Skessuhorn - 23.11.2016, Síða 6
MIÐVIKUDAGUR 23. NÓVEMBER 20166
Vonskuveður á
fimmtudaginn
VESTURLAND: Slæmt
veður gerði síðastliðinn
fimmtudag og fóru sam-
göngur úr lagi og rafmagn
af hluta Snæfellsness. Mjög
hvasst var um tíma víða
um vestan- og norðanvert
landið, hviður m.a. nálægt
40 m/sek á sunnanverðu
Snæfellsnesi. Snæfellsnes-
vegi var lokað um tíma um
morguninn milli Haffjarð-
arár og Vegamóta og varð
að beina umferð um Heydal
og Skógarströnd. Ástæðan
var sú að staurar brotnuðu í
flutningslínu rafmagns um
morguninn eftir að eldingu
laust niður. Á meðfylgjandi
mynd má sjá þegar krana-
bíll hélt raflínunni uppi í
Eyja- og Miklaholtshreppi
til að bílar kæmust undir og
haldið áfram för. Viðgerð
lauk síðdegis á fimmtudag-
inn. Brattabrekka var ófær
og þar geisaði vonskuveð-
ur í morgunsárið. Þæfings-
færð var á Holtavörðuheiði
og mjög hvasst í Staðar-
sveit. Lægðin gekk inn á
landið aðfararnótt fimmtu-
dags. Björgunarsveitin
Heiðar í Borgarfirði var
kölluð út um klukkan tvö
um nóttina til að aðstoða
fólk sem hafði fest fólksbíla
sína í snjó á Bröttubrekku
og stærri bílar komust ekki
fram hjá þeim föstu og urðu
því einnig tepptir. Björg-
unaraðgerðum lauk um
fimmleitið um morguninn
og var þá búið að koma öll-
um bílum niður af Bröttu-
brekkunni og fólk gat hald-
ið för sinni áfram.
-mm/ Ljósm. Sigurjón
Hilmarsson.
Vetrarfærðin
vegfarendum
erfið
VESTURLAND: Samtals
urðu 13 minniháttar tilvik
í vetrarfærðinni í liðinni
viku sem ekki eru bók-
færð sem umferðaróhöpp.
Er þar um að ræða vand-
ræði er bílar festast í snjó,
renna út í kant eða út af án
þess að velta eða skemm-
ast. Í síðustu viku voru er-
lendir ferðamenn í mikl-
um meirihluta í þessum
hópi enda sumir að reyna
sig við Arnarvatnsheiði,
Uxahryggi, Kaldadal og
fleiri fjallvegi á litlum bíl-
um. Vegi sem heimamenn
og staðkunnugir láta vera
að reyna á þessum árs-
tíma. Lögreglan kallaði
út dráttarbíla í flest þess-
ara verkefna þar sem fólk
var ekki talið vera í hættu.
Tilkynnt var um erlenda
ferðamenn sem hefðu fest
jeppa úti í móa sunnan við
Hafnarskóg við Hafnar-
fjall. Í ljós kom að fólk-
ið hafði ætlað að stytta sér
leið fram hjá lokuðum vegi
í sumarhúsahverfi en pikk-
fest jeppann í mýrinni eftir
um 500 metra akstur utan
vegar. Jeppinn var spilaður
upp og fólkið flutt á lög-
reglustöðina til skýrslu-
töku. Var ökumaðurinn
kærður fyrir utanvega-
akstur og greiddi hann 50
þúsund krónur í sekt fyrir
verknaðinn. -kgk
Víðtæk leit að
rjúpnaskyttu
A U S T U R L A N D :
Rjúpnaveiðimaður, sem
leitað var að á Austurlandi
síðan á föstudag, fannst á
sunnudagsmorgun klukk-
an 10, heill á húfi. Björg-
unarsveitamenn á vélsleð-
um fundu manninn þar
sem hann var á gangi með
hundi sínum á austanverð-
um Ketilsstaðahálsi. Mað-
urinn var vel á sig kominn
þegar hann fannst mið-
að við aðstæður, en tals-
vert kaldur. Björgunar-
sveitamenn hlúðu að hon-
um á staðnum þar til þyrla
Landhelgisgæslunnar kom
á vettvang og flutti mann-
inn til byggða. Leitin að
manninum var gríðarlega
fjölmenn og komu um 440
manns að leit og björgun
frá því á föstudagskvöld
og til sunnudagsmorguns.
Meðal leitarfólks voru fé-
lagar úr björgunarsveitum
af Vesturlandi.
-mm
Grunnskólakennarar á Akranesi
héldu í gær sameiginlegan fund á
Jaðarsbökkum. Umræðuefnið var
kjaramál og staða viðræðna Félags
grunnskólakennara við sveitarfé-
lögin. Fundurinn samþykkti álykt-
un, sem send verður Kennarasam-
bandi Íslands, stjórn FG og bæjar-
yfirvöldum á Akranesi. Hún hljóð-
ar svo:
„Kennarar í Brekkubæjarskóla
og Grundaskóla lögðu niður störf
í dag klukkan 13:30 og fjölmenntu
á samstöðufund til að ræða graf-
alvarlega stöðu í kjarabaráttu
grunnskólakennara. Við styðj-
um samninganefnd FG í hennar
störfum við að ná fram hærri laun-
um. Við skorum á bæjaryfirvöld
á Akranesi að beita sér fyrir því
að laun grunnskólakennara verði
hækkuð verulega. Við erum kenn-
arar og erum stolt af því. Við erum
kennarar í kjarabaráttu. Grunn-
skólakennarar á Akranesi,“ segir
í ályktun sem samþykkt var í gær,
22. nóvember.
mm/ Ljósm. gg
Kennarar á Akranesi héldu samstöðufund
Grunnskólakennarar í Borgar-
byggð afhentu sveitarstjórn á föstu-
daginn yfirlýsingu vegna kjaradeilu
kennara og viðsemjenda þeirra:
„Nú er svo komið að kjaradeilu
grunnskólakennara og sveitarfélaga
hefur verið vísað til ríkissáttasemj-
ara og eru viðræður hafnar. Ef mið er
tekið af viðbrögðum og afstöðu sveit-
arfélaga í launaviðræðum þann tíma
sem samningar hafa verið lausir ríkir
ekki mikil bjartsýni um ásættanlegan
árangur af þessum samningaviðræð-
um. Kennurum hefur sýnst að samn-
inganefnd sveitarfélaga hafi í raun
ekkert umboð til alvöru, raunhæfra
viðræðna sem gætu skilað raunveru-
legum árangri. Því miður virðist vilji
sveitarfélaga frekar snúast að því að
draga kjaraviðræður á langinn og
reyna að svæfa baráttuanda kennara-
stéttarinnar með fálæti,“ segir í yfir-
lýsingunni.
Þá segir að innan raða kennara
hafi verið rætt um verulegar launa-
leiðréttingar sem mynda færa laun
grunnskólakennara til samræmis við
háskólamenntaða sérfræðinga og
aðrar viðmiðunarstéttir. „Efasemd-
arröddum um að þær launakröfur
séu raunhæfar er ekki hægt að svara
öðruvísi en svo að þær séu mun raun-
hæfari en sú afstaða launagreiðenda
okkar að skólastarf geti haldið áfram
án þess að gengið verði að slíkum
kröfum. Það álit hefur verið viðrað af
ýmsum félögum okkar að ef sveitar-
stjórnir geti ekki mætt svona hófleg-
um launakröfum, auk þeirra útgjalda
sem fylgja því að gera starfsumhverfi
kennara mannsæmandi að öðru leyti,
ættu þær annaðhvort að krefjast þess
að í fjárlögum ríkisins verði eyrna-
merkt útgjöld tengd endurmati á yf-
irfærslu grunnskólanna til sveitar-
félaga, þ.e. veruleg árleg greiðsla til
reksturs skólanna, eða hreinlega að
sveitarfélögin skili rekstri grunnskól-
anna að öllu leyti aftur til ríkisins.
Þetta er raunveruleiki sem sveitarfé-
lögin geta ekki lengur skorast und-
an og kallar á alvöru viðræður þeirra
við ríkisstjórnina um óumflýjanlegar
lausnir.“
Loks segir í ályktun grunnskóla-
kennara að sveitarfélögin verða
hreinlega að koma það heiðarlega
fram að þau viðurkenni vanmátt sinn
til að sjá um rekstur grunnskólanna.
„Því að það er alveg á hreinu að ef
ekki verður gerð umtalsverð bragar-
bót á vinnuumhverfi og launakjörum
grunnskólakennara þá verður grunn-
skólakerfið rjúkandi rúst innan fárra
ára.“ mm
„Skólakerfið verður rjúkandi rúst ef ekki
verður komið til móts við kennara“
Kennarar grunnskólanna í Borgarbyggð fjölmenntu og afhentu Gunnlaugi A.
Júlíussyni sveitarstjóra bréf með ályktun sinni og undirskriftalista síðastliðinn
föstudag. Ljósm. borgarbyggd.is