Skessuhorn


Skessuhorn - 23.11.2016, Qupperneq 8

Skessuhorn - 23.11.2016, Qupperneq 8
MIÐVIKUDAGUR 23. NÓVEMBER 20168 Sakfelldur fyrir líkamsárás VESTURLAND: Maður var í Héraðsdómi Vesturlands í byrjun mánaðarins sakfelld- ur fyrir líkamsárás. Honum var gefið að sök að hafa, að- faranótt 27. desember 2015 við veitingahúsið Gamla Kaupfélagið á Akranesi, sleg- ið mann hnefahöggi í andlit- ið með þeim afleiðingum að hann féll í götuna. Hlaut fórn- arlambið við það höfuðhögg, varð rænulítill stutta stund og bólgnaði á vinstri kinn, efri vör og á enni. Niðurstaða hér- aðsdóms var sú að ákærða var gert að sæta fangelsi í einn mánuð, en rétt þótti að fresta fullnustu refsingar og falli hún niður að tveimur árum liðn- um gegn því að ákærði haldi skilorð. Ákærða var einnig gert að greiða málsvarnarlaun og ferðakostnað verjanda síns sem og annan sakarkostnað. -kgk Logi og Heiðar setja ný viðmið BORGARFJ: Á mánudags- kvöldið var fjórða kvöld að- altvímennings Briddsfélags Borgarfjarðar en alls er spil- að á fimm kvöldum. Ungst- irnin Logi og Heiðar mættu afar einbeittir til leiks og byrj- uðu á því að knésetja þá sem mótið leiddu. Áfram hélt djöf- ulgangurinn í peyjunum allt kvöldið og þegar pakkað var saman kom i ljós að þeir voru komnir á toppinn enda með kvöldskor upp á 71,5%. Geri aðrir betur! Jón og Baldur eru í miklu stuði þessa dagana og skoruðu næstmest eða 67,1%. Stefán og Sigurður Már urðu þriðju með 59,2% og Gylfi og Kristján virðast vera bún- ir að fínstilla kerfið og enduðu með fjórða besta kvöldskorið. Þegar eitt kvöld er eftir leiða Heiðar og Logi með 651,4 stig en Jón og Baldur eru rétt á eftir þeim með 649 stig. Því má búast við mikilli spennu næstkomandi mánudag. Fyrir spilamennsku næsta mánudag, eða klukkan 19:40, verður að- alfundur félagsins haldinn. -ij Atvinnu- leitendur fá desemberuppbót LANDIÐ: Félagsmála- ráðherra hefur sett reglu- gerð um greiðslu desemb- eruppbótar til atvinnuleit- enda sem tryggðir eru inn- an atvinnuleysistrygginga- kerfisins. Óskert desember- uppbót er 60.616 kr. Nýmæli er að atvinnuleitendur með börn á framfæri fá jafnframt sérstaka uppbót sem nemur 4% af óskertri desemberupp- bót, eða rúmum 2.400 kr. fyr- ir hvert barn yngra en 18 ára. Greiðsla desemberuppbótar til þeirra sem eiga ekki fullan bótarétt reiknast í hlutfalli við rétt þeirra til atvinnuleysis- bóta á árinu og fjölda mánuða sem viðkomandi hefur fengið greiddar atvinnuleysisbætur. Gert er ráð fyrir að desember- uppbót verði greidd út eigi síðar en 18. desember. -mm Fáklæddir á fótgöngu AKRANES: Tilkynnt var í tvígang um nakta eða fá- klædda menn á gangi utan- dyra á Akranesi í liðinni viku. Annar þeirra fannst á röltinu og var honum komið til að- stoðar en hinn er ófundinn. Sá var að vísu bara ber að ofan. „Höfðu menn á orði að þarna væru hraustmenni á ferð þar sem hitastigið var með lægra móti og nokkur næðingur að norðan,“ segir í dagbók lög- reglunnar. -kgk Þörungaverk- smiðjan vill kaupa ljósmyndir REYKHÓLAHR: Forsvars- menn Þörungaverksmiðj- unnar á Reykhólum hafa í hyggju að endurgera heima- síðu fyrirtækisins. Af því til- efni er óskað eftir góðum ljós- myndum (1-2 MB að stærð) frá nágrenni verksmiðjunn- ar og þeirri starfsemi sem þar fer fram. Sérstaklega hafa for- svarsmenn fyrirtækisins hug á góðum myndum af fjör- unni eða eyjunum. Þetta kem- ur fram á Reykhólavefnum. Þar er þess getið að fyrirtækið hafi í hyggju að kaupa 15 góð- ar myndir af mannlífi og nátt- úru. Ljósmyndurum er bent á að hafa samband við Finn Árnason framkvæmdastjóra eða Maríu Maack. -kgk Aflatölur fyrir Vesturland 12. - 18. nóvember Tölur (í kílóum) frá Fiskistofu: Akranes 1 bátur. Heildarlöndun: 3.238 kg. Mestur afli: Ebbi AK: 3.238 kg í einni löndun. Arnarstapi: Engar landanir voru á Arnarstapa. Grundarfjörður 2 bátar. Heildarlöndun: 50.016 kg. Mestur afli: Helgi SH: 25.493 kg í einni löndun. Ólafsvík 6 bátar. Heildarlöndun: 27.397 kg. Mestur afli: Brynja SH: 11.428 kg í tveimur löndun- um. Rif 3 bátar. Heildarlöndun: 20.789 kg. Mestur afli: Hamar SH: 15.253 kg í einni löndun. Stykkishólmur 4 bátar. Heildarlöndun: 21.005 kg. Mestur afli: Fjóla SH: 11.158 kg í fimm löndunum. Topp fimm landanir á tíma- bilinu: 1. Helgi SH - GRU: 25.493 kg. 17. nóvember. 2. Hringur SH - GRU: 24.523 kg. 17. nóvember. 3. Hamar SH - RIF: 15.253 kg. 18. nóvember. 4. Brynja SH - ÓLA: 6.009 kg. 16. nóvember. 5. Hannes Andrésson - STY: 5.486 kg. 16. nóvember. Eigendur Loftorku í Borgarnesi ehf. hafa samþykkt kauptilboð í allt hlutafé félagsins. Kaupandi er fé- lag sem Pétur Guðmundsson fer fyrir, en hann er alla jafnan kennd- ur við byggingafélagið Eykt. Selj- endur fyrirtækisins eru feðgarn- ir Óli Jón Gunnarsson og Bergþór Ólason framkvæmdastjóri, en þeir hafa átt og rekið Loftorku Borg- arnesi frá því vorið 2012. Bergþór staðfesti þetta í samtali við Skessu- horn síðastliðinn fimmtudag. Að- spurður segir hann þá feðga ekki hafa verið í söluhugleiðingum, en þegar kaupaðili hafi nálgaðist þá af þeirri alvöru sem gert var í þessu tilfelli, hafi viðræður verið teknar upp. Þeir Óli Jón og Bergþór sáu jafnframt að kaupendurnir hefðu burði og vilja til að styðja áfram við uppbyggingu félagins í Borgarnesi. „Það var í raun ekki forsvaran- legt annað en að setjast niður með bjóðendum og fara yfir hvort flötur væri á að menn næðu saman,“ segir Bergþór. „Það hefur mikið breyst á undanförnum misserum í rekstar- umhverfi Loftorku í Borgar- nesi. Afkoman hefur verið ágæt af rekstrinum og aðstæður á markaði allar aðrar en fyrir nokkrum árum síðan. Útlitið er sömuleiðis mjög gott með verkefni næstu misserin,“ segir hann. Bergþór segir jafnframt að sam- komulagið sé enn bundið ýms- um fyrirvörum, meðal annars af- stöðu Samkeppniseftirlitsins. „En ef þetta gengur eftir þá vitum við líka að nýir eigendur þekkja fé- lagið frá fyrri tíð. Við feðgar erum sannfærðir um að viðgangur og vöxtur félagsins verður góður á næstu árum. Félagið jók veltu um hartnær 60% árið 2015 og veru- leg veltuaukning verður í ár og áfram á næstu misserum ef áætl- anir ganga eftir og staða efnahags- mála helst viðunandi. Við reikn- um ekki með miklum breytingum á rekstri félagsins, en nýjum eig- endum fylgja örugglega einhverj- ar nýjar áherslur eins og geng- ur,“ segir Bergþór. Aðspurður um kaupverð segir hann það vera trún- aðarmál. mm Loftorka í Borgarnesi seld nýjum eigendum Feðgarnir Bergþór Ólason og Óli Jón Gunnarsson hafa rekið fyrirtækið síðan í maí 2012. Loftorka í Borgarnesi hvílir á gömlum merg en fyrirtækið var upphaflega stofnað í apríl 1962 af þeim Konráð Andréssyni og Sigurði Sigurðssyni. Á þriðjudaginn í liðinni viku komu þrír einstaklingar á vegum Hug- arafls ásamt starfsmanni félagsins í heimsókn í FSN í Grundarfirði. Tilgangur heimsóknarinnar var að fræða nemendur um geðræn vanda- mál. Þessir þrír einstaklingar miðl- uðu af reynslu sinni í baráttunni við geðsjúkdóma ásamt því að svara nokkrum spurningum sem brunnu á nemendum. Óhætt er að segja að nemendur Fjölbrautaskóla Snæfell- inga hafi hlustað af mikilli athygli á erindi krakkanna enda einlægar og athyglisverðar frásagnir. tfk Geðfræðsla í Fjölbrautaskóla Snæfellinga Ólsarinn Þorgrímur Þráinsson, rit- höfundur, hlaut í síðustu viku við- urkenningu Barnaheilla – Save the Children á Íslandi árið 2016. Í til- kynningu frá félagasamtökunum segir að Þorgrímur sé landsþekkt- ur rithöfundur og hafi um langt skeið verið börnum góð fyrirmynd með jákvæðri afstöðu sinni til lífs- ins, heilbrigðu líferni og drifkrafti. Bækur hans, sem nú telja 23, þekkja velflestir íslenskir krakkar. Þær inni- halda jákvæðan boðskap og and- lega nærandi skilaboð og eru þannig hvatning til yndislestrar. Auk ritstarfa hefur Þorgrímur unnið ötullega að lýðheilsumálum og forvörnum og er góð fyrirmynd. Hann hefur meðal annars heimsótt skóla um allt land til að hvetja börn til að lifa heilbrigðu og skemmti- legu lífi. Þá hefur hann gegnt ýms- um hlutverkum í forvarnarmálum, meðal annars sem framkvæmda- stjóri Tóbaksvarnarnefndar og nú síðast með þátttöku við gerð nýrr- ar lýðheilsustefnu og aðgerðaráætl- unar á vegum ráðherranefndar um lýðheilsu. mm Þorgrímur hlaut viðurkenningu Barnaheilla Afhending viðurkenningarinnar fór fram á veitingastaðnum Nauthól og var for- seti Íslands meðal gesta. Hér má sjá Þorgrím, Guðna Th Jóhannesson forseta og fulltrúa Barnaheilla.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Skessuhorn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.