um miðjan des- ember. Þegar við lentum í Keflavík sá ég snjó í fyrsta sinn á ævinni og það var kalt en mér líkaði strax vel við kuldann og snjóinn,“ segir Mic- hele. Hún segir móður sína hafa farið að vinna við beitningu fljót- lega eftir að mæðgurnar settust að í Ólafsvík. „Ég fór fljótlega að hjálpa henni, tók fáa bala til að byrja með á meðan ég var að læra handbrögð- in. Mér líkar þessi vinna mjög vel og ég get varla sagt að ég hafi unnið annað starf. Ég ræð mínum vinnu- tíma sjálf, sem er mjög þægilegt,“ segir hún. Nú er Michele að beita á línubátnum Álfi SH en alls eru þrír sem sjá um beitninguna fyrir bátinn í föstu starfi. Auðveldara að læra pólsku Aðspurð um fjölskylduhagi seg- ir Michel að hún sé í sambúð með Prezemysxaw Uchanski. Hann er frá Póllandi og vinnur einnig við að beita. „Við keyptum nýverið íbúð í Ólafsvík og erum virkilega ánægð hér.“ Fréttaritari Skessu- horns veitir því athygli að unga parið talar pólsku sín á milli. Mic- hele sagði Prezemysxaw hafa lært portúgölsku og þau hafi fyrst talað saman á því tungumáli. „Svo lang- aði mig að læra að tala pólsku og mér tókst það fljótlega.“ Preze- mysxaw greip þarna inn í samtal- ið og sagði hann Michele tala mjög góða pólsku. Michele segir að það taki lengri tíma að læra íslensku en pólsku. „En eftir að ég fór ein- göngu að vinna með Íslendingum þá gengur mér betur að læra mál- ið enda eru samstarfsmenn mínir mjög duglegir að hjálpa mér og eru fljótir að leiðrétta mig,“ segir Mic- hele að lokum. af Beitningarkona frá Brasilíu Michele að beita. Michele með unnusta sínum Prezemysxaw Uchanski og systur hans Adrianna, sem einnig vinnur við beitningu. Michele er fyrir miðju.

x

Skessuhorn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.