Skessuhorn


Skessuhorn - 23.11.2016, Page 18

Skessuhorn - 23.11.2016, Page 18
MIÐVIKUDAGUR 23. NÓVEMBER 201618 -Greni -Strákransar -Bindivír -Kerti -Borðar -Jólakúlur -Jólastyttur -Skrautkúlur -Skrautnálar -Oasis -Epli -Sveppir -Kirsuber -Skrautgreinar -Berjagreinar Lagerhreinsun Kaupfélagsins Kynnið ykkur úrvalið Við erum í tiltektarstuði og erum með fullan lager af tilboðsvörum fyrir þig! Komið og þiggið hjá okkur kaffi, kökubita og góðar stundir! Allt að 70% afsláttur Laugardaginn 26.11 2016 Kl. 12-16 Tilboð á fatnaði, verkfær m, hestamúslí og mörgu fl iru Prúttmarkaður Fúsa, fyrir þá sem að þora að standa á sínu! Veitur, dótturfyrirtæki Orkuveitu Reykjavíkur, hafa á þessu árið unn- ið við fráveitu í Borgarnesi og á Akranesi. Að sögn Írisar Þórarins- dóttur tæknistjóra fráveitu Veitna er verkefnið örlítið á eftir áætlun en ráðgert að ný fráveita verði tek- in í notkun innan tíðar. Í sumar og haust var unnið að lagningu sjólagna í Borgarnesi. Að sögn Írisar var unnið við erfið- ar aðstæður á Borgarfirði en mikill straumur er út fjörðinn. Búið er að koma lögnum á réttan stað en hæð- arlega þeirra er ekki ennþá sam- kvæmt hönnun fráveitunnar. „Byrj- að var að dæla sandi undan lögnun- um til að koma þeim í rétta hæð en vegna óhagstæðra veðuraðstæðna í haust tókst ekki að ljúka því verki. Dælingu undan lögnum hefur því verið frestað til vorsins 2017. Það er þó hægt að setja dælustöðvarnar í gang þó sjólagnirnar séu ekki al- veg í réttri hæð, svo þetta verk mun ekki tefja gangsetningu stöðvarinn- ar í Borgarnesi,“ segir Íris. Í ár hefur einnig verið unnið við lagnavinnu og smíði dælubrunns við Krókalón á Akranesi. Lagnavinn- an er langt komin og smíði dælu- brunnsins einnig, en framkvæmdir hafa þó dregist lengra fram á vet- ur en upphaflega var gert ráð fyrir. Framkvæmdir við Krókalón klárast fyrir áramót. „Samhliða þessum framkvæmd- um hefur verið unnið að uppsetn- ingu vél- og rafbúnaðar í hreinsi- og dælustöðvum á Akranesi og Borgarnesi. Uppsetning á búnaði er langt komin og hefjast prófan- ir í lok árs. Þegar prófunum á öll- um kerfum lýkur er hægt að setja hreinsistöðvarnar í gang. Verið er að setja upp flókin kerfi, þar sem dælur og hreinsibúnaður þurfa að ganga í takt, og mikilvægt er að ganga úr skugga um að allt virki og allar stillingar séu réttar áður en skólpi verður hleypt á stöðvarn- ar. Eins er verið að setja upp nýtt stýrikerfi og tengja það við stjórn- stöð Veitna í Reykjavík, svo hægt verði að vakta kerfið frá stjórnstöð og frá starfsstöðvum Veitna í Borg- arnesi og á Akranesi.“ mm Dómur var kveðinn upp í Héraðs- dómi Vesturlands 16. nóvember síð- astliðinn í máli Þorgeirs & Ellert hf. á Akranesi gegn Þörungaverksmiðj- unni hf. á Reykhólum og gagnsök. Málareksturinn er tilkominn vegna samninga sem gerðir voru um end- ursmíði á kúfveiðiskipinu Fossá ÞH-363 sem breyta átti í þangflutn- ingaskipið Gretti BA-39 hjá skipa- smíðastöð Þ&E. Fljótlega komu upp meiningar um leynda galla í skipinu og ófullkomna útboðs- og verklýsingu. Tafir urðu á verkinu og forsvarsmenn Þ&E vildu meina að verkkaupinn stæði ekki við gerða samninga um greiðslur en verk- kaupinn hélt því fram að tímaáætl- anir á verkinu stæðust ekki og að það mætti rekja til ágreinings milli aðila um framgang verksins. Fyrst höfðaði Þ&E mál á hendur Þörungaverksmiðjunni 14. júní 2011 og því næst 16. september sama ár. Loks höfðaði Þörungaverksmiðjan gagnsakarmál á hendur Þ&E með stefnu birtri 27. október 2011. Í þinghaldi í apríl 2012 voru öll mál- in sameinuð í eitt. Í fyrstnefnda mál- inu krefst Þ&E rúmlega 55,5 millj- óna króna greiðslu frá Þörunga- verksmiðjunni auk dráttarvaxta og í öðru málinu eru kröfur Þ&E tæp- ar 22 milljónir króna auk dráttar- vaxta. Í báðum tilfellum krefst Þ&E þess að stefndi greiði málskostnað. Í þriðja málinu, gagnsakarmáli Þör- ungaverksmiðjunnar, er þess kraf- ist að viðurkennd verði riftun verk- samnings við Þ&E og jafnframt að skipasmíðastöðin greiði Þörunga- verksmiðjunni rúmar 53 milljón- ir króna auk vaxta og greiði einnig málskostnað. Niðurstaða Héraðsdóms Vestur- lands var sú að Þörungaverksmiðj- an greiði Þorgeiri & Ellert hf. rúm- lega 26,6 milljónir króna auk drátt- arvaxta. Þörungaverksmiðjunni var einnig gert að greiða málskostnað, fjórar milljónir króna. kgk Þörungaverksmiðjan gert að greiða Þ&E bætur Hér má sjá þegar brúin var hífð af Gretti BA-39, þá Fossá ÞH-363, við skipa- smíðastöð Þorgeirs & Ellerts á Akranesi í nóvember 2009. Ljósm. úr safni/ ki. Akranes og Borgarnes: Styttist í að ný fráveitumannvirki verði tekin í notkun Hér er verið að draga fráveitulögn út á Borgarfjörð. Ljósm. þg. Unnið við lagningu fráveitulagnar við Krókalón á Akranesi. Ljósm. jo.

x

Skessuhorn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.